Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Rambað á sumar lausnir en aðrar eru huldar

Ég er að verða búin að búa í ár hérna. Ég hef haft þennan ofn sem fylgdi með, hann hefur ekki heillað mig en ég hef látið þetta gott heita. Það er á áætlun að endurnýja eldhúsið frá a til ö. Ég ætlaði bara að láta gott heita þangað til. Maðurinn minn eldaði á laugardagskvöldið. Hann notaði ofninn. Hann varð líka gaslaus en það er efni í annan pistil. En í þessari eldamennsku áttaði maðurinn minn sig á að ofninn er lélegur og hann tilkynnti sinni konu að það yrði keyptur nýr eftir helgina. Þennan keypti ég.

150X150_IO5753TSA

Þannig að næst þegar eitthvað er bilað þá fæ ég Steinar í að nota það og sé til hvað honum dettur í hug hehe *púkafés*

Hilmar Reynir var feginn að komast heim til sín, sko það er nú í lagi að hitta ömmu og afa en þetta var nú eiginlega tú möts....Kelmundur knúsibolla var þreyttasti hundur í heimi í morgun og svaf af sér póstinn í fyrsta sinn á sinni hundsæfi.

Innréttingin í mér hrundi saman í gærkvöldi. Mér fannst  eitthvað svo glatað að eiga svona skemmtilegan dag eins og þennan sunnudag og enginn Hilmar Már. Ég saknaði hans svo mikið

Í morgun var ég skárri en fékk á heilann kærustu sem hann átti einusinni og ég hef verið í sambandi við aðeins eftir að þau hættu saman. Yndisleg stúlka. Hið undarlegasta gerðist, hún sendi mér svo skilaboð í dag. Önnur okkar hefur fengið hugboð frá hinni, það er nokkuð ljóst. Hún á eitthvað af myndum af Himma sem hún ætlar að senda mér. Það verð ég ævarandi þakklát fyrir, ég á alls ekki nóg að myndum af honum Himma mínum.

Jæja best að halda áfram í vinnunni...og sjá hvort óstuðið sem kom við að skrifa rjátlast af mér.

Þú þarna hóstandi kona ! Farðu vel með þig !!


Jæja

Í morgun svaf ég af mér mótmæli, var þó búin að fá sms um hvar yrði lokað og svoleiðis. Trukkararnir eru alveg gallharðir á sínu. Ég var að spá í áðan. Ég ætti kannski að tala um konu utan af landi, hún býr örugglega í næsta húsi við konuna utan af landi sem Jenný þekkir W00t En allaveganna þessi kona, var að reyna að sjá sjálfa sig fyrir sér loka götum og þræta og þrasa við lögguna. Við nánari umhugsun kom í ljós að þessi kona myndi ekki geta þetta. Ég nei hún, er svo löghlýðin í eðli sínu að skammir frá lögreglunni eru stórmál í hennar huga. Þannig að ég mun styðja atvinnubílstjórana í huga en ekki verki og játa hér með að ég er aumingi.

Maður sem tekinn er með dóp meðan hann bíður eftir plássi í tugthúsi fyrir stóran innflutning. Hvað finnst manni um svoleiðis ? Viðkomandi neitaði að gefa upp forsprakkann á sínum tíma og nokkuð var um það rætt. Mér finnst þetta hið versta mál. Mér finnst viðkomandi vera kominn alveg útaf með sinn málflutning. Ég á svo bágt og bla bla bla. Ég meina það, maður getur alveg átt hellings bágt en maður fer þá ekki í að selja dópóþverra alveg samviskulaust.

Fréttin sem ég er að tala um er hérna . Ég var alveg til í að sýna skilning einu sinni en þegar maðurinn er kominn með draslið í sölupakkningum af stað. Hann sem er/var átrúnaðargoð sumra hér áður þá er málið orðið grafalvarlegt og í raun stórhættulegt. Setjið ykkur í spor unglings sem svona maður kemur að máli við og býður óþverrann.

Í dag ætla ég að kaupa mér bakarofn. Sá stóri sem var hér þegar ég flutti inn er orðinn ósköp hægfara. Það liggur við að það verði að kveikja á honum með 2ja daga fyrirvara þegar ég ætla að nota hann.

Heyri í ykkur.


Dæs

Gamlinginn (Björn) lagði sig eftir afar fjörugan dag. Ekkert planað - bara unnið eftir hendinni.

Steinar fór að vinna í morgun og helgargestirnir þrír sváfu. Þá áttum við Björn notalega stund eins og við gerum oft. Þá sitjum við saman og spjöllum um allt mögulegt, ekkert umræðuefni er ónothæft og þetta eru bestu stundirnar.

Við þetta allt spanaðist Björn upp úr öllu valdi og reyndi ekki að fara að sofa. Svo kom kærastan hans. Svo vaknaði lítill snúður og brasaði með ömmu sinni eitthvað á þriðja tíma með smálúr...þá passaði að vekja Jón og Sollu. Næst datt okkur í hug að elda eitthvað sérlega gómsætt fyrir þetta flotta afmælisbarn sem enn svaf ekki neitt. Það var dregið ásamt kærustu í búð og niðurstaðan var lambahryggur, nei 2 hryggir voru það reyndar. Á leiðinni í búðina hringdi Hjalli í "litla" bróður sinn til að gratulera og yngri bróðirinn sagði hróðugur, Hah, náði þér í tuttugasta sinn !! Þegar þeir voru yngri þá þoldi Hjalli ekki þá staðreynd að þeir eru jafngamlir frá 30 mars til 21 maí hvert ár, þá sígur Hjalti framúr aftur.

Mamman var skömmuð fyrir hugsunarleysi, skort á skipulagshæfileikum og öllum mögulegum afbrotum sem átt gátu við þennan málaflokk en allt til einskis. Bjössi hélt áfram að ná honum hvert ár.

Hjalli og Aníta skelltu sér hingað líka .....þau sem horfðu með vantrúarsvip á hryggina tvo, horfðu svo á nagaðar hrygglengjurnar að máltíð lokinni. Maður þekkir nú sitt heimafólk Wink

Keli tók upp á að vilja endilega passa Hilmar litla í dag. Hann lá við vagninn hans til að vera viss um að ekkert kæmi fyrir þennan frussandi og skríkjandi smárolling.

Rolling , þá man ég það. Mamma kallaði mig einu sinni gríslragning...ég var ýmist kölluð Ragna eða gríslingur. Stundum rollingur...og þá kannski með almennilegu skammaryrði fyrst, þá var ég að pirra systur mína. Ég var dugleg í því. Errm

Hérna eru myndir...set bara eina í færsluna en bjó til nýtt albúm sem heitir helgarpössun

Keli passar barnið

Keli að passa barnið ...

Góða nótt og takk fyrir kveðjurnar til hans Bjössa míns, hann var afar glaður að lesa þær .


Merkisdagur í dag

í dag, klukkan 9.30 nákvæmlega, náði ég þeim merka áfanga að eiga ekki eitt einasta barn yngra en tuttugu ára.

Í dag á heiðurspilturinn Björn Gísli Gíslason afmæli. Hann er einhver sá besti sonur sem hægt er að hugsa sér og hefur  verið gleði móður sinnar í 20 ár.

Til hamingju sæti snúðurinn þinn. Ég elska þig í tætlur. Þú ert flottastur og ég er stolt af því að vera mamma þín.

100_1114


Myndasería

100_1099

Sko! þetta er familían sem myndast læk sjit....eina almennilega myndin sem hefur náðst hérna er myndin 3 bræður.

100_1111

Hér er ég , hér er ég góðan daginn daginn daginn. Maður ber sig auðvitað eins og þjóðhöfðingi.

100_1120

Aðeins kallalegur þarna hjá ömmu minni, ég er sko að horfa á sjónvarpið (sjáið hvernig hann setur fæturna)

Svo ein flott mynd af Líf hans Sigga

100_1095

Ég er óttalega falleg stelpa sko

ÞESSI FÆRSLA ER FYRIR HUGARFLUGU


Í eina skiptið á æfinni

sem maður er flottur, tannlaus, slefublautur og með tærnar í túlanum er þegar maður er á aldri Hilmars litla.

Hann spriklar hér í ömmusófa -kattliðugur eftir sundið í morgun. Hann synti 200 metrana aleinn..Halo

En það kom í ljós nokkuð magnað með 4 ra mánaða snáða, hann er orðinn OF gamall. Þau fæðast með ósjálfrátt viðbragð að halda niðri í sér andanum þegar þau fæðast. Hann er orðinn svo fullorðinn að hann er búinn að gleyma því og móðir hans má sem sagt ekki skutla honum á bólakaf strax.

Nú liggur hann hérna og sparkar í tölvuna hennar ömmu sinnar...það sem maður má hjá ömmu Whistling

Eitthvað ætlaði ég að segja meir...

Já ég rakst á konu fyrir utan búð í dag sem var að selja merki Samhjálpar. Þau eru fest á spjald og á því eru upplýsingar. Þar kemur meðal annars fram að það kostar einungis 4000 á ári að vera styrktaraðili Samhjálpar. Ég veit til þess að mínir strákar hana oft borðað á kaffistofu Samhjálpar. Þar koma líka þeir sem engan eiga að.

 


Laugardagsmorgun

og ég er löngu vöknuð. Smáprins fór að tauta við sjálfan sig í morgun klukkan hálf sex. Amma veiddi snáðann upp í rúm til afa enda smáprins frosinn á puttunum. Það kom þó ekki í veg fyrir að rifið væri í nefið á afanum og hann sleginn nokkrum sinnum utanundir svona í leiðinni, afi lá ansi vel við höggi. Nú situr amma og bloggar, smáprins fór með mömmu sinni að halla sér aðeins. Afaræfillinn liggur hinsvegar afvelta í húsbóndastólnum og dreymir um mánudag. Þá verður smáprinsinn kominn heim til sín.

Mér sýnast hundarnir líka vel með bauga niður fyrir trýni. Þeim fannst forkastanlegt þetta stand á mér í gær að halda bara á þessum litla gaur með skrýtnu lyktina og ekki þeim sjálfum. Sérlega var Keli sár við mig, hann horfði á mig með krókódílatár í augunum og sagði ; En mamma, ég er hundurinn þinn !

Svo í morgun lét Solla smáprins standa á gólfinu og þá virtist renna upp fyrir hvuttum ljós. Já hey, þetta er lítil manneskja, ha Lappi vissirðu það ?

Annars er frekar auðvelt að passa smáfólk á þessum aldri. Það er ekki fyrr en eftir c.a. ár sem amman þarf að hafa fyrir þessu. Þá verða sumir farnir að skottast um allt og reyna að hafa hönd á sem flestu hjá ömmu.

Við vorum að spá í það, mæðgurnar, í morgun hvort það fylgdi þessu Hilmars nafni að vakna og sofna brosandi út að eyrum ?

--------------------------------------------

Í gær bárust fréttir af því að Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi væri látinn eftir erfið veikindi. Það er ekki langt síðan ég las síðustu bók hans, Til fundar við skáldið, samtalsbók byggða á samtölum Ólafs við Halldór Laxnes. Sú bók er alveg stórgóð og lýsir afar ástríku og hlýju sambandi milli forleggjarans og skáldsins. Ólafur var afskaplega ljúfur maður og það er mikill sjónarsviptir að honum.

----------------------------------------------

Hilmar Reynir ætlar á sundæfingu í dag. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið með svoleiðis, maður er sko 4ra mánaða og tveimur dögum betur. Mamma hans og pabbi fara með hann, amma er alger vatnshræðslupúki og neitar að fara ofan í nokkuð dýpra en baðkar ! Það vill til að smáprins skilur þetta ekki enn enda nægur tími til að skopast að ömmu seinna.

 

 

----------------------------------------------------------

Fór í pósthólfið mitt og sá að ég hef fengið arf hehe.

Mrs. Qwin Rafer Email: qwinrafer@mykingwood.com Hello Dear, My name is Mrs.Qwin Rafer, I am a dying woman who have decided to donate what I have to you/ church. I am 59 years old and I was diagnosed for cancer for about 2 years ago, immediately after the death of my husband, who has left me everything he worked for. I have been touched by God to donate from what I have inherited from my late husband to you for the good work of God, rather than allow my relatives to use my husband hard earned funds ungodly. Please pray that the good Lord forgive me my sins. I have asked God to forgive me and I believe he has because He is a mercifu l God. I will be going in for an operation in less than one hour. I decided to WILL/donate the sum of $2,500,000 (two million five hundred thousand dollars) to you for the good work of the lord, and also to help the motherless and less privilege and also for the assistance of the widows. At the moment I cannot take any telephone calls right now due to the fact that my relatives are around me and my health status. I have adjusted my WILL and my lawyer is aware I have changed my will you and he will arrange the transfer of the funds from my account to you. I wish you all the best and may the good Lord bless you abundantly, and please use the funds well and always extend the good work to others. Contact my lawyer (Barrister Parker Brown) with this specified email: Parkbrownesq@netscape.net and tell him that I have WILLED ( $2,500,000.00) to you and I have also notified him that I am WILLING that amount to you for a specific and good work. I know I don?t know you but I have been directed to do this. Thanks and God bless. NB: I will appreciate your utmost confidentiality in this matter until the task is accomplished as I don't want anything that will jeopardize my last wish. And Also I will be contacting with you by email as I don't want my relation or anybody to know because they are always around me. Regards, Mrs. Qwin Rafer Happy moments,praise God. Difficult moments,seek God. Quiet moments,worship God. Painful moments,trust God. Every moment,thank God."

Er ég ekki skrugguheppin ?

Annars fékk amman smá á baukinn í gær, dóttur minni þótti útvarpssmekkur foreldrisins forkastanlegur og ekki lagaðist það þegar Steinar benti henni á að þetta væri nánast eina útvarpsrásin sem ég hlustaði á. Það er auðvitað Rás 1. Mér finnst rás 1 æðisleg.


Fyndnir kallar

í miðjum mótmælunum í dag fór vindurinn úr mínum mönnum, þeim fannst þeir ekki rata um sína eigin borg og klóruðu sér mikið í hausnum yfir þessu. Þeir voru ekkert vissir hvernig þeir ættu að taka þessum ósköpum. Einum datt það snjallræði í hug að fara heim að sofa, ég hló svo mikið að það hrökk ofan í mig kaffið. Sólin skein glatt og ég sá kallana fyrir mér stórmóðgaða upp í bæli - í mótmælalegu. Það má nú breiða upp fyrir haus, sögðu þeir.

Hér er kominn lítill maður sem á að vera hjá ömmu sinni í nótt. Hann er að óþægðaðast og vill ekki fara að sofa. Hann skammaði ömmu í ræmur áðan og endaði með á að vekja mömmu sína sem var að reyna að leggja sig.

Nú er að sjá hvernig amma spjarar sig og hvort ömmu tekst að horfa á Gurrí sína í útsvarinu.

Farin í bili.


Frábær frétt ? Trukkamyndband með

í tilefni dagsins !

 

NOT


mbl.is N1 hækkar verð á bensíni og díselolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt skrýtið í kýrhausnum

Eftirfarandi frétt fann ég á Rúv.

Á meðan okkar hjúkrunarfræðingar berjast fyrir bættum kjörum og reyna að passa upp á sín réttindi þá hafa aðrar hjúkrunarkonur allt önnur vandamál að glíma við.

Stundum þarf maður að tvílesa slíkar fréttir til að skilja þær.

Karlremba á spænsku sjúkrahúsi

Hjúkrunarfræðingum á einkareknu sjúkrahúsi í bænum Cadiz á Spáni hefur verið tilkynnt að framvegis missi þeir af þrjátíu prósenta kaupauka í hverjum mánuði verði þeir ekki í stuttum pilsum í vinnunni. Þessi tilmæli eiganda sjúkrahússins mælast ekki vel fyrir meðal hjúkrunarfræðinganna sem vel að merkja eru allir konur.

Ástæðuna fyrir ákvörðuninni segir eigandinn þá að sjúklingar hressist við að sjá konur í stuttum pilsum og því finnist sér liggja í augum uppi að gera þessa kröfu til hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja þetta karlrembu af verstu gerð.

 

Þær þurfi mikið að beygja sig og alls óvíst sé að allir sjúklingar séu þá jafn hrifnir af því sem við þeim blasi. Auk þess séu fætur og læri þeirra misjöfn og eins og yfirhjúkrunarfræðingurinn sagði ekki í öllum tilfellum neitt augnayndi.

Tilmæli eigandans hafa verið kærð til yfirvalda jafnréttismála.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband