Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Rasismi eða ?

Ég skrapp yfir til hennar Heiðu, þar vísar hún í myndband sem er mikið í umræðunni í USA. Þar hafa menn oft sett met í einkennilegum hugsanagangi. Þetta slær þó flestu við...þarna verður stúlkukindinni á að glopra út úr sér óheppilegum ummælum sem falla undir kynþáttafordóma í miðjum hmmm...klíðum. Og það fer allt á hliðina...þarna standa karlar í verslunum (klámverslunum) alveg ferlega hneykslaðir á ummælum stúlkunnar. Þeim finnst ekkert að því að standa í slíkri sérverslun, það er greinilega aukaatriði í málinu. Það stendur þarna meira að segja einn á sprellanum og tuðar yfir að kynlífsiðnaðurinn sé settur niður með þessum ummælum.

Myndbandið kemur hér á eftir. Það er EKKI fyrir viðkvæma og EKKI fyrir börn. Vinsamlega hafið það í huga ef þið ákveðið á ýta á play.

 


Use Of 'N-Word' May End Porn Star's Career

Veit ekki alveg

upp á hvað ég ætla að bjóða núna en ákvað að opna gluggann og sjá hvað kemur. Fékk áðan ágæta skýringu á því hvers vegna mín kæra Jenný flaug ekki af hankanum í gær þegar einhver sérfræðingur í dónaskap Tounge tautaði um BDSM. Hún hafði náttlega ekki grun um hvur röndóttur þetta var. Eðlilega. Það voru áreiðanlega margar virðulegar húsmæður sem höfðu ekki um þetta hugmynd fyrr en þetta kom upp í sambandi við Guðmund í Byrginu. Það mál er nú á leið fyrir dóm og umfjöllun um það frestast þar með hérna allaveganna.

Þau ykkar sem lituð yfir á síðu systur minnar hafið eflaust velt fyrir ykkur hversu svipaðar skoðanir við höfum á þessu tabú máli sem neikvæð umfjöllun um áfengi er. Það má kannski rekja það til þess að við erum að sjálfsögðu aldar upp við það sama og það var ekki jákvæð upplifun af víni. Vín var nánast aldrei haft um hönd hjá foreldrum okkar, þetta var ekki á því heimili. En hitt er aftur staðreynd að með árunum þá höfum við systur reynst hafa svipaðar lífsskoðanir og svipaða trú. Stundum finnst mér við vera sitthvor hliðin á sama peningnum. Við erum ekki áberandi líkar í útliti en þó nokkuð sterkur svipur. Hvorug okkar hefur fengið nokkuð ókeypis í lífinu og þurft að klífa stundum heilu hamrabeltin til að komast áfram í lífinu. Þá höfum við bara gert það enda glymur sífellt í höfði okkar ráðlegging mömmu heitinar ; þú getur það sem þú vilt. Systir mín er ein af mínum uppáhaldsmanneskjum og henni treysti ég betur en flestum öðrum. Hún er engillinn minn Heart

Ég er ekki að hugsa mér að best sé að banna áfengi. Það held ég að myndi seint virka. Hinsvegar finnst mér að við (þessi fullorðnu) eigum sjálf að leggja línuna í þessu og ganga á undan með góðu fordæmi. Hver maður hefur vald til að breyta hjá sér sjálfum en vald yfir öðrum á enginn að hafa.

Ég var að komast að því í þessum töluðu orðum að ein bloggvinkona mín síðan frá fornu fari er að aðstoðarverslunarstjóri í versluninni sem Björn þrammar um í á nóttunni . Kveðja til baka mín kæra.

Nú held ég að ég hafi ekki meira að segja í bili enda komin með Björn hér mér til selskaps.....best að fara bloggrúntinn.


Tjúllaður pólitíkus

 

Smáviðbót;

Systir skrifar snilldarpistil hjá sér um tvískinnunginn í sambandi við áfengi ...(www.siggahilmars.blog.is


Kona virkar ekki

nema í réttum búðum. Það sannaðist endanlega í dag. Ég heimtaði að fara í Krónuna og fyrir valinu varð Krónan á Bíldshöfða. Við löbbum inn og tökum körfu. Búðin er afar björt og falleg, kjötborðið er mjög fínt. Ég fann þar bolasneiðar, svo örþunnar að þær litu út fyrir að hafa verið sneiddar af með ostaskera. Ég er alls ekki viss um að restin að bolanum sé dauð. Hann er kannski á vappi einhversstaðar með plástur á rassinum ?

Ég fann samt nánast ekkert af því sem á innkaupalistanum var. Það endaði með því að ég gafst upp og fór á kassann. Steinar eitt spurningarmerki í framan og spurði ; ha, ertu búin að gefast upp ? Ég varð að viðurkenna það. Við skruppum til Himma og fórum svo í venjulega verslun, Bónus. Ég var nánast búin að fylla körfuna á fimm mínútum, þá brosti minn kall út að eyrum. Þarna kannaðist hann við sína konu.

Ljósasíðurnar eru í fullu gildi og ég vil beina því til ykkar að senda henni Gíslínu eins mikið af góðum hugsunum og þið getið bara. Hún á kertasíðu hérna í hlekk til hliðar.


Nú verð ég steindrepin

en það verður að hafa það. Hún Jenný hefur oft skrifað um eril vin sinn sem er sífellt á skallanum oní bæ og með allskonar attitjúd þar. Mígur utan í alla kofa og bara til tómra vandræða. Ég var að lesa á barnalandi áðan og þar eru 2 umræður um 15 unglinga sem skiluðu sér nánast án rænu heim vegna drykkju.

Ég sótti nokkrum sinnum miðson minn við slíkar aðstæður. Eitt sinn var nánast búið að hvítskúra svarta maríu að innan með hans hátign sem vissi ekki í þennan heim né annan. Hjálpsamir lögreglumenn aðstoðuðu mig við að koma hans hátign í aftursætið og ég setti barnalæsinguna á svo kappinn húrraði ekki út einhversstaðar á miðri leið. Svo var ég að vesenast með sjálfri mér hvernig ég ætti að komast með líkið upp á 4 hæð. Engin lyfta,bara tröppur og hánótt. Ég var náttlega fokreið við hann og þegar ég ríf upp hurðina fyrir utan heima þá hundskamma ég minn strák (maður á svosem ekki að skamma fólk meðan það er drukkið) og það bregður svo við að herrann bregst reiður við aðfinnslum móðurinnar. Hann skálmar hinn versti upp allar tröppur og inn heima. Snarast inn í herbergi og skellir á eftir sér. Ég heyri eitthvað bras og brölt sem benti til þess að hann væri að reyna að hátta sig. Eftir augnablik skálmar móðgaða afkvæmið inn á kló, sest á klóið og ælir í óhreina tauið. Hann hlær í dag að þessu með mér.

Ég leyfði mér að afrita eitt móðurinnleggið áðan ;

"Ég hringdi í lögguna í gær og spurði hvað ég gæti gert, ég væri með rænulausan ungling sem ég vildi ekki hafa svona inná heimilinu og vildi vita hvar hann hefði fengið vín, En lögreglan svaraði að ég yrði bara að bíða þar til rynni af honum þeir gætu ekkert gert, Við fórum með hann á slysó til að láta taka blóðprufu til að sjá hvort þetta væri eitthvað meira en vína en þau vildu heldur ekkert gera þar.
Mér fynnst að það ætti að taka þessa krakka og láta þau sofa úr sér á lögreglustöð og yrirheyra þau svo þegar þau vakna.
það þíðir því miður ekkert að setja reglur það er ekkert farið eftir þeim, stundum fynnst mér mikil synd að öll þessi barnaheimili hafi verið lögð niður, það mætti fara einhvern milliveg á uppeldi í dag og´fyrir 40 árum"

Persónulega finnst mér víni allt of mikið hampað nú til dags og þá af okkur sem eldri erum. Það erum við fullorðna fólkið sem leggjum sjálf þessa línu. Það er ætt í bæinn og djammaður af sér hausinn. Krökkunum hent í ömmur og afa -krakkarnir eru ekkert vitlausir , þeir vita alveg hvað er í gangi. Öll vínneysla er sett í einhvern sparibúning og þeir sem ekki lenda í vandamálum með vín telja sig oft á tíðum geta litið niður á hina sem fara í meðferð og sérstaklega á þá sem eru komnir alveg í ræsið. Það er vel hægt að skemmta sér án áfengis, það er enginn vandi. Meðan við ölum börn okkar upp við að vínneysla sé fín, það sé gott að fá sér öl með boltanum þá er engin von til árangurs. Og þegar við erum búin að ala börnin upp við það sem við teljum fína vínmenningu og krakkinn kemur sauðdrukkinn heim þá þýðir bara ekki að fá eitt stykki æði yfir því. Krakkar þamba eins og kálfar af dalli í fyrstu atrennum sínum við að höndla áfengi. Þau kunna ekkert á það, eðlilega ekki.

Maður getur vel lesið örvæntingu móðurinnar út úr innlegginu sem ég setti inn að ofan. Hún vill gera eitthvað en finnur kannski ekki neina leið svona strax.

Hættum að hampa þessu helvítis víni og reynum að vera eins og almennilegar manneskjur !!

 


mikið rætt um pólitík

á bloggsíðunum eins og sakir standa. Ég er búin að lesa pista frá hinum og þessum, yfirlýstum stuðningsmönnum í þessum og hinum flokknum. Það er magnað að lesa fyrir mig, eins lítið pólitísk og ég er og treysti reyndar stjórnmálafólki alls ekki. Mér finnast alltaf skína í gegn eiginhagsmunapot og loforðin öll sífellt innantóm. Umræðan er túlkuð hjá hverjum og einum eftir því hvernig hann sér hlutina, sumir eru svo fastir á spori flokksins að þeim er fyrirmunað að sjá nokkuð annað en strikið sem flokkurinn er búinn að leggja.

Í sambandi við brotthlaup Björns Inga átti að mínu mati að efna til kosninga, um annað gat ekki verið að ræða. Þessir flokkar sem nú eru við völd fengu ekki til þess brautargengi í sl kosingum. Það er ljóst.

Oft er sagt að ekkert brenni heitar en heift forsmáðrar konu. Ég er búin að sjá að það er ekki allskostar rétt. Heift forsmáðs stjórnmálamanns getur brunnið álíka heitt. Alfreð Þorsteinsson virðist hafa eytt tíma sínum (eftir að hann var settur út úr sjúkrahúsnefndinni) í að plotta magnaða hefnd gegn sjálfstæðisflokknum. Gat maðurinn ekki bara tekið upp á einhverju skemmtilegu hobbýi ? Púsluspil er oft ágæt til að eyða tímanum.

Í huga mínum er strik, það er grátt. Vinstra megin við það eru stjórnmálamenn landsins. Þeir fá ekki að komast hægra megin við það nema þeir geri eitthvað vitrænt í þjóðfélaginu. Það er einungis einn sem er hægra megin ss í náðinni hjá mér. Það er Jóhanna Sigurðardóttir. Hinir mættu allir fara að vinna í Nóatúni bara til að kynnast betur sinni þjóð.

Heilbrigðiskerfið er komið að fótum fram. Það eru til úrræði fyrir suma sjúkdóma en ekki aðra. Sjúklingar eru sortéraðir ...það er t.d. ekki fínt að þjást af geðröskunum og kljást þá í framhaldi við offitu. Það sá ég í pistli ungs manns í gær. Það er heldur ekki notalegt að gera eins og ég um árið. Lögð inn yfir nótt í verkjameðferð, bókuð í aðgerð, send heim í millitíðinni. Á leiðinni heim rukkuð um nokkuð háa upphæð. Í annað sinn var ég send í magnaða myndatöku og þurfti að reiða fram á 12 þúsund fyrir það. Ég vil ekki að maður þurfi fyrst að gá í veskið áður en það líður yfir mann. Enn eitt fór í mig um daginn. Aðili sem ég þekki þarf að fá lyf í æð og auðvitað á sjúkrahúsi, þó maður sé klár í útsaumssporum og annari meðferð nála þá getur maður kannski ekki þrætt æðalegg í sjálfan sig. En viðkomandi þarf að leysa lyfin út úr apóteki og koma skálmandi með þau með sér !!

Það þarf að laga þetta kerfi. Það er ljóst.

Nú lýk ég þessum ópólitíska pistli á sunnudagsmorgni. Minni á kertasíðurnar fyrir þá sem vilja og nýja msnið mitt. Farin að laga kaffi.


Örlítið hlé

sem kannski verður ekki að neinu, það kemur í ljós. Ég samþykkti ekki bloggvin í gær og við gera grein fyrir hvers vegna. Þeir bloggvinir sem hér eru koma úr ýmsum flokkum og stöðum, þeir eru alveg ósortéraðir....liggja þarna í óreiðu eins og ósamstæðir sokkar. Í gær barst mér beiðni frá félagi ungra frjálslyndra, þeim hafnaði ég á þeirri forsendu einni að hér fer ekki fram pólitískt blogg nema þá alveg í örmynd. Nú geri ég alls ekki lítið úr ungum frjálslyndum né öðrum ungliðahreyfingum,alls ekki. Ungt fólk með sannfæringu er flott fólk. Þeirra er framtíðin. Hérna er samt ekki réttur vettvangur en bestu óskir til ykkar.

Eins og fyrirsögnin bendir til þá hef ég hugsað mér að taka mér hlé. Mér finnst stundum svo óþægilegt hversu margir eru að rápa um á síðunni minni án þess að ég verði þess vör nema í teljaranum. Þetta er með öðrum orðum spéhræðsla.

Munið msn fyrir neðan og ljósasíðurnar fyrir Himma og vinstúlkurnar mínar þrjár.


jæja

búin að búa til nýtt msn...gat ekki komið hinu í starfhæft ástand. Þið sem ætlið að vera á msn inu mínu getið addað mér inn. Þeir sem voru ekki á msn en vilja vera það verða helst að senda mér e mail fyrst. Ég nota msn miklu meira en síma þannig að það er um að gera að hafa gömlu á því. Þetta nýja er sama og venjulega mailið mitt...

ragghh@simnet.is

Er að hugsa um að leggja mig og sjá hvort mig dreymir framsóknarmann til mótvægis við sjálfstæðismanninn í gær....vonandi dreymir mig bara ekki neitt Errm

 

 


Hm

Þetta sneri nú öfugt hjá mér í gær, ég þreifaði á sjálfstæðismanni.
mbl.is Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út um gluggann

sé ég rauðan jeppa með græna kerru. Þarna hefur ekki verið fenginn stílisti

Í morgun sá ég mann með stóra málningarskellu á hnakkanum, hann á áreiðanlega ekki konu-eða bara rosa litla konu sem sér ekki svona hátt.

Ég sé líka lyklalausan leigubíl

Það sem mest er um vert er að ég sé ekkert slæmt út  um gluggann. Bara hluti sem eru skemmtilegir. Það er gaman.

Áríðandi tilkynning ; msnið mitt dó...ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í því máli..það kemur í ljós bara.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband