Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ó

Það var allt í pati hjá honum í fyrrakvöld !

Annars hefur mér alltaf fundist þessi leikari vera með mögnuð augu en hann getur nú átt sig fyrir mér að öðru leyti.

 


mbl.is CSI leikari handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er töffari

en sumu nenni ég ekki.

Eitt það versta er að fara á bílaverkstæði. Ég er pínulítil kelling, oftast í svörtum jakka með kássu af rennilásum og mjög oft með sólgleraugu. Ég lít út eins og miniútgáfa af handrukkara. Ég virðist vera voða jaxl og svaka töffari. Ég fer samt helst ekki á verkstæði. Þar hef ég of oft lent í að vera rengd um það sem er að bílnum eða nánast klædd úr með glyrnum kallpungs sem mér kemur ekki við. Þá tosa ég gleraugun fram á nefið og hvessi brúnar glyrnur framan í viðkomandi. Það virkar, oftast. Mér finnst samt betra að senda Steinar í þessar kallaherbúðir. Mér er alveg sama þó hann sé berháttaður í hausnum á einhverjum og líklega honum líka hehe. En ég fór samt á verkstæði áðan...seig.

Ég á Benz og þeir hafa verið með boddýgalla undanfarin ár. Verksmiðjurnar úti hafa átt annríkt með að bæta þennan galla en hafa þó gert það. Í fyrra var skipt um allar hurðir hjá mér fyrir utan eina sem virðist vera í lagi. Bonzó lenti í tjóni og fékk sér nýtt nef nema annað frambrettið. Á það var komin ryðbóla. Askja rak okkur með hann í skoðun á verkstæðið sem sá um hurðadæmið og það stendur heima, brettið er ónýtt og ég fæ nýtt. Í leiðinni læt ég gera við skemmd aftaná síðan í vetur. Bonzó rann í hálku og rak sig í blásaklausan staur á Ásvallagötunni. Á meðan svaf ég heima.

Nú er komið sumar og bjart og þá gengur ekki að hafa svona búbú á Bonzó. Smámunasemi er í þér , segja kallarnir hérna og hlægja að mér. Hann kom nú úr allsherjarhreinsun í gær...og er ofsalega fínn að innan.

Ég meina það, fólk verður nú að geta ferðast í sæmilegum leigubíl þó fæstir spái nokkuð í því vegna ákveðins ástands.

ég ætlaði að skrifa meira og um annað...

pistillinn, afhverju ég , bíður betri tíma


Að horfast í augu

við veruleikann varð mér erfitt í gær.

Mér finnst oft eins og ég sjálf, að innan, sé eins og spilaborg. Það má ekkert gerast til að það hrynji ekki allt og það hrundi auðvitað í gær.

Ég horfi á hvert spil svífa niður uns ekkert er eftir nema vesældarleg hrúga. Þá verð ég afar leið og þreytt. Missi alveg móðinn og finnst ég vera hrunin saman enn eina ferðina. Ég get setið heilan dag og vorkennt mér þessi ósköp.

Ég horfi á sjálfa mig og hvísla, þú verður að halda áfram, þú hefur lifað of margt af til að gefast upp núna. En ég fæ engin viðbrögð. Ég ræski mig og hvessi augun á sjálfa mig.

Skjálfandi teygi ég mig í eitt spilið en það vill ekki standa sjálft. Ég legg það niður aftur. Eftir langa hugleiðingu þá næ ég í það aftur og fer að raða, einu og einu. Ég reyni að raða þeim vel og prófa að blása aðeins á þau svo ég sjái hvað þau þoli. Smátt og smátt næ ég að raða þeim aftur upp.

Þá er ég alveg orðin þreytt og uppgefin.

Í dag ætla ég að hafa það betra, ég ætla að ganga mót sólinni og reyna að finna ylinn frá henni framan í mér.

 


Sniðugast í heiminum

Hjalli er kominn með msn. Æ LOF IT.

Fór og vann í dag og missti af mótmælagöngu Sturlu, átti enga leið framhjá honum. Ég hefði getað sótt 3 hunda og þrammað með honum niður á Austurvöll. Hér er Libba í smádagvist og fer heim á eftir, fyrst gefum við pabba hennar smá að borða.

Skrapp aftur til starfa í dag og gekk mun betur, allavega öngullinn ekki eins fast í rassinum og í gær. Það er ágætt að æfa sig á 2 rólegum dögum.

Ég veit ekki alveg hvað skal segja meira...er hálfandlaus, máttlaus og vitlaus.

Set inn nýjustu púslumyndina, hún er alveg í stíl við atburði liðinna vikna hehe

 

 


Vinnan í dag

fór í að endurnýja vinatengsl við vinnufélagana.

Fá sér te

Hlusta á þennan með g-losið dásama hrísgrjón, það væri sko miklu meiri vítamín í þeim en kartöflum.

Fá sér te

Spila ólsen af krafti við einn sem skíttapaði, ég sagði honum að ef við hefðum verið í fatapóker þá væri hann kominn með kvef ! Og þá snerist lukkan auðvitað við og hann vann mig helling

Fá sér te

Steinsofa í horninu á bílstjóraherberginu. Vaknaði við andfælum við að túristar voru komnir inn á gólf og vildu fara á Leif Eiríksson. Það hefði mátt skera mig og skjóta, ég vissi ekki hvað þeir voru að tala um en heilinn fór í gang 5 sekúndum seinna. Þeir gáfu mér tips, þeir hafa séð að ég átti bágt.

Fékk mér ekkert meira te en æddi heim og fann kall og 2 voffa sem voru glaðir að sjá mig. Nú brestur á með eldamennsku og einhverju svoleis veseni.....

Leiter

 

 

 

 


Að nota hæsta stig lýsingarorða *viðbót*

er einhver lenska sem maður sér víða um bloggheima. Í nafni ritfrelsis og gagnrýni er skoðun viðkomandi bloggara sett fram, stundum af offorsi. Vinsælast nú um stundir er að hjóla í unga fréttakonu, nú eða rífast yfir mögulegri greindarvísitölu vörubílstjóranna.

Málið er mér einfalt, ef þú ert það rökþrota að þú þarft að veitast að persónunni í stað málefnanna þá er það merki um að draga sig í hlé.

Ennfremur hefur málflutningur þeirra sem hæst láta verið nokkuð truflandi. Það er talað um "alla" vörubílstjóra og "alla" lögreglumenn sem svona og hinsegin. Í hverjum hóp eru mismunandi einstaklingar og það er ekki með nokkru lagi hægt að alhæfa svo um heilan hóp manna.

Mér fannst mótmælin við Suðurlandsveg fara úr böndunum, að mörgu leyti. Sá sem henti grjótinu skoraði persónulega ekki hátt hjá mér, ekki frekar en sá sem réðist að lögreglumanninum við Kirkjusand. Baráttu bílstjóranna skil ég samt vel og skil hvað þeir eru að tala um.

Afstaða mín varð auðvitað ljós í gær þegar ég bauð velkominn í minn bloggvinahóp Sturlu Jónsson vörubílstjóra. Mér til gleði þá samþykkti hann boðið. Mér hefur sárnað nokkuð meðferðin á bílnum hans, enda óvenju fallegur og vígalegur bíll. bilde?Site=XZ&Date=20080426&Category=LIFID01&ArtNo=243269982&Ref=AR&NoBorderJá það er veikleiki hjá mér, ég er ótrúlega veik fyrir stórum trukkum og finnst þeir óskaplega falleg verkfæri...shit...ég ætlaði ekki að fara í hevý játningar hérna. En fyrst ég er byrjuð á því þá er eitthvað við rútubíla sem fer ferlega í mig. Rútur eru bara það ljótasta og leiðinlegasta sem ég sé.

Stundum finnst ég  ekki eiga heima í þessu bloggfélagi hérna. Áður fyrr var ég með bloggsíðu á öðrum vettvangi og þar varð maður ekki var við þessa einkennilegu múgæsingu sem tröllríður oft moggabloggi. Ég ætti kannski að færa mig þangað-eða æfa mig í að nota efsta stig lýsingarorða og gaspra af krafti um það sem ég líklega hef ekki vit á.

Í fyrra keypti ég olíu á bílinn minn fyrir rúm 700.000. Ég tryggði hann fyrir 25.000 á mánuði allt árið. Minn rekstur er ekki þannig að ég fái vsk eða neitt svoleiðis. Ég er hinsvegar með afsláttarkort hjá Skeljungi enda stórnotandi. Núna er ég með afslátt sem samsvarar 13 krónum frá hæsta auglýsta verði. Það munar um það en það er sama.

Eigum við ekki bara að ráðast inn í Kuwait ?

* í morgun hitti ég vini mína og við ræddum um ákveðinn mann . Er hann ekki með brjósklos ? var ég spurð. Ég sagðist ekki vita það en maðurinn væri klárlega með greindarlos....

Spurt er ; hvað er greindarlos ?


24 apríl 2008

Fyrir þá sem nenna ekki að leita, gúggla og skoða.

Smá rannsóknarblaðamennska...

Menn verða að gæta hófs í sínum aðgerðum. Talsmenn verða að vera með alla fingur á púlsinum ....

Hérna er mynd, eini munurinn er að gula vestið vantar.

456810

Annars fannst mér myndskeiðið nokkuð gott fyrir utan meiðsl lögreglumannsins. Ég hef alla tíð verið á móti ofbeldi. Trukkarinn var með kjaft og hroka  við agnarlitla lögreglustúlku. Mér fannst það mikill sigur fyrir okkur stúlkur sem erum einn og ekkert á hæð að horfa á hana læsa haustaki á hann...já já ok ok ok .

Það var eins og hausinn væri fastur í skrúfstykki hehe.

_______________________________________________

Í gær loguðu fjölmiðlar af fréttum af óeirðunum. Svo kom auglýsingahlé. Auglýst var að framlengdur hefði verið frestur til að sækja um í Lögregluskólanum. Ég fékk alveg kast af hlátri hehe....Nú lýsi ég eftir hinum asnanum sem hló að þessu. Ég get ekki verið þekkt fyrir að hlægja ein að þessu.

_______________________________________________

Ég var með heilan bloggvin í innkeyrslunni í dag. Sonur hans átti erindi við Steinar og skilaði samviskusamlega kveðju inn. Hann kom líka í gærkvöldi og þá sást hvað Kelmundur gerir mikinn mannamun. Þennan leist honum vel á.

_________________________________________________


mbl.is Skotið á flutningabíl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man ekki hvort ég hef minnst á það

en þegar ég legg mig á daginn eftir morgunvaktir þá fara hlutirnir að verða undarlegir í meira lagi. Endalaust tekst mér að dreyma vinnufélagana í hinum undarlegustu uppákomum.

Núna vorum við öll að vinna í hveitiverksmiðju. Þeir snyrtilegri voru með smá hveiti á nefinu en hinir subbulegri litu út fyrir að hafa fengið innihald heils hveitipoka ofan á hausinn.

TIl að komast í vinnuna þurfti maður að stikla á stórum potthlemmum. Þar var verið að sjóða sviðahausa í tonnatali fyrir dýrin í dýragarðinum rétt hjá.

Já hvað hélduð þið? Auðvitað dýragarður, þetta var alvöru draumur !

Meiri vitleysan sem leikur lausum hala í hausnum á mér þegar ég er að leggja mig.....sjís....en sumir af þessum fínni bílstjórum voru skondnir allir út í hveiti hehehe.

---------------------------------------------------------------------------

Að fréttatengjubloggurum.

Stundum held ég að þeir lesi ekki þá frétt sem þeir eru að tengja í. Þeir meika fyrirsögnina og svo er allur vindur úr þeim. Svo bulla þeir bara malbik útfrá fyrirsögninni og vita ekkert um innihald fréttarinnar.

Sem dæmi um þetta er fréttin á www.mbl.is í dag um árás á lögreglumanninn fyrir utan Kirkjusand. Vísir bætir um betur og náði myndskeiði af þessu og birtir á sínum miðli. En skoðið kommentarana moggamegin.


Takk fyrir bloggveturinn, flestir

Ég byrjaði daginn á að sverja af mér barn. Það var óvart. Var komin í vinnuna þegar einhver hringdi og romsaði einhverju út úr sér og sagði svo ; Mamma ? Það held ég ekki, svaraði ég. Löng þögn.....svo sagði viðkomandi eitthvað meira og ég sagði : Ha jú MAMMA, hvað ert þú að gera í Reykjavík ? Steinar skaust svo og kom þessu barni á heppilegri stað en það var statt á.

Björn átti að taka bóklega prófið í gær en vegna lélegra skipulagshæfileika þá komst hann ekki. Hey hann getur nú ekki verið fullkominn all the time...!

Veturinn hefur ekki skilið eftir góðar minningar. Hann á nokkuð sameiginlegt með vetrinum 84-85 s.s. enginn Himmi. Þá var Himmi ekki kominn en nú er hann farinn. Kannski er ég eigingjörn og vitlaus að hafa viljað hafa Himma minn lengur..Kannski hefði lífið hans bara verið eintómt basl og erfiðleikar. Ég sakna hans samt alveg skelfilega og það lagast örugglega aldrei. Ég græt framtíðina hans sem ég þó veit ekki hver hefði verið. Svo græt ég líka vonina sem ég bar um að hann yrði góður og stuðningur við móður sína .Hann var svo skemmtilegur strákur í öllu sínu basli. Hann átti nú,blessaður, að koma upp nafni móður sinnar. Það gerir hann ekki. Ég er samt fegin að hann lét ekki eftir sig barn. Hann lét hins vegar eftir sig mörg systkini og sum þeirra eru svo lítil og þau eiga svo erfitt með að skilja þetta.

Ég hef ekkert að segja um mótmælin í gær, þið eruð búin að segja það sem mér fannst og sum ykkar náttlega búin að segja eitthvað allt annað en mér fannst. Ég horfði á þetta á Rúv í gær. Það sem ergði mig hinsvegar í gær var að bæði hrundi www.visir.is og www.ruv.is .

Mér gengur ekkert að finna iðnaðarmann, eða sko gluggakall. Ég ætla að sjá hvort Glerborg getur aðstoðað við það annars verð ég bara að gera þetta sjálf. Það er aftur verra með píparadæmið, það get ég ekki og má ekki gera sjálf. Þar þarf meistara til að kvitta á verkið. Orkuveitan færir grindina en ég þarf pípara til að tengja inn á húsið á nýjan leik.

Heiður, ég þarf ekki að fá lánaðan atvinnubílstjóra hehe. Á svolleis.

Gleðileg sumar.

ps. ég get ekki verið á msn í vinnunni en þið getið sent mér email ef eitthvað er, sé það heima. Knús á línuna.


Vantar hraðnámskeið

í gluggaviðgerðum !

Vitiði um svoleiðis ?

Ég finn ekki nokkurn iðnaðarmann, vantar pípara líka en hann verður að vera meistari. Það er til að færa hitaveitugrindina út í bílskúr. Það er samt ekki það sem liggur á í sumar. Það sem liggur á eru skrambans gluggarnir sem flóðleka...

Andsk..vesen.

Nú ef ég finn ekki gluggakall þá fer ég bara á hraðnámskeið í að setja nýjar rúður í og ganga frá þannig að ekki leki.

Annars er ég góð...merkilega góð. Aðeins geðvond í gær en skánaði við að horfa á strákana fyrir austan, mér líst ferlega vel á meðferðarganginn fyrir austan. Það þarf að stuðla að því að þeir komi betri út, ekki miklu miklu verri og tættari á sálinni. Nóg er nú samt sem á gengur þarna.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband