ég hef

meira og minna steinþagað undanfarið. Ég hef hreinlega ekki nennt að blogga, fartölvan er enn í óstarfhæfu ástandi og ég er eitthvað svo löt að sitja við þessa stóru. Steinar er líka oftast í henni á kvöldin eins og sést á leiknum sem hann spilar hehehe.

Hér venjast saman kettlingur, köttur og hundur og þetta gengur ágætlega. Rómeó er ekki sérlega hrifinn af honum en ætlaði samt að leggjast hjá bjánanum um daginn.Sá litli hélt að Rómi vildi slást og þetta fór allt út um þúfur. Tumi Tígur er farinn að fá að skreppa aðeins út á pall og finnst það voða sport.

Ég hef verið meira og minna hjá tannlækninum síðan ég var í afmæli pabba í byrjun ágúst. Í morgun var skoðun og ég er laus. Nú þarf mér bara að verða hætt að vera illt eftir síðustu framkvæmdir og þá er ég góð.

Samkvæmt bestu upplýsingum þá eru allir hressir og hafa það gott.

Fyrir lesendur að lokum ;

Hvernig sérðu veturinn fyrir þér ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veturinn verður þungur fyrir æ fleiri. Ekkert verður gert að viti fyrir heimilin sem halda áfram að berjast í bökkum. Allt of mörg fyrirtæki sjá ekki fram á verkefni nema kannski til áramóta og munu þá loka.

Hjá mér persónulega vona ég að sonurinn haldi áfram á beinu brautinni. Kallinn fái heilsuna í lag og klikkunin okkar verði að veruleika. Já og vonandi verðum við Tína mömmur eftir áramót

Kidda (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Ragnheiður

Líst vel á röðina Kidda mín klús á þig !

Ragnheiður , 24.9.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Veturinn já.... hann verður þungur fyrir marga. Ábyggilega þyngri en mörgum dettur í hug!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband