Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Taugasterka konan
13.1.2008 | 18:08
Hún braut saman tonn af þvotti meðan fyrri hálfleikur var spilaður.
Hún sortéraði annað pússluspil í stað þess sem kláraðist.
Hún rápaði um allt hús og tók til
Þegar tvær mínútur voru eftir af seinni hálfleik þá stóð hún í eldhúsinu
Þegar leiknum var lokið gekk hún pollróleg inn í stofu og spurði hjásvæfuna hvernig leikurinn hefði farið.
Róleg ...ahh....nei....taugakerfið hrundi og svona brýst það út hjá næstum miðaldra konu
Annars leist mér ótrúlega vel á Bjarna Fritsson, leikgleðin skein út úr andliti hans og hann minnti mig á gullaldarstrákana sem var unun að horfa á.
Óli betri en síðast, ekki ragur við að skjóta.
Góður æfingaleikur.....
Farin að elda mat...úff...ég er þreytt af þessum æsingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Eintóm axarsköft, púslið og fordómarnir
13.1.2008 | 02:54
Bifreiðin harðneitaði í gang í kvöld. Vinnumaður hafði farið á sjálfsafgreiðslustöð og tekið eldsneyti, því næst ók hann á veitingastað og fékk sér í gogginn. Bifreið var snúðug þegar hann kom út aftur og sagðist ekki ætla í gang. Vinnumaður beitti ýmsum fortölum, prófaði að setja epli í hanskahólfið en allt kom fyrir ekki.
Vinnumaður hringdi í húsmóður sem náði ekki að svara símanum enda með heilan hamborgara í túllanum. Steinar settur í að hringja í vinnumann enda muldraði hamborgarinn að það væri áreiðanlega eitthvað að bílskrípinu.
Við tók smá hugs í tveimur köllum....símar lagðir á augnablik. Þá hringdi vinnumaður aftur og tilkynnti að af bifreið legði bensínþef. Það er náttlega hálfasnalegt hjá díselbíl að staupa sig á bensíni. Þar með var farið í að finna neyðarnúmer hjá þar til gerðu fyrirtæki sem sér um að leiðrétta slík axarsköft. Ekki getur maður látið bensínið gluða bara beint í næsta ræsi. Það er bannað og Þórunn umhverfisráð myndi senda manni feitan reikning.
Á vettvang mætti sugubíll sem sér um förgun á slíkum efnum, ekki beint hægt að segja að það sé gefins. Steinar mátti reiða fram 25 spírur fyrir þá þjónustu. Þá var eftir að kaupa réttan vökva á farartækið sem enn neitaði að fara í gang, enda móðgaður eðalvagn. Með klappi á nefið og smá aukarafmagni þá tókst loks að sannfæra bifreið um að ekki hefði viljandi verið gerð atlaga að lífi hans og limum. Karlar áttu eiginlega ekkert eftir annað en að sækja húsmóður til að kyssa bifreið á grænt nefið þegar bifreið ákvað að láta af leikaraskapnum og skammaðist sín í gang.
Síðast þegar fréttist að þeim félögum, vinnumanni og bifreið, þá gekk bifreið eins og þægur köttur en fáum sögum fór að vinnumanninum.
Púslið gengur vel en í það komst mús. Stór mús sem situr og púslar, einbeittur á svip. Hann er náttlega mesta krúttið. Við púslum bara saman gamla settið.
Til að ekki skapist misskilningur útaf síðustu færslu þá er ég ekki á móti því að útlendingar komi hingað, alls ekki. Við erum ekki að gera heiðvirðu fólki sem hér vinnur neinn greiða með að flytja inn glæponana líka. Það hlýtur að vera hægt að sortéra þetta betur....það þarf enginn að segja mér annað en að það sé hægt.
Við erum komin með hálfónýtt heilbrigðiskerfi. Hérna er vél sem bóndi minn þarf að sofa með. Skilvíslega fær hann reikning, fjórum sinnum á ári, 4500 krónur hver. Það vantar í allar stéttir heilbrigðisgeirans. Það er allsstaðar allt í voða og vitleysu.
Þess vegna er kannski betra að sleppa því að flytja inn fjölónæma berkla, ja allaveganna í bili.
Við mættum bæta margt hérna heima við. Ég myndi vilja sjá neyðarmóttöku fyrir fíkla, sem tekur við þeim þegar þeir eru tilbúnir til að koma en ekki miðað við biðlista á stofnun. Það er svo margt sem við mættum gera betur.
Ef við viljum endilega vera góð út á við þá gætum við gefið aura í eitthvað góðgerðastarf en meðan við erum með gríðarlanga biðlista eftir nauðþurftum þá þurfum við eitthvað að hugsa málin upp á nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvenær verður umburðarlyndið of mikið ?
12.1.2008 | 16:01
Samkvæmt tölfræði þá brutu útlendingar sjaldnar af sér en íslendingar...ok gott og vel.
Í síðasliðinni viku þá réðust nokkrir menn á lögreglumenn við störf (óeinkennisklædda) og börðu þá í plokkfisk. Ekki var hægt að greina að um væri að ræða lögreglumenn en það kemur málinu bara ekki við. Þetta hefðu þá bara í staðinn verið við, almennir borgarar. Svo kemur upp úr kafi að þessir kappar eru ekki að berja mann og annan í fyrsta sinn og áður hjólað í löggur.
Í dag slógust svo tveir. Gat kom á annan svo hann lak um allt. Hver kemur til að bjarga málinu, nú löggan. Þá kemur í ljós að þessi með lekann er með berkla...örugglega þessa austurevrópsku sort sem snýr upp á sig þegar gefin eru hefðbundin berklalyf.
Á þetta bara að vera svona ? Á að flytja inn bara alla sem vilja koma og þykjast ekki sjá reynslu annarra þjóða af slíku ?
Svo er hitt, hver vill eiginlega vera lögga ? Ekki er tímt í þá kaupinu ræflana og svo mega þeir eiga von á barsmíðum og allskyns smiti.....
Þessi færsla er til heiður lögreglunni. Án þeirra væri margt í voða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Í gær voru 6 ár síðan
12.1.2008 | 13:21
þessi ungi maður lést. Hann hét Hafþór og var stóri bróðir hans Himma. Oft fannst mér þessir tveir líkir. Báðir óskaplega glaðir og kátir. Miklir prakkarar og uppátækjasamir. Bíladellan var aðalsmerki þeirra tveggja. Nú hafa þeir kannski hist,bræðurnir. Tvisvar hefur Gísli, pabbi strákanna minna þriggja, þurft að ganga þessi þungu spor að fylgja barni sínu til grafar. Það eru hræðileg örlög. Undanfarna daga hefur hugurinn leitað til foreldra hans Hafþórs og bræðra hans. Á ferðalagi ,líklega ári síðar, fann ég leiði hans fyrir algera tilviljun. Ég var nánast teymd áfram og beint að leiði hans þarna fyrir norðan. Það áttum við tíma saman. Hafþór lét eftir sig 2 börn, sonur hans er svo mikið líkur Hafþóri eins og hann var árin sem við þekktumst best.
Kær kveðja til ykkar aðstandenda hans Hafþórs, ég veit að þessir dagar eru erfiðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hefur einhver sem þið þekkið eignast hund óvænt ?
11.1.2008 | 23:40
Ég er hundakona, löngu farin í hundana....myndir af hvuttunum mínum eru hérna í myndaalbúmum. Ég þoli illa að hundar séu í vondum málum, mér er bölvanlega við það.
Ég auglýsti eftir ketti um daginn en nú auglýsi ég eftir hundi. Sjá þessa tengingu.
Þarna eru símanúmer og allt sem til þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hryðjuverkamaður heimilisins
11.1.2008 | 19:56
fór í Nóatún áðan. Hann ætlaði að kaupa ákveðna vöru á kassanum en þar var ekki nokkur starfsmaður nógu aldraður til að afgreiða umræddan varning. Málið var leyst með að kalla til fornaldarlegan kjötiðnaðarmann.
Ég heppin, þarf þá ekki að hætta að reykja nákvæmlega núna.
Hvernig eru mörkin á að kaupa sprengiefni eða dóp ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
gömul hús, feminismi og aumingjaskapur
9.1.2008 | 19:51
Þessi gömlu hús á Laugavegi, ég er hreint ekki á því að almenna reglan eigi að vera að rífa alltaf þetta gamla og byggja nýtt. En...núna er málið svo langt gengið með þessi hús á Laugavegi 4-6 að borg eða ríki munu baka sér bótaskyldu ef áætlanir ganga ekki eftir um að rífa og byggja hótel (sic eru þau ekki þegar of mörg í miðborg) Ég dauðsé eftir aurunum sem fara í hugsanlegar bætur....hef sko skrilljón hugmyndir um hvernig má nota þann aur betur og í þágu fólksins.
Um daginn las ég umræðu hjá Jónu um feminisma. Eitt kommentið sem kom þar inn snerist að því að til væri sérstakt helvíti fyrir konur sem ekki stæðu með konum. Þar sem ég hef alla tíð metið hvern einstakling eftir eigin verðleikum og verið slétt sama um utanáliggjandi vatnsgang viðkomandi þá tel ég einsýnt að þangað lendi ég. Spurningin er ; hefur einhver lýsingu á staðháttum þarna ? Er þetta eins og hitt Hellið, sjóðheitt lastabæli þar sem maður má gera allt sem manni var bannað hérna megin ?
Ég er að setja persónulegt met í aumingjaskap. Mér er kalt og ég er þreytt, er að komast í vaktafrí og er að hugsa um að eyða fríinu upp í rúmi bara. Annars á ég nýtt púsluspil klikkaði aðeins á sparnaðarstillingunni í Bónus um daginn. Það kostaði reyndar bara 1300 krónur en nóg til þess að kallinn minn náði að gera aðeins grín að mér...hehe. Hann segir nú oft að við séum heppin að geta gert grín að hvoru öðru án þess að neinn móðgist hehe.
Las stafapistil frá snjöllum stelpum í Logalandi, finnst svo gaman að hugmyndaflugi barna.
Já....hm...man ekki meira í augnabliki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Kisuóþægðin komin heim
9.1.2008 | 18:43
og ég er svo ánægð með það !
Málið er með þessa litlu krakka í Grindavík að þá finnst mér það nóg að þau skinnin lagt að missa stóra bræður tvisvar. Ég man þegar ég var krakki og eitthvað vesen var á kisum heimilisins...það var svo ótrúlega sárt og erfitt.
Þakka ykkur kærlega fyrir hlý orð en Sokkur kjánaprik er kominn heim, rosa svangur en áreiðanlega jafnglaður og allir aðrir á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Grindvíkingar
9.1.2008 | 12:40
Athugið, þessi kisi hérna er týndur og mikil sorg hjá þremur börnum sem eiga hann...sjá blogg www.snar.blog.is
Myndin er tekin þaðan.
Hann er rækilega merktur.
Nú veit ég ekki hvort Grindvíkingar séu hér á síðunni minni en það má allaveganna reyna að auglýsa kisa litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7 janúar 2008
8.1.2008 | 00:00
Nú er ég endanlega búin að leysa fyrirsagnavalkvíðann...set bara dagsetningu efst.
Dagurinn ágætur, fór í búðir og við ákváðum að splæsa í nýjar sængur og ný ver, fórum með öll hin óhreinu í þvottahúsið ( já maður varð svo snobbaður allt í einu að ég læt sængurfatnaðinn í þvottahús)
Hundar skrugguhressir og Lappi hálfnaður með meðalaskammtinn sinn, steinhættur að vera haltur og allt. Löppin fæst samt ekki skoðuð með góðu, hann man þetta ennþá.
Bloggvinir búnir að hafa ofan af fyrir mér í kvöld. Jóna með færslu um feminista og ég er búin að lesa hvert komment hjá henni, maður verður að reyna að fræðast eitthvað
Milla mín með skemmtisögur og vísur af ráðvilltum og reikulum bændum
Í gær birti Annan mín mynd af mér síðan eftir jól
Og í kvöld hefur Jenný rembst við að reka starfsmennina sína semsagt þingmennina, þeir hafa amk enn ekki gegnt henni. Eru það nú starfsmenn
Semsagt ég á flottustu bloggvini sem hægt er að eiga og býð hér með öllu liðinu góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)