Síðasta jákvæða færslan ?

eða hvað ? ég er skíthrædd við þetta Icesave og þori varla að reyna að setja mig inn í um hvað það snýst en veit að vilji ég vera í samfélaginu, virkur aðili, þá verð ég að skilja það eða reyna amk.

Hausinn í sandinn er ekki að virka ......ekki núna.

Dagurinn í dag er búinn að vera frábær. Birna kom með sinn mann og við pældum í peysum. Við Keli löbbuðum langan hring. Siggi kom og bara allt svo gaman og gott...

Bara snilldardagur...

Á morgun kemur mánudagur, upphaf viku og hvað það ber í skauti sér veit ég ekki. Vona það besta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar vísindalega sannað að strútar  stinga ekki hausnum í sand hvað þá til að sleppa við að horfast á við eitthvað óþægilegt, enda athöfnin sjálfsagt mjög óþægileg svipað og að fá saltkorn í augun. 'Eg ætla bara að líta vikuna framundan björtum augum þar til annað kemur í ljós.              Kveðja til  þín og karlanna þinna!

Fríða T (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

það er farið að hringla í hausnum á mér, ég er hætt að skilja fréttir af IceSlave, Jóhanna og Steingrímur eru svooooo fegin að geta bjargað öllum bretunum og öllum hollendingunum, skítt með okkur Íslendinga okkur er fórnað á altari ESB!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2009 kl. 01:16

3 identicon

Þú ert ekki ein um að vera hrædd við þetta Iceslavedæmi. Af hverju í fj eigum að borga skuldir fyrir aðra, við höfum nóg með okkar eigin. Hefði viljað sjá fjármálaglæponana missa allar sína eigur fyrst. Burt með Iceslave, Ags og esb.

Hvernig er það Ragga mín, hefurðu verið eitthvað að prjóna peysur með rennilásum?

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff, ég er eiginlega búin að gefa þessu Icesave frí í bili.  Hef ekki orku til að ergja mig yfir því.  En þetta er samt þannig að ég treysti ekki lengur stjórnvöldum til að leiða þetta mál farsællega til lykta.  En það byggist á því sem gengið hefur á undanfarna mánuði. 

Knús á þig Ragga mín og gott að sjá þig svona hressa, það eykur mér von.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2009 kl. 10:35

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Ég kvíði þessu, hvernig verður framhaldið ?  kær kveðja til þín og þinna elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2009 kl. 14:19

6 identicon

Takk fyrir mig og minn.Keli er auðvitað yndi eins og aðrir á heimilinu.Það er verið að selja okkur fyrir ESB.Steingrímur ÞRÁIR ÞAÐ EITT AÐ VERA Í RÍKISSTJÓRN,HVAÐ ÞAÐ SEM KOSTAR (AÐRA.)Og Jóhanna selur okkur fyrir ESB.Henni er líka alveg sama um þjóðina sína.Skítt þetta.

Ég ætla að halda mig við jákvæðu fréttirnar og lifa jákvæðu lífi áfram

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 14:55

7 Smámynd: Ragnheiður

Kidda ég hef sett rennilás í peysu, þær verða bara svo dýrar - rennilásarnir hafa rokið upp í verði.

Það er samt allt hægt og ég reyni bara að útbúa eins og fólk vill

Ragnheiður , 19.10.2009 kl. 19:01

8 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir innlegg öll...

Ásthildur mín, elskuleg..þetta smámjakast í sólina og ljósið. Ég er aldrei lengra frá þér en þetta.

Kannski langar þig að skoða hitt bloggið, það er hérna á bakvið og heitir Bók Hilmars...

Ragnheiður , 19.10.2009 kl. 19:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur mín, elskuleg..þetta smámjakast í sólina og ljósið. Ég er aldrei lengra frá þér en þetta. Takk elsku Ragga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband