Þessi ætti að leggjast inn í sparisjóð grínista

Stundum eru leiðslurnar í mér í flækju eins og eftirfarandi samtal við húsbóndann sýnir ..

Það var verið að horfa á tíufréttir og fréttin snerist um kallaperra í sundlaugum.

S : Hana nú, þá þorir maður ekki í sund lengur !

R : Þú ert ekki barn !!!

 

Meiri sauðurinn sem ég get verið enda hló kallinn sig máttlausan. Hann var að meina svo hann yrði ekki grunaður um að vera sundlaugarperri. Ég sá hann bara sem fórnarlamb Blush

Ég er annars hress. Fór í annarra manna hús í dag og bakaði vöfflur, fékk 31 púsluspil að launum hehehe. Ætli maður geti fengið frí í vinnunni vegna anna við að púsla ?

Fór og fékk mér fisk í matinn, í kvöld og næsta kvöld og mér finnst ég vera með öngulinn í rassinum. Fiskdóninn kostaði rúmlega 1200 krónur hvor máltíð ofan í 3 vesældarhræður, ég meina það. Fjárfesti í stöng bráðum og dorga hérna á norðurnesinu.

Sjæs hvað maður er utan við sig suma daga. Í gær var ég að horfa á CSI og sá söguþráðinn áður en hann gerðist, sem sagt fattaði plottið. Í dag var ég eftir mig og fattaði alls ekki neitt. Ekki getur maður verið klár 2 daga í röð.

Fór í gegnum myndirnar og fann nokkrar sætar Himma myndir í viðbót. Það sem hann var sætur snúður...ji minn eini.

MSN er enn bilað, ég er ekki í fýlu og ekki dauð og ekki sofandi har har har.

Bless!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

ojjj fiskur er svo dýr matur :(   Langar að hafa fisk oftar en fiskur er munaðarvara í dag. Eins og við Íslendingar "eigum" nú mikið af honum.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 26.2.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta innlegg fær bestu mögulegu ávöxtun.    Klíkuskapur hvað ??

Anna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 26.2.2008 kl. 23:09

4 identicon

Ég fæ spriklandi línufisk öðru hvoru til að setja í frystinn, mikil og góð búbót.  Afhverju er MSN bilað, það er ekki blilað há mér!

Maddý (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Brynja skordal

smá skondið þú ert ekki barn en já fiskur er allt of dýr en ég er svo heppin að fá nýjan fisk af fristitogara öðru hverju enda er ég mikil fiskæta

Brynja skordal, 27.2.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Tiger

  Æjá, það er leiðinlegt að þegar einn perri er að gera eitthvað af sér - þá þurfa allir sem á eftir koma að liggja undir sama grun. Meina, ef einn kall í frakka flassar fólk á göngustíg í úthverfi - þá eru allir karlarnir sem koma seinna frakkaklæddir labbandi þar álitnir perrar. Uzzz... sorglegt en satt - alltaf skemmd epli inná milli.

  Ég fíla fisk í tætlur. Elda fisk allavega tvisvar í viku, stundum oftar. Ég fæ fisk frá bróður mínum af togara og það er æði - ef ég þyrfti að kaupa fiskinn - þá myndi ég ekki veita mér þann munað oftar en 1-2var í mánuði.

Tiger, 27.2.2008 kl. 01:48

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þú ert búin að bjarga deginum  búin að hlæja mig máttlausa, ekki veitti nú af. Stundum er maður svo utan við sig að það hálfa væri nóg.
Fiskur er æði verst hvað hann er dýr, keypti poka af frosnum saltfiski um daginn kostaði um þúsund krónur, dugði samt varla fyrir okkur tvö.
                    Takk fyrir mig kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 07:37

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú ligg ég í gólfi.  Jösses hvað þessi er mikil Ragga.

Þúsund þakkir fyrir fallegar kveðjur.  Nú verður gaman að lifa.

Saknaði þín alveg helling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 08:48

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, yndislegust.  Eigðu ljúfastan dag mín kæra.  In The Pool 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 10:45

10 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:44

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er dásamleg

Kristín Katla Árnadóttir, 27.2.2008 kl. 16:41

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Má ég koma með að veiða? Sammála hvað fiskur er dýr. Við gætum tekið með okkur kaffi á brúsa. Þú ert bara skemmtileg!

Sigrún Óskars, 27.2.2008 kl. 17:16

13 identicon

31 púsl,  er þá ekki búið að pakka mótorhjólinu niður ekki amaleg bítti þetta.

Kidda (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:18

14 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þessi var góður með húsbóndann. Ekki ætla ég að gruna alla karla sem koma í sund. Í gamla daga þegar ég var lítil var líka svona karl í einni laug sem ég  kom í. Maður forðaðist hann en ekkert var gert í þá daga.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.2.2008 kl. 17:43

15 Smámynd: Hugarfluga

Hahahhaha, aumingja kallinn. Ógeeeðslega fyndið!!

Hugarfluga, 27.2.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband