einhver hagfræðingur sagði

við upphaf hrunsins að svona aðgerðir lengdu í kreppum. Ríkið ætti að reyna að blása í en ekki draga úr.

Hvað veit ég ?

Ég er ekki hagfræðingur.

En núna fara á hausinn þeir verktakar sem enn tóra....

Andsk....klúður.

Ég þekki amk einn sem vinnur við svona og ég hefði sko viljað að hann fengi vinnu áfram en líkurnar eru nú hverfandi eins og þetta er orðið.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er bara skelfilegt ástand og versnar og versnar. Kær kveðja á nesið.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

þeir hefðu nú þurft að sitja aðeins betur yfir þessu.  Er ekki alveg að fatta þessar aðferðir þeirra því miður.

Bergdís Rósantsdóttir, 21.6.2009 kl. 15:23

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það væri ljómandi að heyra einhverjar aðrar lausnir en að "gefa í". Hversvegna ætti það að virka frekar núna en fyrir einu, tveimur, fimm eða tíu árum. Það var gefið taumlaust í og það er orsökin fyrir þessu klúðri.

Hófsemi er dygð sem var ekki hlúð að á Íslandi. Gefa bara í. Brúmm! Krass!

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.6.2009 kl. 17:56

4 identicon

Eina skjalborgin sem er reist er fyrir fjármálafyrirtæki. Iðnaðarmenn og verktakar flytja tugum saman til útlanda.

Ég skil fólkið vel sem fer eða kemur ekki aftur úr námi. 

Kidda (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Ragnheiður

Rúnar, það væri líka ágætt að allir hagfræðingar hefðu eina skoðun. Undanfarið hefur þetta líkst því að hver og einn sé menntaður í sérskóla, slíkur er munurinn á þeirra námi. Ég ætla hinsvegar ekki að segja þér að gúggla þetta, þetta var tiltölulega snemma í ferlinu - nóvember eða sko. Og gúgglirðu Ísland og hagfræðing ásamt hruni þá er ég hrædd um að niðurstöðurnar vaxi þér yfir höfuð.

Takk fyrir innlegg öll !

Ragnheiður , 21.6.2009 kl. 23:53

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ertu virkilega að segja að hófsemi og aðhald sé rugl og eyðsla og peningaprentun sé lausnin? Eða er þetta ákall eftir "meiri peningum einhversstaðar frá"?

Svolítið ruglingslegt.

En sé ákall þitt um eyðslu, lántökur og peningaprentun lausnin, þá vil ég benda þér á að miklar þakkir áttu þá inni hjá þeim sem eru með myntköruflán!

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.6.2009 kl. 19:21

7 Smámynd: Ragnheiður

Rúnar ég veit ekki hvað þú ert að lesa eða lesa útúr einhverju

Ragnheiður , 23.6.2009 kl. 20:00

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þá erum við kvitt!

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.6.2009 kl. 20:03

9 identicon

Er hann lesblindur Ragga mín ?

egvania (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:59

10 identicon

Er hann lesblindur Ragga mín ?

egvania (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:16

11 Smámynd: Ragnheiður

Ja...Á mín, ég bara veit ekki- við bara skiljum ekki hvort annað

Ragnheiður , 23.6.2009 kl. 22:00

12 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha, akkúrat Ragnheiður, þú ert alger latína fyrir mér og vice-versa.

Annars hef ég nú bara gaman af þessu egvania, ekki vera með þessa rosalegu alvöru - Ég held ég sé ekki liblesdnur...

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband