Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Þetta snerti mig afar djúpt í kvöld
29.6.2009 | 22:58
og langar mig að koma á framfæri hjartans þakklæti til þeirra sem að þessu stóðu. Ég hef verið meira og minna með tárin í augunum vegna barnanna okkar sem ekki fengu að lifa.
Sjáið til dæmis þennan strák með einfalda drauminn sinn sem ekki rættist
Ég ætla upp í garð og býð ykkur góða nótt.
Sérstakar kveðjur í þessu fallega sumarkvöldi til fjölskyldna fíkla sem fallið hafa frá og til fjölskyldna þeirra sem standa núna á bjargbrúninni. Enginn veit hvoru megin þau lenda
Það ætlar enginn að vera fíkill !
Ég verð ekki fíkill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
ömurleg frétt !
27.6.2009 | 19:59
Mér hefur alltaf fundist fólk sem er vont við dýr vera síðasta sort !
Það er betra að athuga vel sinn gang áður en maður fær sér gæludýr. Sem betur fer eru allflestir dýraeigendur samviskusamir með sín dýr og heppnari en við Steinar sem urðum að svæfa annan vininn okkar í vor, orðinn svo lasinn.
Dýr hafa engan málsvara nema eiganda sinn. Við skulum ekki bregðast trausti þeirra !
Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Einmitt það
26.6.2009 | 22:59
átti akkurat þessa í skápnum- spurning með hvernig ég eigi að skila þeim sem þegar hafa verið étnir ?
Seinni tíma vandamál
Góða nótt
Sveppir frá Euroshopper innkallaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaða skít sem við viljum nú kasta þá...
25.6.2009 | 22:41
skulum við hafa hugföst nokkur atriði.
Ég segi bara eins og er til dæmis hjá mér. Við tókum lán til að kaupa hérna og fengum "aðstoð" í bankanum (bankamenn eru víst í unnvörpum að fara í áfallahjálp en það er önnur frétt) og þar á meðal nákvæman útreikning á greiðslubyrði téðs láns. Á minnsta kosti 2 eða þremur A4 blöðum. Þar með vorum við komin með nokkurskonar áætlun sem við höfðum til hliðsjónar.
Þetta gekk alveg glimrandi og enn tekst okkur að borga þrátt fyrir að Steinar hafi misst aðra vinnuna og ég veit að þetta verður allt í lagi í allt sumar.
EN...tölurnar á blaði sem við fengum úr bankanum eru alls ekki líkar tölunum sem koma núna á greiðsluseðlunum...og við erum að tala um að það muni miklu.
Fyrst og fremst ber maður sjálfur ábyrgð á sínum skuldbindingum- auðvitað. En leiti maður til fagmanns þá á maður að treysta ráðleggingum hans..er það ekki ?
Ef um annarskonar hluti væri að ræða þá væri hægt að leita réttar síns og þá vopnaður blaðinu sem manni var afhent til að byrja með en nei- ekki gagnvart bönkum eða íbúðalánasjóði.
Svo sitja hinir aularnir- sem bankarnir jafnvel vildu alls ekki lána, einhverra hluta vegna- og brjóta hjá sér rúðurnar með dómhörku.
Ok verði þeim að því.......
Farin að labba með Kela þannig að ef það stendur til að stela innbúinu þá má það ekki taka meira en hálftíma og byrjar að telja núna.
Farrah Fawcett er dáin og líka Michael Jackson
hér hefur skolfið í kvöld en ferfætlingum er alveg sama um það
Fjölskylda á hringekjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Stöðugleikasáttmáli ?
25.6.2009 | 11:19
Hver fjandinn er það ?
Að mér læðist sá grunur að ríkisstjórnin sé að fá skriflegt leyfi hjá verkalýðsfélögunum til að taka okkur í r******* !
Mér líst ekkert á þetta..
Ef einhver getur skýrt þetta almennilega út þá er kommentakerfið laust
Undirritað í Þjóðmenningarhúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og ekki geta þeir gert upp við mig
24.6.2009 | 17:05
vegna dagpeninga sem þeir eiga að borga...meira fjárans kompaníið....
Hvað var í hausnum á þessum köllum öllum síðastliðin ár ?
Sjóvá tapar 3,2 milljörðum í Hong Kong | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
undarlegt system
23.6.2009 | 09:06
auðvitað vilja krakkarnir velja í hvaða skóla þau fara, þau vilja vera með sínum vinum og svo framvegis.
Ennfremur er líka skiljanlegt að "vinsælustu" skólarnir þurfi að takmarka fjöldann, það kemst ekki ótakmarkaður fjöldi að.
Hvernig á að leysa svona ?
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú er alveg örstutt í
22.6.2009 | 15:38
að lítrinn kosti tvöhundruðkall!!
Held ég fari að leita að jákvæðum fréttum, hvað heitir færeyska blaðið ? Dimmalætting ?
Bensín hækkar um 12,50 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Venjulega
22.6.2009 | 09:03
hefur slökkviliðið haft vinninginn í öllum viðhorfskönnunum sem það fyrirtæki/stofnun sem fólki er hlýjast til, eðlilega. Þessi árás á þá nágranna mína í Skógarhlíð veldur mér heilabrotum.
Getur mönnum verið illa við slökkviliðið af annarri ástæðu en að hafa verið mögulega rekinn þaðan ?
Baráttukveðja frá nr. 18
Ahh..las upphafsfrétt um málið á Vísi- maðurinn var ekki beinlínis að ráðast gegn slökkviliði heldur fjarskiptamiðstöð lögreglu sem er auðvitað í sama húsinu, sjá hér
Bíður yfirheyrslu hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
einhver hagfræðingur sagði
21.6.2009 | 12:37
við upphaf hrunsins að svona aðgerðir lengdu í kreppum. Ríkið ætti að reyna að blása í en ekki draga úr.
Hvað veit ég ?
Ég er ekki hagfræðingur.
En núna fara á hausinn þeir verktakar sem enn tóra....
Andsk....klúður.
Ég þekki amk einn sem vinnur við svona og ég hefði sko viljað að hann fengi vinnu áfram en líkurnar eru nú hverfandi eins og þetta er orðið.
Hætt við öll útboð í vegagerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)