Varlega

læðist ég hér inn á hvíta blaðið sem táknar árið 2008. Það er varla að ég tími að skemma. Við erum ein heima gamla settið og bæði eiginlega hálfóhrjáleg. Hann ók leigubifreið í nótt í svörtu myrkri og slagveðri. Ég sat og talaði stanslaust í alla nótt. Ég talaði reyndar eiginlega bara við bílstjórana mína en Nína sá um fólkið á línunni. Nú er ég eins og ég hafi verið draugfull.......fyrir nokkuð löngu vöknuð enda á ég morgunvakt á morgun og þarf að snúa sólarhringnum rétt.

Merkisdagur í dag. Elskulegur tengdasonur fagnar 25 ára afmæli...til hamingju Jón minn Wizard

Lappi byrjar árið á skakkaföllum. Honum hefur tekist að meiða sig á loppu og hann haltrar. Þess vegna fór Keli einn út áðan en kom heim í fylgd nágrannans. Þá hafði girðingin fokið hér alveg upp við húsið og við sáum það ekki. Keli kom bara hinn ánægðasti heim.

Hérna eru hinir bestu nágrannar. Ekki flugeldaóðir. Ekki partýóðir. Ekki á neinn hátt óðir. Hér er gott að búa.

Nú ætla ég að senda hausverkinn eitthvað annað......hver vill hann ?

Gleðilegt ár og takk fyrir kveðjurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt ár. Það er gott að eiga góða nágranna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.1.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég skal taka hausverkinn þinn.... ekki málið.  Tek svo bara eina litla verkjatöflu og málið er leyst.

Mig dreymdi í nótt að ég væri handleggsbrotin, stóð bein upp í loftið rétt við olnbogann í draumnum.... og þegar ég vaknaði var ég hundaum á þessum sama stað.  En svo ég sé nú alveg hreinskilin, held ég að ég sé ekki handleggsbrotin í alvörunni, heldur með oggolítinn marblett. 

Anna Einarsdóttir, 1.1.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Gleðilegt ár og til hamingju með tengdasoninn. njóttu nýju auðu síðnana ég efast ekki um að þú skrifar eitthvað alveg magnað á þær

Kristín Snorradóttir, 1.1.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt ár og til lukku með tengdasoninn.  Verður veisla.?? Hér er allt mjög rólegt, við hjónin sváfum í nótt svo hér er bara venjulegur dagur.  Maður byrjar svo í rólegheitum að skrifa á auða blaðið.  Efst hjá mér stendur núna "takk mamma fyrir að vera svona lengi til staðar fyrir mig og leyfa mér að elska þig svona mikið" kær kveðja

                       AngelAngel

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 15:31

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að það verði ekki veisla enda hefði ég ekki heilsu í að mæta í hana

Ragnheiður , 1.1.2008 kl. 15:37

6 Smámynd: lady

óska þér innlega gleðilegt ár elsku Ragnheður og óska þér og fjölsk góða helgi kveðja Ólöf Jónsd

lady, 1.1.2008 kl. 15:37

7 identicon

Sendu hausverkinn og óhrjáleikann beint til mín, gerir ekkert til að bæta aðeins á það sem fyrir er fer ekki að vinna alveg strax.

Til lukku með Jón Berg

Það verður fróðlegt að sjá hvað verður á óskrifuðu blöðunum okkar.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 15:42

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gleðilegt ár, elskan, og til hamingju með tengdasoninn. Knús í bæinn!

Guðríður Haraldsdóttir, 1.1.2008 kl. 15:54

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gleðilegt ár vina mín og til lukku með tengdasoninn

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.1.2008 kl. 17:11

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til lukku með tengdasoninn. Til lukku með nýtt ár. Til lukku með lífið elsku Ragga. Fortíðina og allt annað sem gerir þig að þér. Gleðilegt nýtt ár kæra bloggvinkona.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 17:20

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt nýtt ár Ragga mín,  ég veit að þú með hjálp guðs og alheimsorkunnar færð gott  nýtt ár.
Til hamingju með tengdasoninn og allt og alla.
Leiðinlegt með Lappa vona að hann lagist sem fyrst.
Ég skal taka hausverkinn ég ber bara á mig lavender súper
leggst aðeins útaf allt horfið.
Kveðja til þín og þinna.
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 18:07

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt ár aftur elsku Ragga og til hamingju með tengdasoninn.  Aldeilis stórafmæli.

Knús á nesið, þar sem þú ert væntanlega með ÓRG sem nágranna næstu 4 ár, hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 19:55

13 Smámynd: Ragnheiður

Hann er ágætur granni..ekkert vesen á honum enn allaveganna

Ragnheiður , 1.1.2008 kl. 20:22

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var nú að spá í mótframboð. Bara til að verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera nágranni þinn

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 20:29

15 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha takk Hrönn..krúttlegasta innlegg dagsins

Ragnheiður , 1.1.2008 kl. 21:28

16 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með hann jón tengdasoninn.

Æj leitt að Lappi sé meiddur.

Kveðja til ykkar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.1.2008 kl. 22:07

17 identicon

Vonandi lagaðist hausverkurinn Ragga mín

Knús

Maddý (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:41

18 Smámynd: .

Nú vorum við samtaka, báðar að kíkja á dugnaðarforkinn Þórdísi Tinnu á sömu mínútunni.  Gleðilegt nýár annars og takk fyrir liðna árið.

., 1.1.2008 kl. 23:24

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gleðilegt nýtt ár!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:35

20 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gleðilegt ár Ragga  og megi nýtt ár verða þér og þínum gæfuríkt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:39

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegt ár bloggvinkona. Takk fyrir heimsóknir og bloggsamskipti á nýliðnu ári.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.1.2008 kl. 02:19

22 identicon

Gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár !!!!

Steinvör (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband