Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Manni hefnist fyrir

Það er mín trú, sumum hefnist að vísu ekki fyrir fyrr en í næsta lífi. Mér hefnist hinsvegar fyrir strax enda virðist ég hafa komið með mikinn farangur með mér í þetta líf.

Ég hló endalaust  (í hljóði) að kallinum mínum í gær í sjónvarpsbrasinu hans. Nú sit ég hérna og með gráa klessu á skjánum og á henni stendur snjallkort vantar. Þetta kerfi hefur verið alveg ágætt en núna undanfarnar 2 vikur þá hefur verið bras á þessu. Svo hringir Steinar og talar við einhvern, viðkomandi segir að þetta og hitt sé að (allt auðvitað hjá okkur ) næst þegar hann hringir þá er eitthvað annað að. Eina afsökunin sem hefur ekki komið er að húsbóndinn hér sé með táfýlu og kerfið virki ekki þess vegna.

Æj Guð gemmér þolinmæði í tryggingarfélög og sjónvarpsfyrirtæki !


nýyrði-nýyrði

Ég fann orð sem ég skil ekki og ákvað að taka það að mér í von um að einhver þekki greyið. Það er í frétt á forsíðu MBL og lítur svona út =taugaóskyrt.

Næsta færsla fyrir neðan þessa er samt betri Errm

 

Skrapp frá í fimm mínútur, kem eftir kortér


Hugtakapæling

Við notum hin ýmsu hugtök til að skilgreina ýmsa hluti og þá til dæmis það sem gerir fólk frábrugðið öðrum.

Oft hættir fólki til að láta bara skilgreininguna á viðkomandi duga en hugsa jafnvel ekki málið til enda. Ég les stundum umræður á Barnalandi og margt þar getur verið fróðlegt þó Barnaland sé oftar umtalað sem skítkastsvefur.

Nú var ég að lesa þar áðan og þá er vitnað í pistil Bebbu á Víkurfréttum. Hún fjallar þar um fósturskimanir. Í framhaldi af þessu snýst umræðan yfir í hugtök um heilbrigði eða óheilbrigði. Telst t.d. sá sem er með Downs heilbrigður ? Er hann heilbrigður þar til hann fær flensu eða kvef ? Eigum við að skilgreina ákveðnar fatlanir sem óheilbrigði ?

Mín skoðun er sú að sá sem er fatlaður, er fatlaður. Það er ekki það sama og óheilbrigður. Hilmar minn var misþroska,með ofvirkni og athyglisbrest. Í mínum augum var hann ekki óheilbrigður en hann fylgdi ekki þeirri kúrfu sem til var ætlast.

Nú þætti mér sérlega gaman að fá að vita hvað þeim kjarnorkukonum Jónu og Höllu finnst um þetta. Hvernig sjá þær t.d. syni sína sem eru einhverfir ?


Aha

ég er enn með minn, ósnertan og óbilaðan. Mamma bannaði mér alltaf að gleypa tyggjó og mola í heilu, það færi sko beint í botnlangann og þá yrði læknirinn að koma með stóra hnífinn Crying 

Ég mátti ekki heldur rúlla mér niður brekkur, bein ávísun á garnaflækju. Mamma fékk svo garnaflækju þegar ég var krakki og spurningar mínar um brekkurúll voru ekki í þökk hennar...henni fannst ég vera dáldið vitlaus baraTounge

Munið þið meira svona sem mátti ekki...á heldur hæpnum grunni ?


mbl.is Botnlanginn hefur hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsunarhátturinn

er svo brenglaður. Hann hefur vísast misst áhugann á þeim eldri í hlutfalli við kynþroskann sem hann hefur tekið út. Þessir drengir eru ótrúlega heppnir að hafa lifað þetta af.

Ætli heilinn í kynferðisbrotamönnum sé öðruvísi en í öðrum ? Nú er hægt að setja rafskaut í heilann á parkinsonsjúklingum til að minnka kippina. Mér datt bara í hug að ef það finnst einhver brenglun í þessum heilum þá væri kannski hægt að gera eitthvað svipað....ég veit þetta ekki, hef aldrei haft neinar tilhneigingar til barna...


mbl.is Tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir rán á tveimur unglingspiltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ashley X

 Hérna kemur meira um þessa stúlku sem ég var að skrifa um hér í fyrri færslu. Það voru heilmiklar umræður um þetta mál í fyrra...þið verðið að vísu að geta lesið á ensku, ég nenni ekki að snara þessu á íslensku.

Background

Ashley was born with a severe brain impairment of unknown cause, termed a "static encephalopathy" because it has not worsened. Although she sleeps and awakens, and breathes on her own, she is unable to raise her head, sit up, hold a toy, walk, or talk, and must be tube-fed. Nonetheless, she is alert and responsive to her environment, particularly enjoying the music of Andrea Bocelli. Her parents have nicknamed Ashley "Pillow Angel," because she always remains where she is placed, which is usually on a pillow.[1]

In 2004 when Ashley was six and a half years old, she began to show signs of puberty[1] and her parents and doctors began to anticipate a variety of issues common in children with severe neurological impairments. As these children grow larger, it takes more strength to move them and provide basic bodily care, raising the risk of pressure sores from immobility. Precocious puberty is common in children with various forms of severe brain damage. The early appearance of secondary sexual characteristics is often distressing to parents and caretakers. Many parents of severely disabled children explore possible ways to avoid having to deal with menstruation and fertility in a diapered child. A variety of treatments have been used over the last several decades to deal with these issues.

In July 2004, Ashley had a hysterectomy (to prevent menstruation) and surgical removal of her nascent breast buds (to prevent development). She also underwent an appendectomy. The surgery was performed at Seattle's Children's Hospital and Regional Medical Center. In addition, she recently completed estrogen therapy to permanently stunt her growth.

Ashley's story first broke in October 2006, in the Archives of Pediatrics & Adolescent Medicine. In January 2007, her parents, who wish to remain anonymous, set up a blog to explain their reasoning for their decision.[1]

[edit] Arguments for the treatment

The parents state that they sought such treatment for the best interests of their daughter, namely, to enable them to personally continue constant care for her; to reduce the risk of bedsores; to avoid the discomfort that may be associated with menstruation; to prevent pregnancy; to avoid the discomfort of large breasts, which run in Ashley's family; to prevent breast cancer; to prevent appendicitis which occurs in 5% of the population and which would be difficult to diagnose in Ashley as she would be unable to communicate the symptoms. They also believe that without developing secondary sexual characteristics, Ashley will be less vulnerable to sexual abuse.[1]

[edit] Reactions

In the United States, Arthur Caplan, of the University of Pennsylvania's Center for Bioethics, has criticized the Ashley Treatment in an MSNBC editorial, arguing that it is "a pharmacological solution for a social failure--the fact that American society does not do what it should to help severely disabled children and their families."[2]

Disability rights advocates, including Not Dead Yet[3] and Feminist Response in Disability Activism (FRIDA), called the treatment "invasive medical experimentation", "mutilation", "desexualization", and a violation of Ashley's human rights. FRIDA called on the American Medical Association to condemn the Ashley Treatment [4]

In the United Kingdom, the British Medical Association stated, "If a similar case occurred in the UK, we believe it would go to court and whatever decision was ruled would be in the best interests of the child." Dr. Peter Hindmarsh, Professor of Paediatric Endocrinology at Great Ormond Street Hospital was troubled by the treatment decision being taken by a hospital ethics committee. "'I am not sure the ethics committee was the right place to decide,' he said, adding that it was not clear who represented the child's interests when it went before the committee." [5]

In Canada ethicist Arthur Schafer's nationwide opinion piece[6] defending the operation as justifiable in consideration of Ashley's comfort served as a catalyst for criticism from disability rights activists such as Dave Hingsburger[7] of the York Central Hospital and Keenan Wellar from the LiveWorkPlay self-advocacy organization. In a rebuttal,[8] Wellar attacked the notion that Ashley's limited mental abilities justified the decisions made on her behalf: "Infants have human rights even though they can't speak for themselves. Why should Ashley have received any less consideration?"

On May 8, 2007, an investigative report, done by The Washington Protection and Advocacy System, criticized the hospital that performed this controversial procedure for violating Washington State law. [9]


Komin á fætur

en á reyndar eftir að fá mér kaffi. Ég er hress og hef það ágætt, hvuttar fengu báðir einhver hnerraköst áðan sem engin skýring fannst á. Ég var bara sátt með að þeir ældu ekki á gólfið.Oj!

Það hefur mikið verið skrifað um REI og GGE, en ég hef hvergi rekist á neinn sem fjallar um morð í vesturbænum. Nú var ég að spá í ; eru bloggarar orðnir svona kurteisir eða nær þetta ekki áhuga þeirra vegna þess að um tvo góðkunningja lögreglu er að ræða ?

Las  í mogganum áðan um konu sem vill láta fjarlægja leg úr fatlaðri dóttur sinni til að losa hana við túrverki. Í þeirri grein er vitnað í annað mál sem skók heimsbyggðina, þá lét kona fjarlægja leg og brjóst fatlaðrar dóttur sinnar. Ég fór í brjóstaaðgerð fyrir nokkrum árum og það var ekki einfalt mál. Skurðirnir lengi aumir og örin seinna. Ég er ekki meðmælt óþörfum læknisaðgerðum eins og til dæmis þegar fólk festist í lýtaaðgerðum. Oft er undirrótin eitthvað sem hægt er að laga með öflugri sjálfsstyrkingu.

Nú fer ég að fá mér kaffi.


Afturlappalísa

Ég er að glotta, glotta að karlinum mínum. Það eru tvö raftæki sem hann elskar á heimilinu. Annað er eldavélin sem konan hans stjórnar en hitt er sjónvarpið.

Undanfarið hefur sjónvarpið verið með vesen, við erum með kerfið frá Símanum. Það eru miklir hnökrar á þessu, frýs myndin og svona allskonar vesen á þessu. Karlinn minn, þessi rólyndismaður, er orðinn nokkuð brúnaþungur í símanum. Hann er búinn að skammast yfir þessu nú í fimmtán mínútur og á meðan kólnar maturinn hans

013

012

Hjalli kom með kisuna sína rétt í þessu. Keli féll alveg fyrir henni og situr nú hér og mænir ástaraugum á kisu. Kisur eru svo flottar segir hann. Kettlingurinn tekur þessu með mestu ró og leyfir Kela að þvo sér.

Nóg í bili...

Muna ljósasíðurnar


Á hverju á ég að byrja ?

001hmmm veit það ekki og geri þá eins og svo oft þegar ég veit það ekki. Byrja bara að pikka inn og sé hvað gerist. Jenný Anna (www.jenfo.blog.is ) fjallar um REI og GGE og BÁ...það er nóg. Ég hef ekkert sett mig inn í þetta eins og svo margt annað sem gerst hefur í þjóðfélaginu síðan í ágúst. Ég skil alveg núna hvað átt er við með fólki sem er fast með hausinn í rassg***** á sér. Mér hefur liðið þannig. Það er að lagast.

Björn var að gera grín að mér í gær. Við vorum að labba um í kirkjugarðinum og vorum komin nokkra metra inn í garðinn. Þá sný ég mér við og spyr Björn hvort þessi bíll ,sem ég sé , sé ekki bíll pabba hans. Jú það passaði og við spjölluðum aðeins við þau. Eftir á sagði Björn ; mamma þú ert nú alveg milljón ?! ,,Ha afhverju ?" Nú þú snýrð þér við uppúr þurru og segir um leið að þetta sé pabbi, hvernig vissirðu að hann var þarna ? Ég gat nú svosem tekið undir að þetta leit asnalega út en ég er bara svo vön því að hnippt sé í mig við ýmsar aðstæður. Það hefur alltaf verið þannig, löngu áður en Himmi dó. Svo segir Björn, þetta er eins og þegar þú hringir bara í mig og ég búinn að fá mér bjór !! Þú veist alltaf allt !!

Mig hefur ekki dreymt Hilmar, ekki neitt bara. Hann hefur heldur ekki þvælst á beinu rásinni minni. Hann kemur kannski seinna, anginn minn. Steinar ætlaði að redda lyklum að bílnum hans í dag. Ég held að það sé einfalt mál.

Annars er ég góð og ætla að sýna ykkur myndir...fyrst af honum Hector litla sem Solla og Jón Berg eiga...

006004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fór ég að heimsækja sjúklinginn og hann leit svona út núna

009010

Svo er næst að sýna ykkur dýralífið á heimilinu...

011


Það er svo

ferlega fallegur dagur. Ég er loksins búin að vinna, byrjaði klukkan 15.30 í gær og vann til klukkan 5 í morgun. Það sem bjargar manni á þessari löngu vakt er að þá vinn ég með Nínu, það er gott að vinna með Nínu. Það er alveg sama hvað fólk hreytir í hana, hún er alltaf jafn róleg...hehe.

Ég ætla að fara upp í garð á eftir og líta til hans Himma míns.

Við erum enn að passa tíkina hans Sigga, það fer ekkert fyrir henni greyinu. Hún er voða góð og þæg. Hún verður örugglega samt fegin að hitta pabba sinn í dag.

Steinar verður þessa viku í annarri vinnu en vant er og við fengum mann til að passa bílinn hans á meðan. Minn er náttlega enn í klessuverki. Það næst kannski að fá hann í gagnið fyrir næstu helgi, annars kemur það bara í ljós. Nenni ekki að hafa áhyggjur af því eins og er.

Ég náði næstum að lesa alla bloggvinina í gær í vinnunni áður en lætin byrjuðu...var aaaaaaalveg að verða búin að því en þá varð truflun og ég sá að það röðuðust inn nýjar færslur. Ég er nú í fríi næstu daga og næ kannski að skrifa hér og lesa. Annars þarf ég að fara að klára flísalögnina sem ég var í þarna áður en Himminn minn fór. Man einhver eftir iðnaðarmanninum litla hérna ?

Njótið dagsins elskurnar og ég lofa ekki að skrifa ekki meira í dag muhahhahaha.

Munið svo ljósin þeirra allra, ég bætti Þórdísi Tinnu við í gær. Ég vil meina að góðar hugsanir sem fylgja þessum kertum séu til góðs. Fyrir mig virkar það amk þannig að mér finnst ég finna áþreifanlega hlýhug og góðar óskir. Það róar og sefar sorgina sem ég er að reyna að læra að bera. Hún er misþung en ég er að læra.  Eins og ég sagði í gær þá mun ég líklega aldrei sætta mig við hana en verð að læra að bera hana. Að mestu hefur mér ,síðustu daga, tekist að vilja vera hér áfram. Það var eitthvað sem ég vildi ekki fyrr, ég vildi bara fá að fara til Himma. Það er samt dálítil uppgjafarhugsun og það hef ég ekki verið þekktust fyrir. Það er betra núna enda margt sem ég hef að lifa fyrir. Ég þarf að horfa svolítið á það, vera jákvæð og reyna að fóta mig í þessu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband