Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sunnudagsmorgun

og það er hríð.

Ágætur dagur í gær í tiltekt og öðru sem setið hefur á hakanum vegna starfa utanhúss. Svaf vel og slapp við draumarugl. Í síðustu viku dreymdi mig tóma prentvillu og man það meira að segja ennþá.

fyrri draumurinn var svoleiðis að ég sat yfir sjúkling, hef gert það nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Svo tók ég upp á því að myrða sjúklinginn (að vísu að hans eigin ósk) Sjúklingurinn var samstarfskona mín til að byrja með en þegar dauðinn kom og sótti viðkomandi þá hafði hún skyndilega breyst í Grétu móðursystur...um leið og það gerðist þá vakti Steinar mig og ég sagði honum að hann væri heppinn að ég dræpi hann ekki. Ég væri greinilega með einhverjar morðtilhneiginar í undirmeðvitundinni.

Í seinni draumnum vorum við Steinar á vöggustofu að tala við konu, pólska konu. Við vorum þarna að skoða okkar eigið barn og konan sagði á bjagaðri íslensku að það væri ekki undarlegt að barnið væri stórt og benti á Steinar. Svo litum við í vögguna og þar var Hilmar Reynir.

Mér fannst undarlegast við þennan að það var verið að kynna mig fyrir nýju barni, hvar var ég þá þegar það fæddist ? í kaffi ?

Ég er náttlega mikið að spá í Himma minn þessa dagana. Það er eðlilegt. En svo er ég undarleg. Ég get talað um andlát hans og aðbúnað fanga þar til ég verð blá í framan og mér hrekkur ekki tár af hvarmi á meðan. En svo gerist eitthvað lítið og þá fer ég í kerfi. Í gær var það auglýsing sem minnti okkur Bjössa svo á Himma.

Himmi að vekja Bjössa um árið

Himmi; daddaradadaddada !

Björn ; (steinsofandi í rúmi sínu) Dagskrá vikunnar!!

Þessi auglýsing kom í gær, ég hef ekki heyrt hana lengi. Við Bjössi sátum þegjandi við eldhúsborðið og sáum fyrir okkar prakkarasvipinn á Himma.

Annars er ég góð bara. Sátt við að eitthvað sé spáð í aðbúnað þeirra manna sem ekki ganga réttan sporbaug í lífinu. Þó maður verði fórnarlamb slíkra manna þá græðir maður svo sem ekkert persónulega á því að brotamaðurinn komi enn verri út en hann fór inn. Það eru 7% fanga sem brjóta ekki af sér aftur miðað við þessa grein í DV. Það hlutfall eigum við að stefna að því að hækka, hækka verulega. Það getum við gert með því að breyta áherslum inn í fangelsum, bjóða meiri þjónustu og vinna betur með þá á þeim tíma sem þeir geta hvorteð er ekkert farið. Ég segi bjóða en ég vil meina að það þurfi að skikka þá í sálfræðiviðtöl. Sumir þeirra eiga orðspors að gæta og vilja ekki láta um sig spyrjast að þeir gangi til sálfræðings, eflaust veikleikamerki. Svo þegar þeir hafa farið í nokkur slík þá er aldrei að vita nema það náist samband inn fyrir brynjuna og þá fari að verða einhver árangur af starfinu. Það er engin patentlausn til en með vinnu á að vera hægt að hjálpa fleirum. Gamli hugsunarhátturinn með að geyma þá þarna, þeir geri ekkert af sér á meðan, dugir ekki lengur. Við þurfum að hugsa um hvað við viljum fá á göturnar aftur, endurhæfða menn eða urrandi óargadýr ?

Ég veit að við náum alls ekki til þeirra allra en 7% ? við getum gert betur en það.

Annars er ég alin upp í þessum feluleik. Einn ættinginn var öðruhvoru í afplánun á sínum tíma. Mér ,sem krakka, var sagt að hann væri á síld. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin að ég áttaði mig á að síldarvertíð er ekki á öllum mögulegum árstímum.

Búin með orðin...í bili.

 


Hlusta á þetta þegar ég tek til

Það er varla nokkuð til sem mér finnst flottara !


Bjartsýnisfærsla í tilefni dagsins

Nei ég held ekki með Liverpool.

Þetta er Mumma að kenna, var að lesa hjá honum.

Liverpool á flottasta stuðningsmannalagið, það er ég sannfærð um.

Njótið dagsins og sólarinnar


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband