Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

skordýrafræðingur !

eða eitthvað.

Hvað er að birkitré sem verður svona ?

tré og fleira 001

Þetta er eins og eftir spuna, þegar verst lét þá var ekki grænt blað á trjánum hér. Svo hreinsaðist þetta af og trén eru ágæt nú. Mér dettur í hug einhverskonar fiðrildalirfur ?


Ég á flotta bloggvini

það sé ég þegar ég lít á yfirlitin, sé marga súpergóða pistla sem ég get notið þess að lesa.

Ég hef það ágætt að mestu leyti. Það skjótast upp stakar minningar af Himma en þær eru gleðiefni (oftast nær) Ég dunda mér við að prjóna, sit lítið í sólinni en kem út í garð öðruhvoru.

Keli og Rómeó eru bara flottastir saman í sólbaði. Ég sé að litla stýrið þarf að vera fljótur að læra á garðinn og það allt.

Þetta er sem sagt blogg um ekkert, langaði bara að segja að ég hef það fínt.

Viðbót

tré og fleira 005Alveg að verða búinn að leggja parket á prjónaherbergið mitt

Svo kemur ný peysa í prjónasíðuna á facebook. Facebooknafnið mitt er RaggaHilmars


gæludýrapistill

Oft fer fólk ekki nógu vel með dýrin sín, sjaldgæft er þó að sjá aðra eins dýraníðinga og sýndir eru í bandarískum þáttum sem eru á Animal Planet.

Stundum sit ég orðin fokreið yfir ástandi dýranna, með tár í augum.

En ég ætlaði að sýna ykkur þetta og segja ykkur frá minni reynslu af því að taka á heimilið fullorðinn kött. Ég fékk Rómeó í gegnum auglýsingu á Barnalandi. Hann er 3ja ára. Hann er ofsalega góður köttur, alveg húshreinn og svoleiðis. Stelst stundum í að brýna annarsstaðar en má en þá bara skamma ég hann. Hann er ofsalega mikill karakter, vill ekki láta halda á sér en vill vera hjá manni og malar þá svikalaust. Honum og Kela kemur ágætlega saman.

Ég hefði ekki trúað hversu gott er að taka að sér fullorðinn kött. Ég mæli með því.

Svo mæli ég með að fólk láti vana dýrin sín, það er allt of mikið af kettlingum og hvolpum í húsnæðishraki. Ég ætla að taka einn kettling hjá Hjalla mínum, hann mun eiga nógu erfitt með að koma hinum út. Minn kisi heitir Tumi og er ofsalega fallegur, flekkóttur og með smá bröndur í flekkjunum, hann er líka mikið hvítur.

Ef þið viljið flottar kisur þá er nóg til af þeim, bæði á linknum sem ég kom með og svo verða Hjalla kisur ferðafærar bráðum


Jæja

þá er komið að ykkur að hugsa um eitthvað annað en Icesave...annað en ESB ...annað en ykkur sjálf. Í dag og næstu daga eigið þið að hugsa um M I G og mína. Já ég sagði það.

Nú auglýsi ég eftir mataruppskriftum -heilsumat- sem nothæfur er í heilsuátaki, verður að henta fyrir karl og konu. Til að ég tapi þessu ekki þá ætla ég að biðja ykkur um að setja þetta í gestabókina, ekki í kommentin.

Með þakklæti

ps..ég tapaði heilli möppu af fallegum emailum sem ég átti. Birna Dís þú verður að senda mér þetta sem passar við október í mailið á facebook...knús á línuna.


Hvar er Lilja?

og hvað er hennar varamaður að gera ?

Getur það virkilega verið að þingmaðurinn sé að kalla inn fyrir sig varamann til að þurfa ekki að skrifa undir eitthvað sem henni hugnast ekki ?

Til að geta síðar sagt að hún hafi ekki samþykkt Icesave ?

Að mér læðist illur grunur en ég ætla að halda í þá von að ég sé bara orðin taugaveikluð af þessu máli og að þetta verði allt í lagi- nei svo bjartsýn er ég nú ekki

Viðbót !

Ég er með ágætar taugar -sjá hér

Rosalega finnst mér þetta lélegt- til hvers heldur fólk að það sé kosið á þing eiginlega?

Nú finnst mér ég hafa kastað mínu atkvæði á glæ


mbl.is Icesave keyrt út úr efnahags- og skattanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ó nei!

Bandaríkjaforseti hallærislegur !?

Hvenær hefur það nú gerst fyrr ?

Ég sé ekki neitt að þessum buxum, kallinn er á íþróttaleikvangi for crying out loud...!

Það sem fólk nennir að spá í útlit og fatnað annarra... ómædog!

Ég er bara fegin að kallinn var almennt í einhverju. Segi það nú ekki, ég hefði orðið bjánaleg á svipinn hefði hann mætt í rósóttum kjól (ekki eins bjánaleg hefði hann verið röndóttur)


mbl.is Obama ver buxurnar sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvet alla

til að lesa Angela´s ashe´s eða sjá myndina sem gerð var eftir bókinni. Alveg furðulegt hvað fólk getur lifað af !
mbl.is Höfundur Ösku Angelu látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað ?

Sko þegar bankadraslið hrundi þá fann ég ekki beinlínis fyrir neinni breytingu í bankanaum mínum. Ég þurfti ekkert að klofa yfir drasl eða passa mig á að fá ekki straum. Bankinn var þarna, eins og áður. Ég segi það ekki, starfsfólkið var sumt mun þreytulegra og fækkaði auðvitað eins og fram kemur í viðtengdri frétt.

Nú var ég ekki með neinar dramatískar viðskiptaaðferðir, var bara að leggja inn og eitthvað...

Og hvað gerist nú?

Afhverju hefur ríkið aura til að leggja í Sjóvá og bankana...?

Botna ekki í þessu...

Komin líka í heilan hring í hausnum á mér með Icesave dótaríið

Ég held að það sé verið að plata mig- bigtime.

Fór í messu í gær, í Garðakirkju í fyrsta sinn. Gríðarlega falleg kirkja.


mbl.is Glitnir eignast Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fór í reisu

og þvældist víða um Reykjanes...skoðuðum hverasvæðið í Krýsuvík en þorðum ekki að hleypa Kelmundi þar út . Ég stakk alveg í stúf við túristana, þeir allir með hneppt upp að eyrum en ég í pilsi og stuttermabol .  Löbbuðum stóran hring þarna og ég fékk fullt nef og munn af hveralykt, kostaði mörg opal.

Kíktum á kirkjuna í Krísuvík. Skrapp inn í hana og prófaði að standa í prédikunarstól, afar vinaleg kirkja. Einungis 2 leiði merkt utan við kirkjuna en ég hef grun um að við höfum verið hrasandi um hinar grafirnar. Ég leit af Kela í augnablik og þegar ég leit á hann aftur þá hafði hann lyft afturfæti við legstað sýslumanns sem þarna hefur hvílt sig í rúma öld. Keli þó ! ég vona þó að sýslumaður hafi ekki mikið móðgast við afhæfi hundasnans....þarna er líka hann Sveinn listmálari, grafinn 1997. Hann á líka altaristöfluna sem er þarna . Á altari liggur gestabók en ég gat ekki skrifað í hana, hafði engan penna. Þarna var líka grænn pollur , Grænipollur. Ekki tiltakanlega grænn eins og er samt.

Skoðuðum okkur um í Grindavík og trufluðum fólk þar í sjoppu. Fórum svo að Reykjanesvita og Reykjanesvirkjun. Kelmundur var ansi glannalegur á bjargbrúninni.  Renndum í gegnum Hafnirnar og skoðuðum þar gamlar slóðir.

Ókum svo Keflavíkurveginn heim.

Ferðalagið tók okkur samt 3 tíma.


sumir eiga við erfiðleika að stríða

og lenda í vandamálum eins og þessi unga stúlka. Fólk leggur hvert annað undir, vegur og metur...líki því ekki við viðkomandi þá er reynt að klekkja á þeim aðila. Fátt hefur jafnleiðinleg áhrif á veröldina en öfund.

Ég hefði hins vegar aldrei lent í hennar aðstöðu að vera fordæmd vegna fegurðar...haha. Fyrr hefði sko snjóað í helvíti.

En ég hef auðvitað verið fordæmd fyrir allt mögulegt annað. Ég sá aðra fyrirsögn áðan sem vakti athygli mína og sá "óvart" brot að bloggi konu um þetta mál. Fyrirsögnin var "sekta foreldra fyrir drykku unglinga" (eitthvað í þessa veru, man ekki nákvæmlega og nenni ekki að leita þetta uppi) en mér varð hugsað til þess að ég hefði líklega verið orðin svakalega blönk þá þegar sumir voru upp á sitt versta. Blogg konunnar sem ég vitna í er enn ein hörmungar dómhörkufærslan en það er kannski skiljanlegt í hennar tilviki.

Lífsreynsla er vont / gott dæmi. Maður lærir helling af henni en mikið ferlega er það sárt á meðan á því stendur....!

Takk vinkonur mínar hér að neðan. Ég hef ætlað mér að koma með blogg um vináttuna og geri það bara hérmeð.

Here goes

Í gærkvöldi þegar ég þrammaði um í kirkjugarði þá rakst ég á leiði míns gamla skólastjóra, Þráins Guðmundssonar í Laugalækjarskóla. Hann var í miklum metum hjá mér og best er að segja frá upphafi hvernig á því stóð.

Ég er afar tortryggin á fólk og eignast yfirleitt ekki vini. Þegar ég var unglingur þá flutti besta vinkona mín burt, systir var líka flutt að heiman og ég var ein heima með ma og pa. Á þeim aldri talar maður nú ekki alveg um hvað sem er við foreldrana. Ég varð ósköp niðurdregin, leiðinleg og uppivöðslusöm. Einkunnir hríðlækkuðu og mér leið áberandi illa. Oft hitti ég Þráinn á ganginum, hann horfði íhugull á mig og bankaði með vísifingri á efri vörina á sér. Eftir nokkur slík skipti þá gaf hann sig á tal við mig og sendi mig beina leið til skólasálfræðings...ég hafði gott af því en enn betra hafði ég af því að finna að einhverjum var ekki sama um mig og mína velferð.

Enn er ég samt svona...líst oftast ekkert á að hleypa fólki of nærri mér. Ég veit ekki hvort ég á að óska þess að það lagist eða hvað.

Sumir vorkenna mér að vera svona, ég veit ekki hvort þess er nokkur þörf svosem.

Njótið sólarinnar kæru vinir í tölvufjarlægðinni.

Stelpur (utanbæjarkonur) þið verðið að kíkja þegar þið eruð í borginni...ég skal reyna að kíkja á ykkur ef ég fer í þær tvær áttir sem um ræðir hehehehe


mbl.is Var hún of falleg fyrir fangelsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband