Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Vöknuð
6.10.2007 | 14:13
og ekki búið að hringja í mig til að reka mig. Það laumuðust hundar upp í hjá okkur í nótt. Við vorum alveg búin að venja hvuttana af því að stelast upp í en núna um daginn þegar ég var í fyrsta sinn ein heima eftir að Himmi dó þá tosaði ég Kela upp í til mín. Ég var eitthvað lítil í mér. Þetta er að bitna á okkur gamla settinu í dag. Nú eiga þeir það til að laumast upp í þegar við erum sofnuð. Þeir gera þetta þó ekki alltaf en núna eru þeir auðvitað að passa að við gleymum þeim ekki fyrst það er aukahundur að gista. Tíkin læddist þá bara upp í líka en hún er miklu minni en þeir og nettari, það fór eiginlega ekkert fyrir henni greyinu.
Þegar ég vaknaði þá var ekki kvikindi inni hjá mér, nema kóngulóin á glugganum. Ég klæddi mig og fór fram. Fann steinsofandi kall í stofusófanum og 3 hálfsofandi hunda. Nú er ég í eldhúsinu og þessir 4 aðilar horfnir aftur, núna sofa allir inni í herbergi.
Þessi doði sem greip mig þegar Hilmar dó er í rénun. Nú tekst mér að hugsa og framkvæma og er ekki alveg jafn forkastanlega gleymin. Ég var svo slæm fyrst að ef ég skrifaði það ekki á miða þá datt það alveg út og ég mundi það ekki einusinni þó það væri rifjað upp fyrir mér af einhverjum sem beið eftir að ég gerði eitthvað ákveðið. Þá bjargaði það mér að karlinn minn er þolinmóður. Hann virðist skilja alla hluti, að vísu sumt á sinn hátt en aldrei neitt sem truflar mig. Við rífumst aldrei enda er það mín skoðun að þegar maður er kominn í öskurkeppni við makann að reyna að finna eins særandi orð og maður getur þá er illt í efni, virðingin farin sem er einn hornsteina góðs sambands. Við erum auðvitað ekki alltaf sammála og þá ræðum við það. Ef það er pirringur í gangi þá geymum við málið og ræðum það seinna.
Það eina sem hefur vafist fyrir okkur í gegnum tíðina var hvernig taka ætti á málum Hjalta í upphafi. Ég vildi fara með hann strax og fá aðstoð með hann svo hann færi ekki til hel....... en Steinar vildi taka á þessu með allt öðrum hætti. Hann hrökk í meðvirkni og feluleik. Ég er hinsvegar skóluð úr Al-Anon fræðunum, vegna erfiðrar reynslu sem barn, og reif beinagrindina út úr skápnum og skutlaði henni út á götu þar sem allir sæu hana. Það líðst ekki feluleikur heima hjá mér. Ég er líka afar raunsæ að eðlisfari og vil frekar slasa mig á að leysa málin en að draga þau á eftir mér. En ég vil meina að með því að leysa hlutina svona á minn hátt þá takist mér að fyrirgefa allt sem fyrir kemur. Á nú eftir að sjá mig sættast við lát Hilmars en allt annað hef ég getað sett fallega frá mér og það truflar mig ekki. Það sem liðið er á að geymast í fortíðinni en það á ekki að dragast með manni gegnum lífið.
Boðskapurinn í dag; upp með hökuna og gakktu mót framtíð þinni.
Klús á línuna og munið ljósin hans Himma. Mér eru líka sérlega hjartfólgnar stúlkurnar mínar og ég vil bæta einni við enn. Þegar það gerist þá sjáið þið fjórðu ljósasíðuna birtast þarna í hlekkjunum mínum.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Komin heim
6.10.2007 | 04:00
um miðja nótt og hangi í tölvunni. Fann sniðugt á síðunni hennar Kötlu (www.katlaa.blog.is ) Þar er hún með japanska stafrófið og nafnið mitt sem er langt á íslensku lengist helling við að færast í japönsku.
Annars var gaman hér áðan. Bumbulínan mín kom með nýtt barnabarn, hvolp sem þau fengu sér. Hann er agnarlítill en eldklár. Það var gaman að sjá Kela (stórabarn) leika sér af innlifun við þennan litla hvolp. Ég náði nokkrum myndum af Hektor og set þær inn í dýraalbúmið seinna. Hann er voða sæt smárófa.
Nú þarf ég að fara að sofa og minni á ljósasíðurnar sem eru hérna hægra megin á síðunni. Það verður stuð á mínum bæ við að fara að sofa, með 3 hunda. Það er ég viss um að einhver laumast uppí enda pabbinn(afinn) á heimilinu að vinna.
Fyndið sem kom áðan í vinnunni.
VIðskiptavinur ; Gott kvöld, eruð þið með bleiku ljósin ?
Ég ; Nei en við hefðum sko viljað vera með í því !
V; já ok en veistu er þetta bara auglýsing eða eru þeir að styrkja ?
Ég ; þeir styrkja Krabbameinsfélagið
V; (smá vandræðaleg þögn)
Ég ; síminn hjá þeim er 588 55 22
V ; Já takk fyrir og lagði á allshugar fegin.
Nú verð ég kannski rekin úr vinnunni ?! Mér fannst bara sjálfsagt að aðstoða þessa stúlku við að styðja Krabbameinsfélagið.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Aukahundur -vinna og tölvuaðstoð
5.10.2007 | 17:20
Við verðum með aukahund um helgina. Hún Líf ömmustelpa ætlar að vera hérna meðan pabbinn hennar skreppur frá um helgina. Hún er ekki óvön að koma hér þannig að þetta verður ekkert mál. Hérna eru strákarnir kúlulausir þannig að ekkert svoleiðis verður í boði. No doggy porn hehe
Hérna er hún að spá í afhverju hún er lokuð úti !
Helgin mun annars fara í vinnu, heilmikla vinnu með mislöngum hléum. Ég veit ekki alveg hvort mér tekst að vera eitthvað á netinu um helgina en það kemur í ljós. Ég er sem betur fer eldfljót að pikka inn en talsvert lengi að hugsa... kannski aldurinn eða stjörnumerkið .
Ég held að hérna séu einhverjir vina Himma að lesa. Endilega sendið mér tölvupóst ef þið viljið deila skemmtilegum minningum um hann, ég birti ekki nema það megi.
Ein bloggvinkona mín er aðeins í fári með kerfið. Sjá komment við næstu færslu. Ef einhver hér treystir sér til að leiðbeina henni þá yrði ég þakklát. Ég er alls ekki svo tölvuklár sjálf...því miður. Það tók mig marga mánuði að ná að því að setja inn link og það var ekki fyrr en Keli kenndi mér það...takk Keli minn
Hafið það gott elskurnar um helgina og munið að vera dugleg við ljósasíðurnar mínar sem ég held svo uppá.
Ef ég er á msn og svara ekki þá er ég líklega upptekin, það er bannað að móðgast yfir svoleiðis
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja
5.10.2007 | 00:29
komin heim ...búin að taka Björn af stallinum og sé hann eins og hann er, ungur maður. Hann á eftir að gera vitleysur í lífinu en það breytir engu. Málið er hvernig maður leysir vitleysurnar sem maður gerir, það sýnir manns innri mann.
Þau eru öll yndisleg, krakkarnir mínir. Ég er glöð þegar vel gengur enda keppast systur nú við að segja mömmu einkunnirnar sínar úr skólaprófum...það er snilld.
Heyrði ekki í Hjalla í gær og var aðeins óróleg. Svo hringdi hann þessi ljúfi strákur og sagði: mér datt í hug að þú hefðir áhyggjur en hér er allt í besta lagi. Hann var nebblega að fá sér bíórásina og situr nú heillaður og horfir á sjónvarpið sitt.
Ég hef svolítið látið þau spjara sig sjálf. Stend í þeirri meiningu að mamman eigi ekki að vera að ryðjast ofan í allt en eigi samt að reyna að vera til staðar ef þess þarf með.
Oftast hefur mér fundist ég bregðast -gera vitlaust og bara ekki vera nærri eins gott foreldri og ég hefði viljað. En svo sé ég líka að ég get náttlega ekki brugðist við nema eins og ég geri, þetta er þó ég.
Krökkunum hef ég alltaf viljað það besta en stundum hafa aðstæður sett alvarlegt strik í góðar áætlanir.
Nú er ég að verða óskiljanlegur bullari en viti menn, þessi dagur er farinn og kemur ekki aftur. Næstu minnismerki verða sunnudagar fram að 19 október. Þá verða liðnir 2 mánuðir -óhugnanlega lengi að líða þessi tími en litið til baka þá er þetta eilífð.
Hundar fóru til dýró í dag. Ormalyf og Parvó, svo fékk Keli klóaklippingu við engar vinsældir. Það er glataðasta verk ever segir hann og ætlar að bilast úr hræðslu. Hann lifði þetta þó af með herkjum en er búinn að vera hundlasinn í allt kvöld. Gubbaði út um allt þannig að Bjössi var að gerast hreingerninga og hjúkrunarkona. Nú sefur Keli greyið hérna hjá mömmu sinni, alveg búinn á því. Lappa hinsvegar brá ekki við.
Nú býð ég góða nótt og minni á ljósin hjá okkar fólki. -------------------------------------> linkar þarna
Já svo er ég með link á nunnurnar hér í Hafnarfirði. Það er margt fallegt til sölu í klausturversluninni. Endilega skoðið vefinn, sérstaklega þið kertakonurnar.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Að gera kröfur
4.10.2007 | 17:08
sem eru þess eðlis að kannski er ekki hægt að standa undir þeim er ekki mjög gáfulegt. Að þykjast svo vera í góðu sambandi við sitt fólk og sitja í miðri blekkingunni er jafnvitlaust. Ég hef oftar en ekki lagt kröfur og skyldur á herðar Bjössa sem eru meiri en á önnur börn mín. Ég hef haft hann sem minn trúnaðarvin og ætlast til þess bláköld af honum að hann geri ekkert sem brýtur í bága við mína ofurtrú á honum. Hann er að verða tvítugur og kelling móðir hans hefur bara ætlast til þess að hann reyki ekki, drekki ekki og noti ekki nein efni sem skekkt geta skynsemi hans. Án nokkurs tillits til hans aldurs og því sem aðrir ungir menn aðhafast þá hefur kelling haft hann í fílabeinsturni og neitað að sjá hvað hann er, hann er ungur maður sem á að lifa lífinu sínu án þess að mamma sé sífellt ofan í öllu.
Hann hefur horft á vegferð bræðra sinna. Hilmar endalaust í klandri vegna afbrota sinna. Hjalti í öðruvísi klandri vegna fíknar sinnar. Og hann tók þá einu ákvörðun sem hann gat. Hann fer sínu fram á bakvið mig til að forðast að særa móður sína sem hefur troðið honum gegn hans vilja upp á þennan voðalega stall.
Fyrirgefðu Bangsi minn, mamma skal reyna að leyfa þér að eiga lífið þitt í friði. Mundu bara að sama hvað gerist þá elska ég þig og það er enginn OFF takki til á því.
Lenti svo annars í óskemmtilegri reynslu en upplýsingar um það fást í gegnum msn. Birti ekkert nema mér finnist það eðlilegt.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir Jennýu
4.10.2007 | 12:54
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lyfið margumtalaða
3.10.2007 | 21:08
Eins og nauðgun er skelfilegur glæpur þá má forðast að hengja bakara fyrir smið. Hér gekk um átak um að koma þessu lyfi af markaði vegna þess að talið var að nauðgarar nýttu það við ofbeldisverk sín. Ég hélt að þetta lyf skildist út úr líkamanum mun hraðar en kemur fram í grein landlæknis.
"Í erlendum vísindagreinum um þessi efni kemur fram að tiltölulega sjaldgæft sé að læknislyf séu notuð í þessum tilgangi. Flunitrazepam sker sig þar ekki úr, jafnvel í þeim tilvikum þar sem fórnarlömbin telja að svo kunni að hafa verið og sérstaklega er eftir því leitað í sýnum innan þess tíma sem það á að greinast, en eftir inntöku 1 mg af flunitrazepami má finna það í þvagi í 2 4 sólarhringa. Oftar en ekki reynist áfengisprósentan sjálf nægileg til þess að skýra minnisleysið, en kannabis er næstalgengast í þessum sýnum"
Leturbreyting mín.
Þarna hefur það verið rekið ofan í mig.
Svo var annað sem ég var að pæla í...ef minnið um atburðinn er ekkert, verða þá afleiðingar eins slæmar og við "hefðbundnar" nauðganir ?
Hvað haldið þið um það ? Það má vera að einhverjum finnist þetta asnalegar pælingar en þá það...
Hérna er slóð á grein landlæknis um málið.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Urg
3.10.2007 | 19:45
þoli ekki gátur, get þær aldrei hehe.
Ráðið þið við þessa gátu hjá Valda ? Gátuskömmin
Þetta er örfærsla...er enn að spá í hvað ég á að gera við alla bloggvinina, ég næ ekki að lesa hjá öllum á hverjum degi. Er það ekki skandall ??
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ákvörðun komin
3.10.2007 | 18:48
ég nenni ekki að vera í dramatískri fýlu. Enda yfir hverju ? Þeirri tilfinningu að standa ein eftir eins og asni yfir að vita ekki það sem ég mátti vita ef ég væri að fylgjast með ? Mér líður náttlega eins og sauði en það er nú eitthvað sem ég er vön. Ég er algjör sauður oftast nær.
Búin að eyða deginum í fundahöld í vinnunni minni, margt spennandi framundan í vetur.
Skottálfarnir mínir voru fegnir þegar ég kom heim. Þeir eru eins og mannabörn, urðu að sjá í töskuna mína og spyrja hvar ég hefði verið. Þegar við komum með innkaupapoka þá skoða þeir ofan í alla poka til að gá hvað við keyptum.
Það eru skemmtilegar hvolpamyndir hjá henni Huld (www.ringarinn.blog.is )
Munið svo öll ljós fyrir alla.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Upp komast afbrot um síðir
2.10.2007 | 19:44
Bjarndýrsdruslan mín er nú alveg metfé. Hann er farinn að reykja...hrmpf......ekki smart múv.....Jæja það þýðir ekki um það að fást. Pabbi hans vissi um þetta hehe og sagði víst við Björn að honum væri óhætt að segja móður sinni þetta...mamman væri ekki þannig að hún yrði alveg biluð yfir þessu. Mér þótti nú nokkuð vænt um að hann myndi segja þetta :) takk Gísli.
Svo langar mig að biðja ykkur um að senda hlýjar hugsanir til hennar Gillíar og kveikja ljós fyrir hana. Þið eruð orðin alveg sérfræðingar í svona ljósum Kertasíðan hennar er hérna. Ennfremur vil ég sýna ykkur slóðina á síðuna hennar (www.gislina.blog.is ) .
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)