Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Fyrirsögn?

Ekki veit ég hvað ég á að hafa í fyrirsögn....en ég hafði hugsað mér að spá aðeins í hlutverk fórnarlamba í dag.

Fram til 27 ára aldurs upplifði ég mig sem mikið fórnarlamb..var ansi svartsýn og átti oft í mesta basli með sjálfa mig. Mér fannst ég glataðasta mannvera sem til var og þetta væri allt mér sjálfri að kenna fyrir að vera eins og ég er.

Á sínum tíma fór ég í kvennaathvarfið og varð alveg hissa. Þar fékk ég að vera til og ýmislegt sem ég hafði ekki skilið fékk merkingu. Þaðan fór ég í Stígamót og komst að því að afbrotamaðurinn var ekki ég. Hann var allt annar og á þeim tíma kominn fram fyrir sinn dómara, sem var ekki af þessum heimi.

Ég lærði margt en ekki alveg nóg. Síðasta leiðréttingin kom frá henni systur minni sem er eldklár. Hún skammaði mig og ég móðgaðist heilmikið. En ég fór að hugsa málið og komst að því að það var ekkert tilefni til að móðgast. Núna þegar hún les þetta þá sér hún að ég móðgaðist, það vissi hún auðvitað ekki fyrr en nú...en hey....það var fínt!

Allt hefur sinn tilgang og í öllu er falinn lærdómur. Fyrir mig hafa verið lögð ýmis próf. Ég hef kannski ekki brillerað neitt á þeim en þau hafa oftast valdið heilmikilli umhugsun. Umhugsun er góð, í henni er námið sjálft falið.

Ég er enn á námskeiði. Mér er farið að skiljast að þannig verður það alltaf, héðan í frá er nýtt að læra alla æfina.

Viðbrögðum mínum ræð ég sjálf en kjósi ég að læra ein og í friði þá mun ég koma því áleiðis. Hérna stjórnar enginn nema ég sjálf. Ég sjálf er mitt verkefni. Mér stjórnar enginn annar en ég,ég kem fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig.

Ýmislegt þarf að laga,margt er enn bilað. Versti hausverkurinn í upphafi þessa árs er að komast af stað, mannafælnin sem ég hef haft með mér í poka alla æfina er alltaf að þvælast fyrir mér. Ég þarf að hugsa mér einhverja tækni á það.

Ég vaknaði í morgun, las bréfmoggann og drakk kaffi með hjásvæfunni minni. Voða lúxus að hafa hann heima að morgni dags. Fór svo að skoða netmoggann. Þar blöstu við vondar fréttir. Mér finnst þetta ár ekki byrja vel.

Eins og ég fann ekki upphaf pistils þá virðist mér ekki takast að finna á honum hinn endann.....pifff....farin


Hræðslan

W00thefur ráðið hér miklu um athafnir ferfætlinganna...eða sko Kela. Hann er alls ekki hrifinn af þessum látum og er búinn að vera órólegur. En svo vegna þess að "mamma" hans er yfirhundur þá ákvað hann að leita skjóls hjá henni og hefur verið eins og samvaxinn við mig í kvöld.

100_1019

Af hans tegund væri betra að líta út eins og úlfurinn en hann valdi Rauðhettu.


Stundum

rekst ég á hálfvitalegustu færslur í heimi hérna á Moggablogginu, ég held að hæna væri áreiðanlega með betri heila en sumir sem pirra mig.

En nú er ég búin að telja upp í 5000, nýlaus við samvaxinn hund.

Í staðinn fyrir að ergja mig á þessu þá ætla ég að gera eitthvað annað.


samtal við ungan mann

sem hefur aðeins verið pirraður við forvitnu móður sína undanfarið...hann er að fá sms...og mamman Cool er það skvísa ? Mamma ! ég er eiginlega fullorðinn ! Ninja

Hann lagaði til í eldhúsinu í gær og er að verða búinn þegar hann kallar á mig

Björn : mamma nú er ég að verða búinn með unglingsárin og hagaði mér allan tímann eins og barn. Hvað á ég að gera núna þá ? Haga mér eins og unglingur núna ?

Mamman: Nei Björn þetta er búið að vera fínt, vertu bara áfram góður Crying

Björn : Ok Halo

Mamman lúpaðist inn í stofu allshugar fegin....að sleppa alveg við gelgjuna í einum er meira en gott. Það er kraftaverk .


Ekki geðvond

og það má undrum sæta. Hér hélt einn hinna friðsömu nágranna veislu. Lappi var lasinn og gubbaði. Þannig að nóttin fór svona...

Kona í rúmi, næstum sofnuð.......kvisssss....BANG! flugeldur

Kona ; andskotinn! Sneri sér á hina hliðina en komin með samvaxinn hund.

Kona í rúmi, næstum sofnuð........úgg úgg úgg hundaæla á gólfið

Kona; andskotinn! fram úr og sóttar hreingerningavörur....Lappi hundslegur

Kona í rúmi, næstum sofnuð.......bíll að spóla

Kona; andskotinn ! Snerist enn á einhverja aðra hlið

Kona í rúmi, næstum sofnuð.........fólk að kjafta og hlæja út á götunni

Kona ; andskotinn ! og snerist enn meira

Steinar kom heim í morgun. Hér steinsvaf allt, kona og tveir hundar. Á svefnherbergisgólfinu blasti við stór hundaæla.

Nú var að hefjast handboltalandsleikur í sjónvarpinu....en ég ætla að koma á framfæri áríðandi leiðréttingu. BJÖRN meiddi sig í tánni í gær, hann tekur við batnióskum hér á síðunni minni. (sjá athugasemd við færsluna Jóla hvað)


Meiri myndasýning

Þau eru bara flottust þessi tvö. Hver trúir að snáðinn sé bara fæddur 27 nóvember ?

P1010042

Þá er ég búin að horfa á Skaupið og mér fannst það bara fínt.


Jóla hvað ?

Sko..eins og það er gaman á jólunum þá er hið versta mál að koma þessu dótaríi aftur í kassana ! Hér hefur konan ekki verið mjög guðræknisleg í orðavali. Þó sýnu verst þegar hún tíndi saman jólatréð sjálft. Loksins þegar tókst að "girða niðrum" tréasnann og koma því sjálfu frá þá hrökk upp úr frúnni um leið og hún rétti húsbóndanum með jafnaðargeðið tréð ; hirtu etta helvíti !!  Hann náfölnaði og örugglega viss um að allir jólaandar munu ofsækja heimilið ; ekki segja þetta !. Mannræflinum varð svo um að hann tók ekki við trénu. Ég varð að leggja það kurteislega frá mér. Var búin að gera tilraun til að senda kallinn út í skúr eftir bensíni en hann með einhvern grun um að ég ætlaði að kveikja í trénu fór hvergi.

Við ákváðum að setja jóladótið á háaloftið. Stiginn þangað er hálfgert himpigimpi og síðast þegar kall fór upp á loft þá rann stiginn. Mér barst eymdarlegt neyðaróp og ég bjargaði stiganum undir kallinn aftur sem hékk þarna eins og drusla.Ég hló alls ekki neitt.  Minnugur þess þá leist honum ekki á háaloftið núna. Ég hjálpsöm eins og oftast bauðst til að grípa hann, þá hló hann svo mikið að hann var næstum farinn að skæla.

Annars set í hið hugaða Bjarndýr í að rétta kalli kassana á eftir.

Nú bíður mín fargins hrúga þar sem tréð stóð...æj þið vitið...draslið sem maður vefur um skrambans tréð...borðar og sería og gjörsamlega í flækju.

Ansi hef ég verið aftarlega þegar þolinmæðinni var úthlutað !!


Í dag

ætla ég að horfa á skaupið sem verður endursýnt, ég missti af því á gamlárskvöld. Ég var að aka í vinnuna þegar það var og ók alein frá Álftanesi til Reykjavíkur. Það var eins og það væri útgöngubann. Það var svolítið merkilegt. Palli einn í heiminum tilfinning.

Í dag ætla ég líka að byrja að pakka niður jólunum, þau eiga heima í kössum sem geymdir eru í geymslunni.

Lappi er að lagast í fætinum. Hann fékk með sér heim lyfjaskammt og Steinar réttir honum bara pillurnar og hann étur þær eins og ekkert sé. Það er engin matvendi til þar. Keli fær nammi á móti. Í fjarska heyrum við aðeins í flugeldum en Keli kippir sér ekki upp við það. Það er of langt í burtu til að hann nenni að pæla í því. Það er ágætt. Það er ekki gott að sitja mikið undir 30 kílóa hundhlunki.

Mér finnst sniðugt í stjórnboxinu núna að þar birtast nýjar færslur jafnóðum, þannig nær maður auðveldlega að lesa hjá öllum sínum bloggvinum. Ég þarf hinsvegar að taka mig aðeins á í að kvitta fyrir lesturinn.

Hann Himmi er fluttur, þessi hugsun er búin að væflast í hausnum á mér í marga marga daga. Það er mynd af honum hérna á skenk í stofunni. Við erum að horfast í augu öðruhvoru. Mér fannst hann segja við mig að hann væri núna mun nær mér en oft áður. Ég sat og horfði á myndina og reyndi að skilja. Það tók smástund en svo fattaði ég það. Hann er fluttur inn í hjartað mitt. Hann er bara þar. Mér hefur oft veist erfitt að sjá fyrir mér himnaríki og sé bara fyrir mér kalda gröfina hans og þá á mamma bágt. Þetta skánaði hinsvegar til mikilla muna þegar hann einhvernveginn kom þessu að. Ég held að hann viti meira um hvernig mér líður en ég sjálf.

Sko ef ég set margar færslur inn í dag þá er ég áreiðanlega að svíkjast um í jóladótinu. Vinsamlega sparkið þá í mig.


Einn að flýta sér

P1010052Að verða stór strax, Hilmar er farinn að brosa og er svo mannalegur.. Hann er eins og stóri frændi og nafni sem flýtti sér helling að verða stór. Yndislegt barn..

 


Ár hinna miklu afmæla

er byrjað.

Fyrstur reið á vaðið Jón Berg, hann varð 25 ára

Næst er það frökenin sjálf Sólrún sem verður líka 25 ára (shit!)

Svo er það Bangsi hússins en hann verður tvítugur í mars (miklu meira shit!!)

Elskuleg hjásvæfa verður svo fimmtug í apríl

Svo ætlar pabbi að verða áttræður í ágúst.

Það verður komið gat á hugmyndaflugið í september.

Setti 2 bloggvini út, annar er í þannig málum að ég ræð ekki við það en hinn er með læsta síðu og þá nenni ég ekki. Ég vil hafa gagnvirk samskipti. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband