undarlegt system

auðvitað vilja krakkarnir velja í hvaða skóla þau fara, þau vilja vera með sínum vinum og svo framvegis.

Ennfremur er líka skiljanlegt að "vinsælustu" skólarnir þurfi að takmarka fjöldann, það kemst  ekki ótakmarkaður fjöldi að.

Hvernig á að leysa svona ?


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis byrjun væri að nota plássið í fjölmiðlunum undir eitthvað annað en frekjuvæl í illa upp öldu hyski...

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mér finnst dálítið ,,menntasnobbvæl" í þessum foreldrum.  Hvað er t.d. að Menntaskólanum við Sund.  Bæði mín börn útskrifuðust þaðan með ágætiseinkunn. 

 Veit ekki, er eitthvað betra að vera í Vesló þar sem forledrar gátu keypt börnin sín í gegn um námið með því að fjármagna eina kennslustofu þegar þeir voru að byggja nýja Vesló. 

Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Signý

Einhvernvegin grunar mig að þetta snúist hreint ekkert um skólann sem slíkan hjá stelpunni sem er í þessu líka "sjokkinu". Hún er eflaust bara á bömmer yfir því geta ekki skemmt sér nógu mikið í MS eins og í Verzló, en það er svosem alveg vitað að skemmtanalífið í MS hefur alltaf verið fremur styrt þar sem skólameistari hefur trekk í trekk sett nemendaráðinu stólinn fyrir dyrnar (og það oft með réttu...), en það þykir ekki fínt í Verzló t.d...

Aumingjans stelpuhróið... er að nema von að hún þurfi á áfallahjálp að halda?

Signý, 23.6.2009 kl. 14:09

4 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Æjji krakkinn ætti nú bara að vera þakklátur fyrir að fá að mennta sig. Ekki allir sem hafa þann valmöguleika. Mér finnst þetta hrikalegt snobb í þessu foreldri.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 23.6.2009 kl. 14:57

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Minn ætlar að skipa um skóla hann ætlar í tækniskólann það er hann huga læra á tölvur en hann var ekki ánægður í Borgarholtskóla. ekkert snopp hér bara ánægð með stráksa minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þetta átti vera að     skipta um skóla.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Foreldrarnir ættu bara vera sáttir með að hún hafi komist í skóla miðað við þá blóðugu baráttu sem nú er háð meðal skóla, foreldrum og krökkum. En já krakkarnir hafa ósk um að komast inn í ákveðna skóla og auðvitað er maður frekar svektur ef sá skóli tekur ekki við manni.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 24.6.2009 kl. 01:19

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég hef ekkert ráð til að leysa þetta - en ég er sammála með "snobbið" í kringum suma menntaskóla - kannski mesta snobbið í foreldrunum sjálfum.

Sigrún Óskars, 24.6.2009 kl. 16:58

9 identicon

Hætt er við að skólarnir verði yfirsetnir. Minn skóli er td hannaður fyrir um 500 nemendur en það er búið að taka inn 720 nemendur. Beggan mín sótti um í Fjölbraut í ármúla en fékk ekki inni. Ástæðurnar sem hún fékk voru eki trúverðugar. Samt eiga skólarnir að spara eins og hægt er en það getur ekki komið niður á neinu nema náminu.

Kidda (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband