Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fréttir dagsins

eru smáskrýtnar í dag...

Al Gore fékk friðarverðlaun en Sri Chinmoy lést í gær. Íslenskir þingmenn voru að myndast við (ja 51 þeirra) að tilnefna Sri.

Það er líka einkennileg frétt á mbl.is. Hún er um fólk sem ákvað að eignast barnið sitt þó líkur væru á að það væri með Downs,sem það reyndist svo vera með. Gott og vel, fínt mál. En í frétt blaðsins er talað um að nær öllum slíkum fóstrum sé eytt. Mér finnst að hvert par verði að gera það upp við sig sjálft hvað það gerir í þessari sorglegu stöðu þegar upp kemur að konan gengur með fatlað barn. Ég get ekki né þú,lesandi góður, ákveðið hvað skal gera í slíkri stöðu. Það getur bara sá sem reynir það gert. Fréttin kemur aðeins út sem nokkur fordæming á eyðingum slíkra fóstra. Það finnst mér miður.

Nú þegar er búið að panta varahluti í græna sjúklinginn fyrir um 700.000 krónur. Eitthvað af þessu ekki til og er á leiðinni til landsins. Það verður gott mál þegar hann kemur af sjúkralistanum og enn betra þegar tryggingarfélögin verða búin að útkljá málið.


Fallegur dagur

Sjúklingurinn sat ósvífinn í fjallahéruðum Reykjavíkur í morgun þegar ég mætti til vinnu minnar. Tounge Honum var sleppt lausum þegar búið var að útiloka alvarleg veikindi. Eitthvað á samt að skoða hann betur í dag til öryggis.

Ég fer ekki vestur. Það rakst hvað á annars horn þannig að niðurstaðan varð þessi. Ég fer bara í barnaafmæli í staðinn, ég hlýt að komast það.

Annars er allt bara sæmó...tekst aðeins að ýta frá mér sorginni og einbeita mér að fallegum minningum, er ss farin að hafa aðeins stjórn á heilanum. Næstu vörður eru ýmis afmæli á næstunni og þar á meðal hans.


Búin með nokkuð flókinn dag

sem innihélt björgunaræfingar í vinnunni (sjaldan verið jafnfegin að heyra í neinum eins og sjúklingnum mínum í dag)

Stórsviptingar í borgarstjórn sem mér tókst að pirra mig á

Frábæra heimsókn frá feðgunum fræknu (mér sýnist stefna í að þeir komi aftur)

Yndisleg komment frá bloggvinum mínum (allra besta fólkið í heiminum)

Nú fer ég sátt að sofa og líður bara nokkuð vel. Munið ljósin hans.

Góða nótt


Að hengja bakara fyrir smið

og það gerði ég áðan í fyrri færslu. Mér fannst ég hafa séð Björn Inga þræta fyrir viðræður í Kastljósinu í gærkvöldi. Það var rangt, það var Dagur sem þrætti. Nú eru sjallar í víðtækri fýlu og skiljanlega. Björn Ingi virðist mér hafa neglt allra síðasta naglann í kistu Framsóknarmaddömunnar. Blessuð sé minning hennar.

Fékk góða gesti áðan, Halli fyrrum mágur leit við með 2 syni, Haukinn minn stóra og góða frænda og litla gorminn Núma Stein. Hundarnir biluðust nærri úr gleði. Lappi ákvað að hann ætlaði að eiga Núma Stein en venjulega vill hann ekki krakka of nærri. Hann meira að segja skammaði Hauk þegar Haukur tók litla bróður sinn upp.

Mont dagsins..; Sollan mín er snillingur !!  Hún gerði sér lítið fyrir og fékk 9.8 í lokaprófinu í stærðfræði. Hún er svo dugleg og það er svo gaman að fá að vera stolt mamma.

Hjalti og Aníta eru að standa sig rosalega vel. Þau eru hrein og ég er svo stolt af þeim, báðum. Hann henti bílnum sínum í dag, í Hringrás og fékk 15000 fyrir hann. Þá getur hann ekki verið að keyra og safna sektum. Hann er duglegur...svo duglegur. 

 

 


Ómarktækur lýður

er það sem mér dettur í hug þegar ég sit og hlusta á borgarstjórnarfarsann. Björn Ingi var spurður að því í gær eða fyrradag hvort viðræður væru þá hafnar við Samfó. Hann tvíneitaði. Djö gæti ég ekki verið í pólitík...tækist aldrei að sitja sæt og pen og ljúga bara blákalt. Mér kemur þessi borgarstjórn svo sem ekki beint við...bý ekki í Reykjavík. Mér er bara illa við svo tvískinnung og fals. Nú má vel vera að þetta REI og GGE hafi verið svona stórmál...það átti samt að leysa það eitthvað snyrtilegra tel ég.

"sjúklingurinn" minn hringdi áðan, fastur í milljón snúrum og drasli upp á spítala. Hann var samt eldhress, sagðist hafa farið í sneiðmyndatöku og læknarnir hefðu sagt að ekkert væri í kollinum. Hann sagðist hafa vitað það sjálfur en fannst helber óþarfi hjá læknunum að hafa orð á því. Hann er ágætur og oftast skemmtilegur, segir manni oft snilldarsögur.

 


Tími til að hressa upp á

kunnáttuna í fyrstu hjálp en alltaf þarf eitthvað stórvægilegt að vera til þess að maður fer að hugsa um slíkt.

Einn vinnufélaginn fannst rænulaus hér fyrir utan húsið rétt fyrir hádegið. Aðkoman var ansi erfið, manninum afar þungt um og leið greinilega illa og alveg meðvitundarlaus. Ég skoðaði manninn í snarheitum og það var strax hringt eftir sjúkrabíl. Tungan var komin alveg aftur í kok en um leið og ég náði að snúa manninum aðeins þá varð öndunin ekki eins þung. Ég spjallaði svo við hann og strauk honum í framan meðan við biðum, rosalega finnst manni maður bíða lengi þegar svona aðstæður eru. Það leið smástund og þá fannst mér hann vera farinn að bregðast aðeins við mér. Í vandræðum mínum segi ég við hann,, '***** minn, þetta er Ragga litla !? Þá svarar hann mér hátt og snjall ; Já ? Hann kom svo smásaman meira til sjálfs sín en var auðvitað fluttur til skoðunar á sjúkrahús.

Hann var í hvarfi héðan frá gluggunum en maður sem átti erindi í húsið kom upphaflega að honum og lét okkur vita.

Rosalega verður maður hryllilega sleginn þegar svona gerist. Nú horfi ég bara á klukkuna og langar heim.


Var búin

að skrifa pistil um klám á word skjal í tölvunni. Nenni svo ekki að birta hann, er í ferlegu letikasti sem er verra, ég er í vinnunni. Hmmm....

Læt nægja í bili að bjóða góðan dag og lofa að birta pistil þegar ég hef heilsu í að standa fyrir máli mínu og þoli skammir.


Eldabuskan og leigubílstjórinn

Ég ákvað að spyrja Björn hvort hann nennti að elda. Já hann var til í það. Steinar kom stuttu seinna heim og rölti glottandi til mín inn í stofu ; það er eins gott að ég fór ekki og kyssti kokkinn ! ,,Ja ég er hrædd um að kokkurinn hefði lamið þig bara núna" sagði ég.

Nú fer ég að prófa Bjarnarmat


Undur og stórmerki

Það hringdi í mig syfjað bjarndýr áðan, það hafði staðið í stórræðum. Hleypt inn vöskum manni frá símanum sem kom með nýjan afruglara, tengdi, græjaði og gerði og fór svo. Þetta virkar fínt sagði hinn syfjaði Björn og hefur líklegast skriðið upp í rúm aftur.

Ég sagði einmitt við Steinar í gær þegar við vorum skriðin uppí að ég vissi hvernig ætti að hafa dótaríið í lagi. Hann reis upp við dogg með miklum áhuga..,, nú hvessa á það glyrnurnar ! segi ég gáfuleg á svip. Áhuginn minnkaði til muna og breyttist í hnuss.


Farin að sofa

og ég ákvað að bjóða bara góða nótt núna. Ég er svona veseniskelling eins og flest kvöld, samt skárri en í gær. Kannski er þetta bara svona,smáskánar í mestu rólegheitum.

Minni á ljósasíðurnar og sýni ykkur hvernig þið eruð í mínum huga.

bloggvinirnir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband