Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Örfærsla
8.3.2008 | 11:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Undarlegt
7.3.2008 | 19:05
og ég er svo bit. Stöð 2 fjallaði um upphæð bóta fyrir kynferðisofbeldi versus bætur fyrir að kalla einhvern drulluháleist á vefsíðu eða í dagblaði. Þessir móðguðu hafa sko vinninginn yfir þá misþyrmdu. Það er hið undarlegasta mál og ekki nokkur sanngirni í því. Hvað þarf að gera til að breyta þessu ?
Mér er alveg sama þó einhver kalli mig fæðingarhálvita opinberlega, það segir eflaust meira um hann en mig. Mér er hinsvegar ekki sama ef mér verður nauðgað ..
Nú eru bloggarar komnir í samstöðu til að bjarga vestfjörðum, það er gott mál en er hægt að stofna sambærilegan þrýstihóp til að leiðrétta undarlega dóma?
Keli er farinn að stinga af til hennar Sigrúnar, hún gaf krumma brauð og krummi þáði ekki brauðið. Kela finnst glatað að gott brauð fari til spillis og æðir þangað til að bjarga þessu. Það mætti halda að kvikindið fái ekkert að éta heima hjá sér. Hann tekur endalaust við og étur allt sem honum er rétt.
Á stöðinni okkar er starfrækt verðlagsnefnd sem á að fylgjast með hækkunum á því sem tilheyrir leigubílum. Þeir eru nýbúnir að hækka. Samkvæmt fréttum kvöldsins þá var díselolían og bensínið enn að hækka, þeir þurfa greinilega að vera á tánum til að dragast ekki aftur úr. Langstærsti hluti upphæðarinnar fyrir eldsneyti rennur í ríkissjóð. Eitthvað þarf að gera í þessu líka. Ég man þá tíð þegar ég átti yfirleitt ekki bíl. Það voru ágætir dagar. Við löbbuðum um allt.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Takk fyrir kveðjurnar
6.3.2008 | 20:25
Hér kom ljómandi fallegt afmælisbarn í heimsókn áðan og fékk pönnsur. Ég fékk viðbótarfólk, lítinn Hilmar og Jón Berg tengdason, yndislegt fólk allt saman.
Ég gaf Sollu pening og hún mátti ekki kaupa neitt nema fyrir sjálfa sig. Hún fór alveg eftir þessu en hún keypti eitt sem var alveg á mörkunum. Ég lagði gátu fyrir Steinar og hann gat það ekki.
Meðal þess sem hún keypti voru umbúðir utan um matinn hans Hilmars, eitthvað til að gleðja augu Jóns. Hvað keypti hún ?
Bjössi bróðir sló alveg í gegn í dag.Hann arkaði í snyrtivörubúð og keypti rosaflott baðdót og líka maskara og augnskugga frá Dior. Fyrst kom konan með einhvern nóneim maskara en það hentaði ekki Birni. Ég vil fá eitthvað flottara , sagði hann við konuna. Solla himinsæl og alveg hissa á því hversu kláran lítinn bróður hún á....ég náttlega ekki hissa, Bjarndýrið er flott eintak.
Ég ætla samt ekki að hrósa mér fyrir það. Að vera foreldri snýst um að gera sitt besta og það reyndi ég að gera. Svo er það ákvarðanir afkvæmanna sem setja kannski strik í reikinginn og það hef ég reynt.
Kastljós fjallaði um undirbúning fyrir kistulagninu áðan, ég horfði með hjartað í hálsinum en það var óþarfi. Umfjöllunin var afar vönduð, smekkleg og falleg. Ég reyni að missa aldrei af Kastljósi, öðru vísi mér áður brá.
Nú ætla ég að reyna að hvíla mig aðeins, ég er að brasa með versta gigtarkast ever...þvílíkt og annað eins vesen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Elsku stelpan mín á afmæli í dag
6.3.2008 | 00:09
6 mars.
Nú er Solla mín orðin 25 ára, mikið líður tíminn hratt.
Ég elska þig í tætlur
Klús frá mömmu, Steinari, Bjössa, Lappa og Kela
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
í tilefni göngu Unifem
5.3.2008 | 22:38
og svo fór ég að horfa á American Next Top Model. Maður horfir á allt þegar maður er í vinnunni ! Keppendur þar eru ungar stúlkur, í kringum tvítugt. Ein þeirra er innflytjandi frá Afríku. Sjö ára gamalli var henni misþyrmt með umskurði. Mig setti alveg hljóða. Fyrir 20 árum er árið 1988. Þegar hún er 7 ára þá er árið 1995 sirka. Hvílíkur hryllingur,mannvonska og skömm...það er fátt sem setur mig alveg úr jafnvægi en umskurður kvenna er eitt þeirra. Þeim er hroðalega misþyrmt, með glerbroti eða ryðguðum hníf...bara einhverju sem nothæft er til að skera sköp þeirra af þeim. Svo er þetta rimpað saman eins og þegar við saumum saman blóðmörskepp. Þessu fylgja endalaus heilsuvandræði. Þær deyja margar stuttu eftir aðgerðina, það kemur sýking...þær missa oft mikið blóð. Dæmi er um að þær hafi sturlast. Alla æfi eiga þær erfitt, með þvaglát,með blæðingar, með kynlíf og að sjálfsögðu með fæðingar.
Karlar vilja ekki stúlkur sem ekki hafa verið umskornar. Þeir vilja misþyrmdar konur sem loku er fyrir skotið að geti notið kynlífs. Það er bannað að vera kona og njóta kynlífs.
Oj ég gæti gubbað
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sjálfsmat
5.3.2008 | 11:12
Jenný er að fjalla um nýjasta útspilið hjá borginni, borga foreldrum fyrir að vera heima með börn sín. Ég hefði viljað hafa kost á því að vinna minna frá mínum börnum á sínum tíma en svo fór ég að hugsa. Það vita allir að atvinnuleysi hefur afar slæm áhrif sálarlega á fólk. Ætli það hafi álíka slæm áhrif á foreldra að neyðast til að vera heima vegna leikskólaplássleysis ? Þá er ég að tala um þá sem vilja síður vera heima. Leikskólinn er í raun fyrsta skólastigið, þar læra þessi kríli að umgangast hvert annað og læra margt annað sniðugt. Þessi hugmynd virkar ekki nema fólk hafi sjálft val um hvort það vill gera og svo geta karlarnir allt eins verið heima með börnin.
Ég byrjaði daginn á að skoða www.mbl.is en svo dreif ég mig inn á www.vedur.is ,ekki til að sjá veðrið heldur er hægt að sjá jarðskjálfta þar frá sjálfvirkum mælum. Það skelfur enn ansi duglega þarna norðan við Vatnajökul, það kom hlé í gær en svo tók þetta kipp aftur...mér sýnist að það sé aðeins að róast aftur núna. Í gær var sagt að það væru helmingslíkur á gosi. Þetta er ekki langt frá Kárahnjúkum (tek það fram að ég veit ekki nákvæmar vegalengdir þarna) og Steinar glotti ógurlega um daginn ; Það skildi þó ekki vera, að nú fari þetta dýra virkjun til fj......?
Á morgun er stórafmæli, Sollan mín verður 25 ára. Margt hefur hún afrekað á sinni æfi, komist yfir marga erfiðleika og vaxið við hverja raun. Hún er hjartahlý og góð, alveg eins og dóttir á að vera. Hún hefur borið með mér byrðar lífsins í gegnum tíðina. Hún er yndisleg og ég elska hana til tunglsins og til baka. Hún á tvo ömmumola, Vigni litla gorm sem er ekkert lítill lengur, hann fer í skóla í haust og litlu hjartamúsina hennar ömmu sinnar, Hilmar Reyni. Báðir snáðarnir fæddust á erfiðum árum í lífi ömmu sinnar. Vignir var bara smá snáði þegar móðir mín lést eftir alvarleg veikindi og Hilmar litli fæddist í nóvember 2007 -á versta árinu sem amma hefur lifað. Hann verður vonandi lánsamari í lífinu en stóri nafni og frændi sem er hjá Guði.
Hérna til hliðar er hlekkur á minningarsíðu um Hilmar, Solla setti myndir þar inn í gær. Við erum báðar með lykilorðið á þessa síðu. Þar eru myndir sem lýsa prakkara Himma vel, brosið og prakkaraskapurinn.
Annars er ég góð, man ekki meira í bili en ég skrifa þá bara aftur eða bæti því við. Hafið það gott í dag sem alla aðra daga og takk fyrir yndisleg komment við næstu færslu á undan.
Anna ; Tigercopper er líklega best geymda leyndarmál bloggheima, mikill prakkari en með hjartað á réttum stað og líklega af stærri gerðinni. www.tigercopper.blog.is Kíkið á hann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Lítil hjartamús
4.3.2008 | 19:32
Og með hárgreiðsluna hennar ömmu sinnar þessi elska
Eins og sést þá er þessi familía undarleg frá upphafi. Hérna er Vignir elsta barnabarn vinstra megin og Patrekur hennar Hjördísar hægra megin. Þeir eiga báðir 6 ára afmæli í sumar, Vignir annan júlí en Patrekur 22 júli. Smá skipulag það
Hér eru semsagt allir ömmumolar og hjartamýsnar á einni færslu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
4 mars 2008
4.3.2008 | 13:44
Hálfgerður drumbur þessa dagana, hef verið að hugsa fram og til baka og festist einhvernveginn í því að finnast ég hafa átt að gera eitthvað til að afstýra láti Himma. Þarf að taka mér smátíma í jákvæða íhugun og fá vitlausa heilabúið í mér til að skilja að ég breyti amk engu héðan af. Ég virðist stundum festast í því að vilja endilega kvelja sjálfa mig. Undarleg hegðun.
FlóttaKrummi hefur ekki sést í dag, hann hefur flúið langar leiðir og örugglega búinn að klaga mig í alla aðra krumma á leiðinni. Bráðum verður ástandið hérna eins og í Birds ...árásarfuglar allsstaðar.
Björn sjálfur bestabarn þykist vera búinn að finna pípara meistara til að aðstoða okkur hérna. Okkur vantar svoleiðis mann, endilega. Við þurfum að færa hitaveitugrindina út í skúr og Orkuveitan sér um það, við þurfum hins vegar meistara til að tengja inn á húsið aftur. Það er gott að eiga svona stóran strák hérna sem aðstoðar móður sína. Hann er búinn að vera mér til selskaps í morgun eftir að hann kom úr vinnunni og það er hægt að tala við þennan strák um nákvæmlega alla hluti.
Í morgun höfum við rætt um
Skíðamann sem missir fótinn
Púsluspilið sem ég setti á borðið seinnipartinn á laugardag og kláraði áðan
Himma, Himma og Himma
Gamlar minningar
Top Gear
Íslendingabók, ég sá að Jón er ekki tengdur við Hilmar litla og lagaði það til
Skattinn
Dánarbú
WOW
og örugglega fullt í viðbót.
Já já
Bílinn hans Himma
Toyotu sem ég hef hug á
Bílpróf
hehehe
Heyri í ykkur síðar...en hún Katla mín þarf svolítið knús í dag (www.katlaa.blog.is)
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Krummi
3.3.2008 | 19:31
Krummi sat í morgun úti á ljósastaur. Hann prufaði hin ýmsu hljóð til bergmálunar í umhverfinu. Þegar hann var farinn á láta eins og dósaopnari þá ákvað ég að rífa niður brauð og færa hans hátign á vitlausa garðsendann, það er endann sem hvuttarnir eru ekki í. Bæði var það til þess að hlífa þessum erkióvinum við að horfa á hvorn annan og svo til að Keli æti ekki brauðið. Steinar gaf brauð út á pall um daginn og Keli skildi ekki hversu heppinn hvutti hann var. Eitthvað misskildi Krummi góðmennsku mína, um leið og ég grýtti brauðinu í áttina að honum þá tók hann til vængjanna og lagði á ferlegan flótta.
Krummi er annaðhvort asni eða ég lít út fyrir að vera fuglamorðingi.
Bíði hann bara eftir að ég nenni aftur út með brauð !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Jæja
2.3.2008 | 13:56
ég er svo löghlýðin að ég þorði ekki út áðan, það var verið að biðja vestmannaeyinga að vera kyrrir inni og ég ákvað að fara bara eftir tilmælunum þeim til samlætis enda stödd í staðbundnu óveðri. Hér festist annar hver nágranni í endanum á götunni (já staðbundið) og hinn nágranninn á móti, annar hver nágranni aftur, kemur og dregur upp þennan fasta.
Það varð messufall í Eyjum en örugglega ekki hérna, þessir föstu hérna eru að reyna að komast í messu en hinir eru að fórna sér til að koma nokkrum sálum í Guðshús.
Steinar verður bara að kaupa inn einn. Hann hlýtur að geta það. Hann var næstum orðinn kallrembusvín áðan, held að það hafi verið óvart samt. Nágrannakona mín á stóran jeppa og var að draga upp fastan bíl áðan. Minn kall gloprar út úr sér einhverri athugasemd um að kona sé að brasa í þessu. Hann var snarlega leiðréttur og minntur á að hans eigin kona hefði nú stundað það að draga upp bíla ef þess hefði þurft. Stuttu seinna forðaði hann sér, út í óveðrið og þóttist ætla að vinna. Iss hann situr áreiðanlega í nálægum skafli og skammast sín...hoho. Hann þorir þessu ekki aftur.
Las frétt um að barn hefði verið skilið eftir í leigubíl, aldrei hef ég fundið neitt svona sniðugt í mínum bíl....bara eitthvað drasl eins og veski, farsíma, lykla og nærbuxur. Ég hefði viljað eiga þetta barn fyrst enginn vill eiga skinnið.
Ferðin til Indlands.
einhverntímann vorum við að horfa á þátt um Indland og farið var í gegnum einhver fátækustu svæðin þar. Mér fannst afar erfitt að horfa á þetta en sagði ekki neitt. Eftir smástund segir Steinar ; Minntu mig á að fara ekki með þig til Indlands ! Ég vildi fá skýringu á þessu. "Þú kæmir heim með alla sem ættu bágt" Þá hafði hann tekið eftir hversu illa mér leið við að horfa á þessa örbirgð þarna...ég meina það, fólk býr í pappakössum ! Hænsnakofinn á lóðinni hjá mér væri alger lúxus...
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)