Ég er himinsæl

vegna þess að ég lét plata mig í dag. Steinar fór og keypti dekk fyrir pabba sinn, ekkert mál með það náttúrlega. Svo kemur hann til mín í vinnuna og segir ; við erum að fara í kjötsúpu í kvöld ! Hann tók engin undanbrögð gild og eftir smástund þá hugsaði ég með mér, hvaða vitleysa er í þér kona ! Skelltu þér bara með kallinum og prufaðu að fara út aðeins.

Við fórum upp á Skaga og fengum góða kjötsúpu, horfðum svo á sjónvarpið og skoðuðum húsið hjá tengdaforeldrunum. Þau fluttu uppeftir í fyrra og eiga þetta líka flotta raðhús.

Kvöldið varð afar ánægjulegt og ég fór svo sátt heim. Ég er náttlega orðin dauðleið á sjálfs míns félagsskap og því að nenna aldrei neinu.

Við ókum heim, fyrst í stórhríð á Skaganum...svo í logni og blíðu á Kjalarnesi ...stórhríð í Mosó og alla leiðina heim. Nei nú er ég farin að hljóma eins og Gurrí skagastelpa hehe.

Ég er búin að eignast veiðifélaga , sé það í kommentunum að Sigrún er til í að koma og veiða með mér hehe.

Ætla að kíkja á Kastljósið núna áður en ég fer að sofa, heyrðist það fjalla um skandal á Álftanesinu...obbobbobb....

Ég ætla ekki að fá mér lögfræðing en eru ekki örugglega allir búnir að ritskoða bloggin sín ?

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

   Ég held að það sé eitthvað við Skagann sem smitar út frá sér, t.d. veðurfarsbloggun og blindhríð ...

Kjötsúpa er æðislega góð, sérstaklega daginn eftir. Þú ert heppin, ég fékk bara gúllas í kvöldmat - en helling af pönnukökum í kvöldkaffinu.

Já, eins gott að ritskoða sjálfan sig á blogginu - er núna að pæla í að lögsækja einn bloggvin minn sem kallar mig alltaf stelpu! Neinei, ég dýrka hana samt sko..

  U a good night and happy dreams sweety.

Tiger, 28.2.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Brynja skordal

Alltaf gott að koma á Akranes og ekki verra að fá kjötsúpu

Brynja skordal, 28.2.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er svo gott þegar maður rífur sig upp á r....gatinu og gerir eitthvað svona skemmtilegt.

Þú mátt vera ánægð með þig! 

Hrönn Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að þú sért glöð núna Ragnheiður mín en kjötsúpan er alltaf góð

Þú varst dugleg í gær að drífa þig

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 11:08

5 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 11:19

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Innlitskvitt.

Kristín Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 11:44

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta var sko lagið, flott hjá Steinari þínum, hann kann tökin á sinni.
Þið eruð yndisleg saman það er ég alveg viss um.
                        Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2008 kl. 12:34

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kjötsúpa hjá tengdó getur verið allra meina bót.  Vona að þú eigir góðan dag yndið mitt. Leap Year

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 13:32

9 identicon

Ummmm kjötsúpa

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:58

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mína, eitt skref í einu og svo kemur þetta smátt og smátt.

Æi ég er búin að sakna þín helling.

Svo ertu krútt!

Love u

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 17:46

11 Smámynd: Ragnheiður

Sömuleiðis Jenný mín, sömuleiðis.

Þið eruð krútt.

Ásdís takk fyrir

Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 19:24

12 Smámynd: Brattur

... veiða... sagði einhver veiða, er það veiði í gegnum vök með kakóbrúsa við hliðina á sér... og kannski mjólkurkex í nesti...?

Brattur, 28.2.2008 kl. 20:58

13 Smámynd: Ragnheiður

Það væri flott Brattur

Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 21:06

14 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

 mmmmm kjötsúpa, þið heppin.  Ég er sú eina sem borða hana á mínu heimili þannig að hún er aldrei elduð hérna.

Bergdís Rósantsdóttir, 28.2.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband