28 maí 2008

Mér finnst ég vera suma daga heldur ómöguleg. Ég þarf heilmikla aukaorku þessa dagana og það er eitthvað í gangi núna, eitthvað dösuð. Ég er sem betur fer að verða búin að vinna skylduvinnuna mína þessa vikuna og það verður ágætt að hafa það að baki.

Eins og ég skrifaði í gær þá var erfitt að fara austur, hunderfitt. Samt ætla ég að fara austur bráðum aftur, ég ÆTLA að hitta Hrönn og Ásdísi og smíða mér jákvæðari ímynd af Selfossi.

Flesta daga er ég í afneitun, mér finnst hann enn vera inni fyrir austan og ég sé bara enn og aftur að bíða eftir að hann komi heim. Þetta er örugglega vont ástand en ég rata bara ekki út úr því alveg.

En jæja, þetta hlýtur að lagast-eða versna eða eitthvað. Ég kann ekkert á þetta &%)$(#

Ég veit bara að þessi spor eru andstyggð og það er enginn í heiminum öllum sem mér er nógu illa við til að óska viðkomandi þessara spora.

---------------------------------------------------

Dindind mín hittir krabbalækninn í dag og svo má hún prófa að fara heim, svo kemur í ljós hvort hún getur verið heima eða hvað. Mikið held ég að telpurnar hennar og Lalli verði ánægð að fá að hafa hana aðeins heima. Í dag fær hún að vita planið sem læknirinn er með, hvenær hún byrjar í lyfja og svoleiðis. Ég held að greiningin sé alveg komin á hreint en nú er bara verið að fara yfir árásartæknina á þetta.

Allar góðar óskir þigg ég fyrir þessa stelpu mína, sem alltaf hefur verið mér nærri, vinur minn og félagi í áraraðir. Alltaf eins og besta dóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Koman hingað í gær hefur örugglega tekið sinn toll. Hlakka til þegar þú kemur í skemmtiferðina! Og sendi baráttukveðjur til Öldu Berglindar Vona svo sannarlega að hún nái að sigrast á þessu!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Sendi allri fjölskyldunni baráttukveðjur og góðar óskir um bata. Farðu vel með þig Ragnheiður - sendi þér knús yfir girðinguna.

Sigrún Óskars, 28.5.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já það var mjög erfitt að fara þessa ferð á selfoss og ég get enganvegin munað hvort ég hef farið þangað tíma skinið er kol breinglað hjá mér en Gísli er búin að vera mikið að vinna þar og tala ekki mikið um það.

Frábært að heyra þetta með Öldu og gleðin verður mikil hjá Lalla og stelpunum sendi henni baráttu strauma og kveðjur.

Kveðja til þín og þinna frá okkur hér. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.5.2008 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín það er vont að vera í afneitun.
Best að vera í einlægninni, þó það sé erfitt.
Enn þú mátt alveg hugsa að hann sé hjá þér og tala við hann því hann er þarna hjá þér.

Bestu kveðjur til Öldu segðu henni að hún sé í mínum bænum alla daga og ekki síður fjölskyldan hennar.
Þú líka Ragga mín þarf nú ekki að taka það fram.

                    Knús kveðjur
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sendi henni allan minn kærleik, og þér í leiðinni dúllan mín.  Þú ert dugleg og sterk.

Gott að þú ert að fara í frí en það hvíslaði því að mér lítill fugl að þú værir vinnuþjarkur mikill og ALLTAF í vinnunni come rain come shine.

P.s. Það var ekki fugl sem hvíslaði því að mér, það var maðurinn í hringiðunni.  Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar..knús

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég skil þig svo vel með að finnast Himmi vera bara fyrir austan ennþá. Huginn er ansi oft bara í Rjóðrinu.

En hinn kaldi veruleiki er sá að þeir eru að skemmta sér með einhverjum prakkarastrikum á æðri stað og ég er svo sannfærð um að það sé mikið gaman hjá þeim.

Stórt KNÚS á þig Ragnheiður mín inn í daginn.

Fjóla Æ., 28.5.2008 kl. 13:31

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús á þig Ragnheiður mín, fullt af ljósi og kærleika

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.5.2008 kl. 13:36

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég fer á styrktartónleikana hér á Hornafirði á fimmtudaginn næstkomandi.

Hlýjar kveðjur til ykkar
Og ef maður hefur trú á því að sigrast á einhverju, þá þarf bara viljann!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 14:01

10 Smámynd: Ragnheiður

Takk Róslín mín, fallegt af þér

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 14:06

11 Smámynd: Linda litla

Það er margt sem erfitt er að sætta sig á í þessu lífi, ég skil þig alveg. Hvenær er maður búinn að sætta sig við það og venjast því að barnið manns sé farið yfir. Ég kann engin ráð, því miður. Vildi svo gjarnan geta sagt eitthvað við þig eða ráðleggja þér eitthvað en, því miður í þetta skiptið er það eitthvað sem að ég veit ekki. Vona bara að þú eigir eftir að komast yfir þetta.

Bestu kveðjur til Öldu og fjölskyldu, ég bið Guð að vaka yfir þeim og hjálpa þeim af bestu getu. Guð geymi ykkur öll elsku Ragga mín.

Linda litla, 28.5.2008 kl. 14:08

12 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég skal hafa Öldu í huga og ég hef þig líka í huga.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.5.2008 kl. 14:27

13 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér finnst þú standa þig með ólíkindum. Það eina rétta er að fara austur eins og þú gerðir en slík för er mikið átak. Ég á engin ráð sem virka en eina sem ég get sagt með vissu, sársaukinn dvínar smátt og smátt en það tekur tíma.

Baráttu- og batakveðjur til ykkar 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 16:14

14 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Elsku Ragga mín ég bið þess að þú ratir réttu leiðina svo þér get farið að líða betur eflaust verða alltaf vissir staðir og tíma erfiðir en þú ert svo ótrúlega dugleg að skrifa um þetta eflaust hjálpar það.

Kærleikskveðja

Eyrún Gísladóttir, 28.5.2008 kl. 17:15

15 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Sæl Ragnheiður. Ég vildi nota þennan vetvang og biðja þig að bera kærar kveðjur frá mér og fjölskyldu minni til Öldu. Ég er Sirrý, dóttir Sigga og Evu frá Vaðbrekku.

Vildiru vera svo væn að segja henni að við séum öll að hugsa til hennar og senda henni kæra strauma og kveðjur. Ég þakka þér líka fyrir að hugsa svona vel um hana.

Sendi henni alla mína bestu strauma, ég hugsa til hennar oft á dag.

Takk fyrir að segja af henni fréttir, ég er daglegur gestur á síðunni þinni til að fylgjast með þessu öllu.

Bestu kveðjur,

 Sigríður Sigurðardóttir yngri og fjölskylda

Egilsstöðum.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 17:52

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Ragga mín ég skal hugsa fallega til Öldu og fjölskylduna.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2008 kl. 17:57

17 Smámynd: Hulla Dan

Hér kveiki ég á kerti fyrir vinkonu þína og á öðru fyrir þig.

Þú ert dásemd

Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 18:17

18 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:21

19 Smámynd: Helga skjol

Ég mun hafa þessa yndislegu fjölskyldu í mínum bænum og kveiki á kerti fyrir ykkur öll.

Knús á þig inní kvöldið

Helga skjol, 28.5.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband