Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Undnar tuskur og annar borðbúnaður
3.1.2008 | 09:48
Þannig er þetta eiginlega þessa dagana. Það er alveg sama hvað ég sannfæri sjálfa mig um að ég sé nú svoddan kraftakelling þá á þetta til að læðast aftan að mér og berja mig fast í hausinn...frekar fast og nú rann það upp fyrir mér.
Ég hef komist að því að ég ber ekki nema sjálfa mig eins og er. Aðrir verða að kljást við sitt sjálfir. Úthaldið er minna en ekki neitt. Þetta mun þó örugglega lagast - það er ég viss um. Bara gefa mér smá frið og frí frá brasi og þrasi....
Kæru vinir, bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur bæði hérna í kommentum og í gestabókinni (sem ég gleymi oftast að kíkja í )
Nú hvíli ég mig.
Mér leiðist janúar!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Keli aftur lappalaus
2.1.2008 | 17:36
og umræddur Lappi hálfskakkur hérna núna.
Fórum með einn loðrass til læknis og í ljós kom að það grefur í þessum blessaða fæti. Hann fékk klóasnyrtingu og við þurfum að fylgjast með klónni sem er biluð og klippa hana jafnt og hún vex fram. Hann fékk verkjalyf og pensíllín í sprautum, það truflaði hann ekki. Hann var mun óþægari að láta skoða bilaða fótinn og hrundi úr hárum af stressi. Það mátti ekki á milli sjá fyrir rest hvor var loðnari, hann eða Steinar. Svo fékk hann pillur í poka og á að taka í rúma viku ......hann er ískyggilega rólegur hérna núna...held að það hafi aðeins svifið á hann.
Keli hinsvegar beið heima, Lappalaus og afar hneykslaður. Hann skældi við hurðina og skældi við Bjössa "bróður" sinn enda knúsaði hann mömmu svo fast þegar hún kom aftur að minnstu munaði að kellan lenti á gólfið.
Keli..kveðjan komst til skila, takk fyrir það
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
sparnaðarstilling,þynnka og framlöpp
2.1.2008 | 08:35
Burtséð frá orðum nágrannans þá hafði ég ætlað að vera sparsöm þetta árið og reyna að leggja fyrir aura milli þess sem planið er að borga niður skuldir. Göfugt markmið en svo er að sjá hvernig gengur með það Ég komst áþreifanlega að því árið 2007 að óvænt útgjöld geta verið þungur biti þegar maður hefur ekki alveg gert ráð fyrir þeim. Oft eru andlát þannig að maður er alls ekki viðbúinn að missa ástvin sinn og er gjörsamlega ekki að spá í að svo kosti nú morðfé að kveðja sinn. Þannig að nú er planið að eiga fyrir hlutunum í varasjóð ef konan skyldi taka upp á að snarhrökkva upp af án nokkurs fyrirvara.
Ég vann alla nýársnótt og er komin í vinnuna aftur. Allan gærdaginn hékk ég eins og drusla í sófanum og kvartaði yfir slappleika og höfuðverk. Ég varð að sofa svo stutt svo ég næði að snúa sólarhringum rétt í snatri. Sko! sagði ég við Steinar ; ef þetta er svipað og að vera þunn eftir brennivínsþamb þá er ég sátt við að hafa aldrei lagt í að drekka ! Steinar glotti bara að aumingjanum í sófanum og fór í vinnuna. Svo mætti ég í morgun (ekki alveg galvösk)og þá sátu feðgar hér, annar er símavörður á nóttunni og sonurinn ekur hér, flissandi og spurðu hvort ég væri þunn ? Þá hafði Steinar verið að segja sögur af téðum sófaaumingja Það er nú gott að hægt er að skemmta sér hehe.
Steinar ætlar með hundalappirnar til læknis í dag. Ég hef nú ekki skoðað fótinn á HundaLappa en Steinar segir að það sé rifið meðfram kló. Það er best að láta kíkja á hann gamlingjann....
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Varlega
1.1.2008 | 15:20
læðist ég hér inn á hvíta blaðið sem táknar árið 2008. Það er varla að ég tími að skemma. Við erum ein heima gamla settið og bæði eiginlega hálfóhrjáleg. Hann ók leigubifreið í nótt í svörtu myrkri og slagveðri. Ég sat og talaði stanslaust í alla nótt. Ég talaði reyndar eiginlega bara við bílstjórana mína en Nína sá um fólkið á línunni. Nú er ég eins og ég hafi verið draugfull.......fyrir nokkuð löngu vöknuð enda á ég morgunvakt á morgun og þarf að snúa sólarhringnum rétt.
Merkisdagur í dag. Elskulegur tengdasonur fagnar 25 ára afmæli...til hamingju Jón minn
Lappi byrjar árið á skakkaföllum. Honum hefur tekist að meiða sig á loppu og hann haltrar. Þess vegna fór Keli einn út áðan en kom heim í fylgd nágrannans. Þá hafði girðingin fokið hér alveg upp við húsið og við sáum það ekki. Keli kom bara hinn ánægðasti heim.
Hérna eru hinir bestu nágrannar. Ekki flugeldaóðir. Ekki partýóðir. Ekki á neinn hátt óðir. Hér er gott að búa.
Nú ætla ég að senda hausverkinn eitthvað annað......hver vill hann ?
Gleðilegt ár og takk fyrir kveðjurnar.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)