Ætlum við þá að hætta að fara með börn til læknis ?

Nú skilur líklega ekki nokkur maður hvað ég á við en ég skal skýra það út. Umræðan er enn hávær um Gunnar Björnsson Selfossprest og ég hef víða séð fólk hvetja til þess að fólk segi sig úr þjóðkirkjunni. Afhverju fólk ætti að gera það, ég bara get ekki skilið það. Það er fullt af ferlega góðu fólki innan þjóðkirkjunnar, það ber bara miklu meira á hinum. Ef allt gott fólk ætlar að yfirgefa þjóðkirkjuna hvað þá ?Hvað ætlar fólk þá að gera þegar kemur að skírn -giftingu eða útför ?

Eindreginn stuðningur kom fram við Gunnar er fyrirsögn fréttar. Auðvitað, Gunnar boðar til fundarins og þarna mæta þeir sem styðja prestinn og í raun margir sem ekki styðja hann en eru að verja þann útgangspunkt að maðurinn er sýknaður fyrir dómstólum- og vilja þá ekki sjá áherslu okkar hinna að þrátt fyrir sýknuna þá særði hann þessar stúlkur, særði blygðunarkennd þeirra og fór yfir þau mörk sem við kærum okkur um að prestar fari yfir.

En að dæma þjóðkirkjuna í heild, það finnst mér slæmt

Nú er fréttin sem vitnað er í um dóm yfir barnalækni- ef við notum sömu aðferðina þá ætti fólk að hvetja aðra til að fara ekki til barnalækna með börn sín.

Ég er hinsvegar enn að reyna að ná í nöfn allra tíu prestanna sem skrifa biskupi til stuðnings Gunnari Björnssyni, er komin með Þórir Stephenssen, Auði Eir, Vigfús Þór í grafarvogi og Valgeir Ástráðsson....

Hverjir eru hinir ?

Svo á ég afmæli í dag....víj.......


mbl.is Barnalæknir dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag...gerðu nú e-ð gott fyrir þig....í dag.  Til Lukku!

Inga María, 17.10.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk Inga María, ég sit hér og er alveg hissa yfir öllum kveðjunum á facebook...er að upphugsa eitthvað skemmilegt að gera

Ragnheiður , 17.10.2009 kl. 13:00

3 identicon

Lastaranum líkar ei neitt

lætur hann ganga róginn.

Sjái hann laufblað fölnað EITT,

FORDÆMIR HANN SKÓGINN.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju yndið mitt, njóttu dagsins.

Í sambandi við Gunnar vil ég bara segja að hann á að víkja, hann braut siðferðislega á stelpunum, það var ljótt og meiddi þær, hann getur ekki verið leiðtogi barna áfram hér í sókninni. Mitt mat.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2009 kl. 13:52

5 Smámynd: Ragnheiður

Jón er akkurat með þetta í mun færri orðum en ég ..haha snilld.

Nákvæmlega Ásdís mín, hann á að víkja- það eru of margir sem ekki treysta sér til að nýta hans þjónustu. Traustið er rofið

Ragnheiður , 17.10.2009 kl. 13:55

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu búin að lesa skrifin hjá Jens Guð.?

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað ég er fegin að þú sagðir það sem ég var að hugsa. Fáránlegt að vera að hvetja fólk til að segja sig úr þjóðkirkjunni út af þessu finnst mér. Fólk á að segja sig úr þjóðkirkjunni ef það trúir ekki á guð.

Hrönn Sigurðardóttir, 17.10.2009 kl. 15:57

8 identicon

Rétt hjá þér og Hrönn varðandi kirkjuna.Maður (kona) á ætti að vera í því samfélagi sem hjartar kalla í.Ef ekkert er nógu gott þá að vera utan kirkna.Jón góður.Til hamingju með daginn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:01

9 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Til hamingju með afmælið Ragga mín.

                           Vallý

Valdís Skúladóttir, 17.10.2009 kl. 21:17

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Síðbúin afmæliskveðja. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 00:29

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó mín kæra........ hjartanlega til hamingju með afmælið. 

Anna Einarsdóttir, 18.10.2009 kl. 01:46

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rétt maðurinn á að sjá sóma sinn í því að stíga niður úr predikunarstólnum og að segja sig úr þjóðkirkjunni vegna þessa máls er fjarstæða.  Svo........ til hamingju með daginn þinn í gær kæra Ragga.

Ía Jóhannsdóttir, 18.10.2009 kl. 08:13

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það eru ekki sóknarbörnin sem eiga að víkja heldur presturinn í þessu tilfelli.

Til hamingju með daginn elskan gott að geta sagt það á fleiri en einum stað.
Knús knús og kærleik
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2009 kl. 10:14

14 identicon

Þið vonandi afsakið að ég ókunnugur maðurinn, sé að blanda mér inn í þetta, en varðandi spurningar þínar um skírn, giftingu og útför Ragnheiður, þá eru fleiri valmöguleikar í boði en að prestur eða kirkjan komi að þeim athöfnum, svo það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu þó maður tilheyri ekki ríkiskirkjunni.

Kristján Fenrir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:19

15 Smámynd: Ragnheiður

Kristján , já ég veit en eru þau nógu stór til að taka við megninu af þessum afhöfnum ?

Velkominn, þú mátt blanda þér í málið :)

Takk fyrir kveðjurnar elskurnar

Ragnheiður , 18.10.2009 kl. 12:38

16 identicon

Hvað ætlar fólk að gera við skírn, giftingar eða útför.. hmmm.. þú segir nokkuð... HALLÓ :)

Prestar og kirkjur eru álíka nauðsynlegt og Grýla & Leppalúði

DoctorE (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 14:22

17 Smámynd: Ragnheiður

Já en sérðu fólk nota Grýlu og Leppalúða í þessum tilgangi ?

Ragnheiður , 18.10.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband