Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Dagar víns (oj) og rósa
22.9.2008 | 11:52
Ekkert hrifin af víni sko !
En í morgun hef ég verið áskrifandi að laununum mínum, hef nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni. Hvað gerir kona þá ? Les alla fréttamiðlana sem tiltækir eru á netinu, les öll möguleg og ómöguleg blogg þrátt fyrir heitstrengingu um annað nýlega.
Rannsóknir dagsins hafa leitt í ljós vandkvæði við blogg.
Ég skrifa að sólin sé gul
Það fýkur í einhvern sem sá síðast blóðrautt sólarlag og leiðréttir mig af krafti.
Orðalagið er annað en upplifunin svipuð
Ef í harðbakka slær þá bloggar athugasemdarinn heilt blogg um mig sauðinn og gulu sólina mína. Þar ráðast inn til atlögu kvöldsólar og morgunsólarbloggarar. Alveg tjúll !
Nú hefur mér tekist að skrifa færslu sem enginn skilur.
Verði ykkur að því
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hilmar Reynir í heimsókn og hrakfarir Kela
17.9.2008 | 22:44
Hilmar Reynir kom í dag og leyfði ömmu að sjá hvað hann er duglegur að labba sjálfur.
(Hilmar að skoða matardallinn hans Kela)
Hann er líka orðinn ansi ákveðinn ungur maður og bara sætastur þegar hann hvessir sig á mömmu, pabba eða þá ömmu. Keli fékk líka að kenna á því í dag, sá stutti með dót og Keli kom heldur nálægt að mati Hilmars. Þá kom bara hviss, og Keli fékk spítalavink í hausinn. Keli lagði óðara á flótta og ég varð að sitja með hann meðan hann jafnaði sig á þessu. Stuttu seinna hrundi smástrákurinn á hausinn og nældi sér í glóðarauga, ég held að þá hafi þeir báðir félagarnir verið komnir með svoleiðis. Erfiðara að sjá það á Kela, hann er svartur í framan.
(amma á ég að ryksuga fyrir þig ?)
Nágranninn var með gesti. Vegurinn heim var varðaður bláum ljósum. Ég glotti við tönn en svo fór ég að hugsa þetta aðeins. Ef við byðum ekki upp á svona fylgdarakstur þá myndum við eflaust líta út eins og algerir amatörar við móttöku á svona fínum gestum. Eins og við hefðum skriðið úr torfkofanum í gær (ok ok við gerðum það en það þeir vita það ekkert !)
Ég fór í fjórða sinn í "viðgerðina mína" og kom heim með stjörnur í augunum. Ég er alveg að finna mig í þessu systemi og hef ákveðið að reyna að færa Himma þá gjöf að vera hamingjusöm. Kannski var dauði hans líkn í vondum aðstæðum. Ekki veit ég það. Nú súpa sjálfsagt einhverjir hveljur en spáið í þetta aðeins. Hann var elskaður sonur en hans líf var ferlega erfitt. Hann var alltaf á skjön við samfélagið og allt og alla. Kannski hefði hans líf verið alltaf þannig, ferlega erfitt...mikil sorg, mikil eymd. Hann er þó í friði núna -enginn getur meitt hann meira. Enginn getur sært hann -hans líf særir ekki aðra.
Hann er áfram elskaður sonur
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Krummafótablogg
16.9.2008 | 19:21
Blogg um blogg um blogg
Ég hef tekið aðra stefnu, ég lít ekki á forsíðu Moggabloggs. Eins og maður verður niðurdreginn af slæmum fréttum í fréttamiðlunum þá verður maður geðvondur og krumpaður í framan. Og það veit Guð að er ekki hið heppilegasta fyrir konu sem siglir hraðbyri í það að verða fimmtug.
Að sama skapi les ég heldur ekki tengingar við fréttir. Suma hef ég þó grunaða um að halda að þeir séu ótrúlega töff og öðruvísi bloggarar. Jú ég tek undir það, öðruvísi bloggarar en kannski ekki á góðan hátt. En það er þó smekksatriði.
Verst finnst mér svofelld hatursblogg sem beinast gegn ákveðnum hópum fólks. Það er bara ljótt að lesa og ég skil alls ekki þann hugsunarhátt sem er að baki. Getur fólk virkilega hugsað þetta og meint það ?
_______________
Ég hef fundið heilahlutana sem ég saknaði. Þeir eru samt staðsettir í góðum höfðum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur. En mér tókst þó að skilja betur þegar mér dettur ekkert í hug - þá eru annað hvort Anna eða Hrönn að nota hina partana. Nú hef ég líka (og þær) brilliant afsökun yfrir vitleysunni sem upp úr okkur veltur....ha ha !
______________________
Í lokin vil ég fá vandlegt yfirlit um það sem hefur pirrað ykkur undanfarna 24 tíma og KOMA SVO!!
Þríbrot !! Búin að blogga þrisvar á vaktinni
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Einbeittur brotavilji
16.9.2008 | 16:41
Endurspeglast í því að ég ætla að blogga AFTUR héðan úr vinnunni
Þegar ég fer á veitingastað og er boðið upp á plastglas þá sný ég upp á mig og bið um glerglas. Ég hélt alltaf að ég væri svona snobbuð en þetta er greinilega ómeðvitað varnarviðbragð enda má heilinn í mér ekki við neinum skakkaföllum.
Til skýringar kemur hér afrit af frétt á www.ruv.is
Skaðlegt efni í plastglösum
Stjórnvöld í Kanada ætla að banna notkun á efninu bisphenol í plastglösum og matarílátum. Nýjustu rannsóknir benda til að efnið sé skaðlegt heilsu manna og geti m.a. valdið alvarlegum heilaskaða. Breskir vísindamenn hafa nú tengt notkunina á bisphenol í nytjahlutum úr plasti við alvarlega sjúkdóma hjá mönnum.
Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin tilkynnti í gær að hún hefði skipað nefnd óháðra sérfræðinga til þess að endurskoða álit embættismanna stofnunarinnar þar sem segir að ekki sé ástæða til að amast við notkun efnisins.
Bisphenol er notað til að framleiða óbrjótanlegt plast sem notað er í mjólkurpela fyrir smábörn, vatnsflöskur, linsur, hjálma, sundgleraugu, búsáhöld, diska, leikföng, geisladiska og læknisáhöld. Efnið er notað í plast sem slegið er utanum matvæli og í bjórdollur og tannfyllingar.
Mikið af efninu kemst inn í blóðrásina þegar það lekur út í vatn eða annan vökva, eða mat sem geymdur er í plasti. Efnið er nú að finna í þvagi yfir 90% Bandaríkjamanna. Nýjar rannsóknir bandarískra vísindamanna sýna að efnið veldur skemmdum á heila og að það eyðileggur taugar sem tengja saman mikil vægar heilastöðvar. Þá sýnir ný rannsókn sem birt er í tímariti bandaríska læknafélagsins í dag að Bandaríkjamenn, sem hafa mjög mikið af bisphenol í líkamanum, séu í meiri hættu en aðrir að frá hjartasjúkdóma, sykursýki og lifrarsjúkdóma.
Bandaríska rannsóknarstöðin um eiturefni hefur lýst yfir áhyggjum að efnið geti skaðað þroska heilans og blöðruhálskirtils. Efnið líkir eftir hormóninu estrogen í líkamanum og talsmenn neytenda og umhverfisverndarsinna vilja að það verði fjarlægt úr matvælum og nánasta umhverfi manna. Matvæla- og lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafa til þessa fullyrt að hættulaust sé að nota efnið á meðan kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa komið í veg fyrir áætlanir um að banna notkun á efninu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mín hamingja er heilmikil
14.9.2008 | 22:29
enda var ég í messu áðan.
En svo rakst ég á þetta
og ákvað að dreifa því
Þarft átak sem hjálpar mörgum.
Góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Góður dagur
14.9.2008 | 15:53
enda hitti ég afar hamingjusaman frænda áðan, hann kom hér í fylgd móður sinnar til að sýna frænku bílinn sinn nýja. Strákur fær prófið 23 nóvember og hann er lengi búinn að telja dagana. Það birtir alltaf yfir öllu þegar þessi yndislegi sólargeisli birtist.
Steinar grunnaði nýja gluggann og það er allt annað að sjá hann. En ég þarf greinilega að mála einn stofuvegginn aftur. Kelmundur á til að elta ljósið um allt og upp alla veggi líka. Hann er búinn að sleikja vegginn þannig að hann er allur skellóttur fyrir ofan sófann. Asnaprik hann Keli.
Keli segir að mér hafi bara sjálfri verið nær að mála ekki með hærra gljástigi!
Ég á ekki von á að vera nógu dugleg að blogga til að halda athygli ykkar í vetur. Ég hef tekið nokkur skref fyrir sjálfa mig og þessi bloggsíða lenti utangarðs í skipulaginu. Það er auðvitað gangur lífsins, bloggarar koma og fara.
Ég fer þó líklega ekki lengra en það að í mig næst í emaili -en kannski ekki endilega samdægurs.
Munið ; Þolinmæði er dyggð
(fliss)
Farin- bæ
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ja hvað skal segja
13.9.2008 | 21:03
ég les yfir fréttamiðlana, með hroll og óbragð í munni, allt of margar fréttir fjalla um kynferðislega misnotkun á börnum. Það yngsta alvarlega slasað, vikugamalt kríli.
Mér býður við þessu.
Veðrið er ekki til að kæta mig heldur, rok og rigning.
Það væri líklega best að steinhætta að lesa fréttir, horfa og hlusta á fréttir. Vera bara eins og bjöllusauður og vita ekki neitt um neitt.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hér er eitthvað sniðugt
12.9.2008 | 20:19
http://visir.is/article/20080912/LIFID01/261503177
en ég ætla að horfa á þá nágranna mína í útsvari !
Ég bý í gáfuðustu götunni hér hehehehe
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Afmæli
11.9.2008 | 21:46
Hann Pétur uppáhaldsfrændi minn á afmæli í dag, hann (hemmhemm mamma hans) bauð gamla settinu héðan í kjúkling .
Þannig að nú sit ég hér heima-pakksödd -alveg.
Undanfarna daga hef ég óskað þess að ég væri milli...eða margmilli, það er reyndar ekki fyrir mig sjálfa. Mig vantar ekki neitt. Líður alveg ferlega vel í mínu eigin skinni og lífi enda vinn ég í því hörðum höndum að geðheilsan verði í lagi.
En ég vildi óska þess að ég gæti hjálpað meira með sjúkrahúsreikning Ellu Dísar.
Síðan hennar Rögnu móður Ellu Dísar
Ég er reyndar alltaf að setja inn eitthvað svona, örugglega margir orðnir dauðleiðir á mér með þetta en það verður að hafa það. Hér er ansi mikil umferð og mér finnst rétt að reyna að nýta "gestina" mína til góðs. Ég veit nefnilega að það þarf ekki mikið frá hverjum og sér í lagi ekki ef einhver fyrirtæki eru að leggja inn stærri upphæðir.
__________________________________________________
Að öðru.
Einelti er ljótt orð og enn ljótari athöfn. Margir tengja það við börn og ungmenni en það þekkist líka meðal fullorðinna. Oft gerir fólk þetta ómeðvitað en stundum með svo rætnum og ógeðslegum undirtón, vitandi vits, að manni verður eiginlega illt.
Þannig leið mér þegar ég las í dag um sérstaka facebook síðu sem virðist ekki hafa neinn annan tilgang en að sverta Stefán Fr. sem bloggar hér á vef Morgunblaðins. Það má finna slóð á þessa síðu hjá Jennýu og Jens. Mig langar ekki að afrita hana hingað, nóg er nú samt.
Ef þið þolið ekki Stefán þá lesið þið einfaldlega ekki síðuna hans og málið er dautt ! Að ráðast svona að honum eins og gert er -er auvirðilegt og ekki nokkrum manni til sóma.
Ég les oft Stebba-blogg og sé bara ekkert athugavert við það en ef mér leiddist það þá myndi ég ekki svekkja mig á að lesa það. Hvað er eiginlega málið með fólk sem situr um að lesa síður sem það hatar að lesa og les þær samt ? Masókistar ?
Djö myndi ég ekki nenna því...nóg getur lífið verið leiðinlegt samt !!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Vondar hugmyndir, lumið þið á svoleiðis ?
11.9.2008 | 16:32
Öll höfum við gert skandal á einhverjum tímapunkti í lífinu og nú er kominn tími til að deila svoleiðis reynslu með hinum.
Ég er ekki að meina misheppnuð ástarsambönd eða slíkt enda þarf tvo í svoleiðis tangó...ein misvitur kelling er ekki nóg.
Sko þegar ég var tvítug þá fannst mér tilhlýðilegt að halda upp á afmælið enda komin með mann -barn og annað barn í smíðum. Ég bauð helling af liði og þar á meðal konum tveim sem þá höfðu ekki talast við í mörg ár. Allt kvöldið sátu þær eins og festar upp á þráð, önnum kafnar við að sjá ekki hina.
Hvað hélt ég ? Að þær myndi stökkva í faðmlög eins og þarna Heathcliff og hvaðhúnhétkonanþaráheiðinni ?
Í áraraðir á eftir spurðu þær mig alltaf þegar ég bauð þeim heim hvort HIN yrði þar.
Þetta er baneitraðasta hugmynd sem ég hef fengið ....
Hver er þín versta hugmynd ?
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)