Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Hjónasvipur
11.11.2007 | 23:06
mér varð litið í húsbóndastólinn áðan, eftir Edduna. Hárið á honum stóð í allar áttir, honum hundleiddist Eddan eins og mér. Við erum eins, við erum plebbar, hugmyndalaus rykfallin gamalmenni. Okkur leiðist líka nýaldartónlist eins og Sigurrós, LayLow og Barði í BangGang. Okkur tekst ekki að elta uppi skoðanir annarra á þessum nýmóðins fínheitum. Okkur leiðist líka Egill Helgason, okkur er ekki viðbjargandi. Eitt eigum við þó og það tekur enginn af okkur - við kunnum vel við hvort annað.
Ég þarf að finna símanúmer hjá heilbrigðiseftirlitinu. Björn fór í baneitruðum sokkum í vinnuna. Ég neita að kannast við hann ja fyrr en hann er kominn í hreina sokka. Hann og Hilmar voru stundum gangandi eiturefnahasard, ég skil ekki þetta táfýlusystem.
Ég horfi stundum í kringum mig í umferðinni...sjaldan en kemur fyrir. Ég sé marga fyrirtækisbíla og stundum er ástand þeirra svo hörmulegt að ég myndi hugsa mig um áður en ég beindi viðskiptum mínum til þeirra fyrirtækja. Verst fannst mér um árið þegar ég sá bíl frá hreingerningafyrirtæki , svo drullugan að það sá hvergi í réttan lit. Þetta var að sumri til og búið að vera þurrt svo dögum skipti. Enn skartaði bíldruslan tjörudrullu vetrarins. Sko ef maður er með svakalega skítugan bíl þá er hættan sú að maður nuddist utan í hann og skíti sjálfan sig út.
Svo eru það konurnar sem aka um á kolskítugum rándýrum bílum, það er alltaf sorgarsjón. Menn kaupa þvílíkt flottar kerrur fyrir konurnar svo allt sé í stíl og svo er ekkert hirt um draslið ! Sá eina í miðborginni þegar pallbílaæðið reið yfir, hún var nánast á vörubíl og konuræfillinn var að reyna að leggja ferlíkinu. Það gekk auðvitað ekki upp enda miðborgarstæðin ekki gerð fyrir neitt annað en smábíla. Síðast sá ég til ferða hennar inn alla Sæbraut, líklega á heimleið.
Nóg rausað í bili...en bara í lokin. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég er plebbi
11.11.2007 | 20:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Smáblogg
11.11.2007 | 17:04
bara til að tala um Eril..eða öllu heldur ánægju mína með þá farþega sem nýttu sér Bonzó minn um helgina. Ég ók sjálf í gærdag og þurfti ekki að þrífa bílinn áður en akstur hófst. Í morgun þegar ég mætti til starfa þá þurfti ég að þvo bifreið að utan, skiljanlega. Við óðum upp í þvottahús og bifreið var gerð fín að utan. Svo færði ég mig að ryksugunni og ætlaði að ryksuga téðan Benz. Það var bara hvorki korn né arða innan í bifreiðinni. Sama hvar ég gáði. Svona á að ganga um leigubíla.
Hrós dagsins fá farþegar bifreiðarinnar minnar.
Skrifa kannski annan pistil á eftir.
Já ef einhver hefur yfirleitt tekið eftir því þá er ég búin að breyta aðeins stillingum, núna birtast ekki færslurnar mínar á aðalsíðu né í listum. Hingað koma ss bara þeir sem voru með slóðina eða eru bloggvinir.
Hinsvegar eru heimsóknir að nálgast 500.000 og þar af Jenný mín 250.000 hehe....djók..... Miðað við heimsóknartölur undanfarið þá kemur heimsókn nr 500.000 líklega síðdegis á morgun. Þið fylgist með en engin verðlaun eru í boði að þessu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sá frétt um daginn sem gladdi mig
10.11.2007 | 23:49
meira en ég get í orðum lýst. Margrét Frímannsdóttir er komin til starfa við Litla Hraun. Ég hef lengi haft mikla trú á henni og veit að hún mun innleyða góða hluti þar, til hagsbóta við þessa menn sem þjóðfélagið hefur sett til hliðar og tekur svo helst ekki á móti aftur þegar þeir koma til baka.
Ég mun enn fresta umfjöllun um málefni fanganna fyrir austan en bráðum kemur Kompás þáttur um þessi mál. Hvenær hann verður sýndur veit ég ekki alveg...það verður áreiðanlega auglýst þegar þar að kemur. Ég veit þó það að drengurinn minn hefði þurft á meiru að halda en hann fékk og þar á ég við sálfræðiþjónustu. Hilmar var ekki þunglyndur, alveg öfugt í rauninni. Hann var manna kátastur alla sína æfi. Aðrar orsakir lágu þarna að baki og mamma skilur, mamma hefur skilið það betur og betur eftir því sem púslin raðast þéttar saman. Elsku kallinn minn....
Samt er ég búin að komast að því að maður lifir slíkan missi af...einkennilegur fjandi samt að komast að því. Ástæða þess að ég hef ekki treyst mér til að aka er sú að í minni vinnu þá bíðum við í ákveðnum stæðum um alla borg eftir því að einhver hringi úr viðkomandi hverfi og vilji fá bíl. Oft er biðin löng og það var það sem ég hræddist. Hvað myndi ég hugsa á meðan, hvernig yrði ég stemmd þegar sendingin kæmi ? Ég þorði ekki að láta reyna að þetta fyrr en núna í þessari viku, ég er orðin nokkuð sjálfri mér lík og nokkuð stöðug. Ég veit samt ekki alveg hvað gerist ef ég lendi í einhverjum leiðindum, ég vona bara að það komi ekki til þess.
Hjalli minn er hálfsambandslaus þessa dagana og mamman verður óróleg...mamma iðar í skinninu og verður taugabiluð. Heyrði í honum í dag og hann er ágætur kappinn...bara sefur og sefur og bíður þess að vera kallaður inn eða hann fái einhver svör úr fangelsismálastofnun með samfélagsþjónustu. Ég skrökvaði að þeim óvart um daginn, ég sagðist alltaf ná í hann. Það var reyndar rétt á þeim tíma. Síðan hefur hann dalað mikið í símsvörun. Ég held að hann sé að vera búinn að fá sig fullsaddan af því að vera ekki að vinna. Hann sekkur inn í sjálfan sig og verður eiginlega þunglyndur af þessu öllu saman...svo renna dagarnir saman í allsherjar vosbúð og rolugang. Hjallinn minn, sæti og góði sem getur svo miklu betur.
Hann er svona gæðablóð eins og Himmi var. Mér er minnisstætt á leikskólanum í gamla daga. Þar var með þeim fjölfatlaður drengur og eitthvert barnið fór að gera grín að honum, vísast í óvitaskap. Hjalti varð svo sárreiður fyrir hönd þessa fatlaða vinar síns að mér ætlaði aldrei að takast að hugga hann. Hann var kominn með svo þungan ekka og þetta ásótti hann í marga daga á eftir. Þessi drengur var svo með Hjalla í skóla í nokkur ár og þeim var vel til vina.
Það tókst vel að fá þá til að finna til samkenndar með öðrum, kannski brýndi ég ekki nóg fyrir þeim að verja sig. Það vefst fyrir mér í dag...eins og allt annað. Það er margt sem ég myndi gera öðruvísi í dag...hellingur. Ég get ekki breytt fortíðinni og nú verð ég að læra að fyrirgefa sjálfri mér. Mér hefur tekist að fyrirgefa öllum úr fortíðinni og nú er komið að mér, ég verð að hætta að dæma sjálfa mig alltaf harðast og neita að fyrirgefa mér og umbera sjálfa mig. Við sjálfa mig losna ég ekki, það er ljóst.
Góða nótt.
Ljósasíðurnar eru í gildi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
hm
10.11.2007 | 20:28
hef ekkert að segja...
er að horfa á laugardagslögin, það er jafnleiðinlegt og áður.
Sumir versluðu af sér hausinn í nýrri dótabúð í G-bæ í dag. Ég var bara að þvælast í umferðinni og í leikfangaæðishnútum föst...ekki gaman.
Pistill búinn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Rannsókn
9.11.2007 | 20:27
á atferli viðskiptavina American Style. Ég sat í rúman hálftíma og virti fyrir mér mannlífið, það hafa örugglega verið rúm 80% viðskiptavinanna of þungir og þar á meðal ég sem beið eftir kvöldmatnum eins og ungi í hreiðri.
Næst ætla ég að sitja fyrir utan grænan kost.
Það skildi enginn pointið í færslunni á undan enda ekki nema von, ég er svo "djúp". Ég var bara að birta þetta vegna þess að enginn gerði það annar .....og ég tel að það hafi verið vegna þess að um konu var að ræða. Þið bara leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér...
Ég hef verið í hrekkjalómaskapi í dag, það var gaman í vinnunni...ja svona að mestu leyti. Húsband einnar bloggvinkonu stóð tvisvar fyrir sjálfstæðum skemmtiatriðum og í annað sinn með aðstoð sinnar flottu frúar.
Nú er ég laus við afgreiðsluna fram að mánudegi en ég þarf að hitta Bonzó á morgun..við félagarnir ætlum að reyna að æfa okkur aðeins meira í vinnunni.
Það er hæpið að ég nenni að blogga meira í kvöld og vil minna á að líta við á síðunni hennar Gillíar og skrifa fallegar kveðjur til fjölskyldunnar hennar. Slóðin er www.gislina.blog.is og svo er hægt að kveikja ljós á kertasíðunni hennar líka og skrifa þar til þeirra. Þetta eru erfiðir dagar hjá þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mótvægisblogg
9.11.2007 | 12:07
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stundum er maður heillaður
8.11.2007 | 18:30
af fólki. Manni finnst það höfða til sín, á margan hátt. Maður dáist að einhverju í fari þess, lífsgleðinni. Þetta fólk þarf maður ekki að hitta til að komast að mannkostum þess. Það er bara frábært fólk.
Það eru margir hérna á moggabloggi sem hafa þessi áhrif á mig. Fólk sem segir frá lífinu sínu í einlægni og kjarki þess sem veit betur.
Í dag tek ég ofan fyrir þessum vinum mínum hérna, góða og fallega fólkinu sem gerir líf okkar hinna bærilegra án þess að vita um það.
Ein þessara merkiskvenna lést í morgun, minning hennar verður ljós í lífi svo margra. Elsku Gillí er látin. Munið kertasíðuna hennar hér til hliðar, þar má setja inn samúðarkveðjur til fjölskyldunnar hennar sem á svo erfitt núna. Megi Guð vera með ykkur öllum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Að fljóta sofandi að feigðarósi
8.11.2007 | 09:22
er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um voðaverkið í Finnlandi í gær. Ungi maðurinn sem um ræðir hafði sett myndband á YouTube daginn áður þannig að lýðum mátti vera ljós fyrirætlun hans. En því miður sá enginn þetta fyrr en eftir að skelfingunni lauk.
Við hér búum hörmulega að þeim börnum og ungmennum sem tolla ekki í norminu. Greining tekur allt of langan tíma og úrræðin eru fá og stundum ekki mönnuð fagfólki. Hjalli minn var t.d. vistaður á meðferðarheimili sem ekki hafði á að skipa fagfólki, þar var um að ræða bónda. Það hafa allir gott af því að moka skít, það efast ég ekki um en meira hlýtur að þurfa að koma til. Öflugt meðferðarstarf með fagfólki hlýtur að vera það sem krakkana vantar. Svo má moka skítinn í hjáverkum. Þarna var þessu öfugt farið, störfin komu fyrst og meðferðin á eftir. Það mætti skoða árangur slíkra meðferðarheimila.
Það sem mér sveið oft sárast með uppeldið á mínum var hversu mikill tími fór í brauðstritið. Þeim hefði ekki veitt af betri leiðsögn í gegnum lífið í upphafi þess. En verandi eina fyrirvinnan þá varð að hugsa um mat í litla kroppa og föt utan á sömu kroppa. Ekki bruðlaði móðir með neitt, aldrei farið til útlanda og helst aldrei út fyrir hússins dyr. Mér fannst besti félagsskapurinn vera heima, hjá 4 kátum krökkum. Við ræddum það einmitt í gær við Björn, í öllu baslinu þá söknum við þess tíma að einhverju leyti. Það var samt gaman að vera til þrátt fyrir allt.
Mitt óska þjóðfélag myndi gera konum kleift að vera heima með börn sín, það myndi búa mörgum sinnum betur að börnum sem þurfa meiri stuðning. Óskaþjóðfélagið mitt myndi fara betur með þá sem minna mega sín, aldraða og öryrkja.
Auðvitað myndu einhverjar konur telja það skerðingu á sínu frelsi að eiga að vera heima með börnin, en við hvað eigum við að miða ? Er ekki kominn tími til að forgangsraða betur ?
Þið munið hvaða dagur er...fimmtudagur og þann dag hugsa ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Borgarleikhúsið
7.11.2007 | 23:28
í kvöld. Það var ferlega gaman að afmælissýningunni hans Ladda. Það er ekki hægt að fara út í að lýsa sýningunni enda eiga einhverjir eftir að fara á þessa sýningu. Hún er vel þess virði að sitja þarna eitt kvöld, virkilega skemmtileg.
Björn Gísli fór í fyrsta sinn í leikhús með mömmu sinni. Sumt á maður að prufa einn en sumt er í lagi að prufa með mömmu. Hann skemmti sér konunglega eins og Sigga og hennar strákar.
Ég held að ég hafi ekki ætlað að segja neitt meira í bili....
Munið ljósin fyrir hana Gillí og færsluna mína um fjölskyldu í vanda vegna alvarlegra veikinda...að vísu sá ég mér til mikillar gleði að kvenfélag Keflavíkur (formaðurinn Helga bloggvinkona mín) ætlar að láta til sín taka. Mikið gleður það mig.
Mikið vildi ég að mæður þyrftu ekki að baslast með veik börn, alvarlega veik börn...og það á að vera bannað að mömmur lifi börnin sín.
Klús eins og Himmi hefði sagt. Góða nótt.
Annars ætlar lítill ömmustrákur að koma til ömmu á morgun, það verður sko skemmtilegt að hitta Patrek Mána...elsku kallinn litli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)