Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Sætastur heiminum öllum

Himmisætastur

Hérna er Hilmar langsætastur, þetta er tekin önnur jólin hans Hilmars, árið 1986.

Kannski stækkar myndin ef maður klikkar á hana.

 


Úr hænsnakofanum

Þessi færsla er skrifuð úr hænsnakofanum. Ég var send þangað til að hugsa málið, þið munið að Emil var í smíðakofanum.

"

 

Það var nú bara fínasta heimili sem ég sá, þegar ég leit inn hjá þér um daginn.  Smile  Nú skora ég á Steinar og Björn að taka tvo klukkutíma á föstudag eða laugardag..... með þér..... jólalögin í botn og allir að þrífa í smástund.... SAMAN.  Það er svo gaman.  Wink 

Þú lætur mig vita hvort þeir taka áskoruninni.  Grin"

Anna skoraði á þá félaga Steinar og Björn.......

Ég ætla að panta smáhópþrýsting og nú kommentið þið eins og vitlaus á þá...sjáum hvort það tekst ekki að virkja í þeim tiltektargenið........og koma svo !!!!!!!!


Smá blues

Mér leiðist ég.

Hérna er allt í rusli, jólakassar og hundahár. Það mætti halda að einhver hafi sett upp skilti í höfðinu á mér sem á stendur Framkvæmdir bannaðar! Mér leiðist þessi rolugangur í mér. Sem betur fer hefur enginn komið í heimsókn, það er fátt verra en að fá fólk í heimsókn þegar heimilið ber einungis slóðaskap húsmóðurinnar vitni.

Ég sef ekki nógu vel. Ég ákvað að taka ekki töflur í fyrrinótt og í nótt. Mér finnst ekki vera valkostur að sofa bara í lyfjaroti. Þetta gekk alveg hjá mér fyrri nóttina. Í nótt gekk það mun verr, klukkan tikkaði áfram og ég gafst upp og fór fram. Fór inn aftur og þá var hundrass búinn að stelast upp í rúmið mitt. Vildi ekki reka hann svo ég vekti ekki Steinar, þannig að ég svaf svo loksins með stóran hund í fanginu. Það var reyndar voða notalegt, hann er bæði mjúkur og hlýr.

Ég græddi í gær. Sat undir sæng,skítkalt eftir gönguferð í kirkjugarðinum. Steinar stökk út að ná í eitthvað að borða og eldaði hérna eins og herforingi lambafile. Namm namm. Ég hef bara ekki borðað svona mikið í ár og dag held ég. Ef ég ynni ekki vaktavinnu þá myndi ég afhenda honum fastan dag í viku til að elda. Ég er ekkert heima öll kvöld á matartímanum. Verst að Björn missti af þessari snilld. Hann á þvælingi með Arnari besta vin sem birtist hérna óvænt á sunnudaginn, hættur að vera dani. Mikið var ég fegin að sjá hann. Björn búinn að vera hálfvængbrotinn án hans.

Hef þetta ekki lengra að sinni, þarf að upphugsa einhverja leið til að koma mér að einhverju verki.

Ragnheiður sauður, viltu hundskast úr sófanum !!


Ljós

Candlelight-497144

Góðan dag

Jólaljósin potast upp hérna á heimilinu. Steinar setti upp eitt í gær meðan ég var í vinnunni. Hann er í því að gleðja sína. Ég sagðist ætla að setja jólaljós um allt þetta árið til að hrekja burt skuggana. Ég er að spá í að setja seríu í klósettgluggann ! Eina herbergið sem ég þori ekki að lýsa upp svona er svefnherbergið mitt. Mér er enn ferskt í minni svefnvandamálið og eftir á að hyggja þá var það erfitt,hunderfitt. Ég þarf einhvernveginn að kljást við þetta áfram. Hilmar litli getur kannski ekki bjargað öllu en hann bjargar óneitanlega miklu. Ég er enn engu nær um lífið og framtíðina en ég tek enn bara dag í einu. Þegar mamma dó þá var þetta allt öðruvísi. Hún var ekki gömul, 64 ára, en svo fárveik. Þá tekur maður sorgina út á meðan setið er við dánarbeð.

Svo langaði mig að koma þessu hérna á framfæri;

Kristinn Veigar

mánudagskvöldið 3. desember, klukkan 19:00, skulum við öll taka okkur saman og kveikja á friðar(úti)kerti fyrir Kristinn Veigar litla, guttagullið sem lést í gær eftir að keyrt var á hann á föstudaginn. Um leið og við kveikjum á kertinu skulum við hugsa hlýtt til syrgjandi fjölskyldu hans, ættingja og vina, sem nú ganga þung skref. Við skulum líka hugsa til ökumannsins og vona að hann geti fundið jafnvægi í sína tilveru.

Látið orðið berast.

Friðarljós í minningu
† Kristins Veigars †
mánudaginn 3. des. klukkan 19:00

 

Barnið manns er einmitt það, barnið manns, alla æfina. Það er alveg sama hversu gamalt það verður. Maður horfir á það með blik í auga, minnist góðra stunda og skemmtilegra tíma. Ég er þannig mamma að mér hefur tekist að gleyma að mestu slæmum minningum. Ég held upp á hinar góðu. Sumar gamlar minningar eru skemmtilegar.

Himmi minn var afar stríðinn og systir hans ekki alltaf nógu sátt við það á yngri árum, löngu búin að sættast við það núna. Ég hafði sjaldan bíl til umráða en eitt skiptið ætlaði ég með þau systkinin í bíltúr. Raðaði öllum niður og setti í belti. Himmi og Solla sátu saman. Allt í einu kemur neyðaróp úr aftursætinu. ,, Mamma Himmi er að reyna að drepa mig !!" æpir Solla. Ég snarstoppa og athuga málið. Þá hafði hann losað beltið hennar. Hún dálítið dramatísk. Hann hætti þessu náttlega ekkert þannig að það varð að breyta uppröðun í bílnum hehe. Maður nánast sá hornin vaxa upp úr höfðinu á honum.

Björn náði mér í gær

Hann nýlega búinn að laga kaffi og ég heyri gusugang frammi eins og hann sé að hella kaffinu í vaskinn.

Mamma ; Björn ! ertu að hella kaffinu !!

Björn; Já mig langaði ekki í meira !!

Mamma ; já en......(hætti þarna en hugsaði barni þegjandi þörfina)

Svo leið augnablik og fyrir hornið á stofunni kom Björn siglandi með bakka með kaffinu á og öllu sem passar við það.

 


Minni á aftur

Aðventuátakið okkar

 

Hver smáupphæð skiptir máli, gefum þeim gleðileg og áhyggjulaus jól.

Vinsamlega dreifið sem víðast

Takk fyrir


Fyrsti sunnudagur í aðventu

og við settum upp aðventuljósin okkar í gær. Planið er að skreyta allt hérna með öllu jóladóti sem ég á til að reyna að hrekja á brott svörtu skuggana sem hvíla yfir okkur Himmafólkinu. Mikil gleðigjafi er litli guttinn hennar Sollu minnar, hann bjargar geðheilsunni alveg. Já og aðeins meiru eins og sjá má á færslu Siggu systur síðan í gær (www.siggahilmars.blog.is )

Var að finna alveg snilldarframkvæmd hérna fyrir ofan stofugluggann, sótthreinsaðar húsmæður eru beðnar að hætta tafarlaust að lesa. Hérna er snilldarkóngulóarvefur, hún er búin að flækja hann í rimlagardínuna og svo upp í loftið og til baka aftur. Þvílík smíð ! Ég ætla að leyfa henni að hafa vefinn aðeins...fresta bara smá að setja seríu í þennan glugga. Kóngulærnar eru vinir mínir sko, veiða leiðindaflugurnar. Mér er bölvanlega við allt sem flýgur,flugur, fugla, flugvélar....fuglar reyndar ágætir í fjarlægð.

Sorg hvílir yfir fyrrum nágrönnum mínum suður með sjó. Hugur minn er hjá fólkinu sem næst stendur. Ég ætla mér samt ekki að koma með einhverjar stórkarlalegar yfirlýsingar, mér finnst það ekki við hæfi. Það var þetta sem ég var að reyna að benda á í gær. Hér flæddu tilkynningar um lát barnsins, það er ekkert víst að búið hafi verið að ná í þá sem þurfti áður.

Nú eins og oft áður verður fólk að muna að birting á bloggsíðu er opinber birting og það er betra að stíga létt niður.

Nú ætla nokkrir leikskólar að úthýsa prestum, þ.e. ekki fá þá inn í leikskólana. Það finnst mér sorglegt mál. Hin góðu gildi trúarinnar má alveg kenna börnum. Það er bara orðin svo mikil krafa að taka tillit til aðfluttra íslendinga að það má orðið ekki anda á neitt eða neinn. Allt verður að vera svo voðalega pólitískt rétthugsað. Ég held að við séum að leið út í öfgar hinu megin. Ég sjálf var alin upp í sunnudagskólanum og hafði mikið gagn og gaman að. Líklega má það ekki nú.

Ætli það sé "in" að vera trúlaus ?

Ekki ofsatrúarkveðja í bili


Hafið ykkur hæg

þó þið þekkið til og hafið fréttirnar staðfestar. Munið eftir aðstandendum og sumt er bara ekki við hæfi að birta nema það sé að beinni ósk aðstandenda.

Munið svo eftir elskunni henni Þórdísi Tinnu og kvittið undir hjá Kristínu www.daudansalvara.blog.is færslan hennar heitir Fjölskyldusjúkdómur

Góða nótt


Áskorun til allra birt

Aðventu-átak.

 

Þórdís Tinna,  Moggabloggari númer eitt,  er engin venjuleg kona.

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband