Þjóðernisrembingur er að hrjá mig

en það er vegna landsleiksins sem nú stendur yfir, gengur glimrandi hjá þeim sko !

En þessi frétt frá mínu sveitarfélagi er hörmuleg, maður getur ímyndað sér hvað liggur að baki....

Í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira um fjölskyldumorð en núna, heimilisfeður sturlaðir myrða alla fjölskylduna og sjálfan sig síðast.

Við verðum að fara að átta okkur á að hús og bílar eru forgengilegt dót, slíkt má endurnýja. Við verðum líka að hætta að hneykslast á náunganum þó að hann fari í þrot. Það geta ALLIR farið í þrot við þessar aðstæður sem eru uppi núna. Það er engin skömm og við eigum ekki að líta á það sem skömm. Hugum hvert að öðru og sleppum dómhörkunni.

Dómharka og langrækni hafa verið í huganum þessa vikuna eftir vægast sagt undarleg skoðanaskipti á bloggsíðu. Málið virðist vera þannig vaxið að vegna andúðar þá hefur sómakona horn í síðu hóps kvenna og allt virðist þetta upphaflega spretta af öfund vegna flettinga á bloggsíðu. Fyrir löngu síðan. En fílsminnið svíkur greinilega ekki og sífellt er jagast í því sama án þess að málinu ljúki nokkru sinni. Endalaust reynt að hafa lokaorðið sem auðvitað er ekki hægt nema þá drepa hinn aðilann, öðruvísi þagnar hann ekki .

En ef að þetta er versti vandi hinnar frómu sómakonu þá er lífið dásemdin ein og sól í sinni allt árið.

Verum til friðs...við höfum bara þessa einu tilraun til lífs !


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

Hæ mamma hans Himma....

Það er bara ekki hægt að ætlast endalaust til að almenningur geti bara "verið til friðs".....  Það er komið að ríkisstjórninni að fara að LEIÐRÉTTA  húsnæðislán almennings.  Annars endar þetta með ósköpum.  Fólk er byrjað að flýja til útlanda og fólk sem á eftir að missa húsin sín á væntanlega í hrönnum eftir að strípa þau að innan.... það hefur víst oft gerst þegar málum er þannig háttað..... Hver verður ávinningurinn fyrir Ísland og bankastofnanir þá? Fólkið farið og eignirnar sem eftir sitja verðlausar......

Finn til með þessum manni, reiðin hefur knúið hann áfram og það kemur ekkert á óvart, því miður!  Það virðist þurfa að fara að henda þessari ríkisstjórn út líka!

Helga , 17.6.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hélt hreinlega að fólk væri búið að átta sig á því að í dag er engin skömm að fara í gjaldþrot! Það á eftir að koma fyrir annan hvern mann á Íslandi.

Fólk er kannski misvel statt hvað varðar andlega heilsu áður en þannig hlutir fara að henda það. Maður veit það svosem aldrei.

Flettingar plettingar.......

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 17:38

3 identicon

Ég fæ ekki á nokkurn hátt séð að maðurinn geri þetta af einhverri skömm vegna yfirvofandi gjadþrots,heldur er þetta vel ígrunduð aðferð hans til að gefa skít í það kerfi sem hér ræður ríkjum og skiptir þjóðinni í tvo hópa.Venjulegt fólk og svo hina sem hafa sambönd við valdakerfið og bankana.Frá mínum bæjardyrum séð, ekki svo vitlaust.........

þorsteinn karlsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil þennan mann ef þetta er ástæðan fyrir því að hann rífur hús sitt.  Þ.e. að þetta sé einhvers konar uppgjöf nú eða reiði.

Æi, ég skil ekki beint en samt, gæti sjálf ekki stundað eignaspjöll en hvað veit maður hvað bærist með fólki sem missir allt sitt.

Úff.

Sómakonan er auðvitað engin sómakona.

En hvað um það.

Þú rokkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2009 kl. 17:59

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fólk verður gjaldþrota vegna aðgerða bankanna.. þá er líka alger óþarfi að bankinn geti síðan bara hirt góssið fyrir slikk ekki satt.. þessi maður á allan minn stuðning.

Óskar Þorkelsson, 17.6.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Ragnheiður

Alveg rétt Helga

Hrönn ég meina nú ekki að þessi hafi farið í flækju vegna skammar yfir gjaldþroti. Það er að mínu mati úreltur hugsanagangur.

Þorsteinn og Óskar ; mér líst þrælvel á þessa aðferð - miðað við allar forsendur þá er hún eina rétta.

Jenný : eru ekki framleiddir bátar undir svona merki, Sómi?

Hvað veit ég, sjóveik á bryggjunni !

Ragnheiður , 17.6.2009 kl. 18:10

7 identicon

 Hæ Ragga mín ég held að maðurinn hafi gert þetta sem uppgjör við bankana hann er að gefa skít í allt þetta rugl og alla þessa vitleysu.

 Ég finn til með honum og hann á minn stuðning ég get ekki gefið skít í svona mál sársaukinn er of mikill til þess.

 Það er þetta með bloggið ég hélt að allt hefði fallið í hið ljúfa líf eftir að lokað var á mig vegna þess sem þú veist um og þarf ekki að endurtaka hér.

Kærleiks kveðja og þakka þér fyrir vináttuna.

Ásgerður Einarsdóttir

Ásgerður Einarsdórrir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 18:11

8 Smámynd: Ragnheiður

Ásgerður mín, alveg sammála..þetta er lokauppgjör við bankann og eftir því sem ég spái meira í það þá líst mér betur á þessa leið.....

Það verður að gera eitthvað fyrir fólk svo það missi ekki ofan af sér..

ESB ruglið getur beðið enda sé ég ekki að það leysi eitthvað, inngangan tekur einhver ár !

Ragnheiður , 17.6.2009 kl. 20:01

9 Smámynd: Ragnheiður

Og kærleikskveðja til baka

Ragnheiður , 17.6.2009 kl. 20:02

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er sorglegt, auðvitað á fólk ekki að dæma aðra fyrir þær ógöngur sem það lendir í, hver á að líta í eigin barm.  Hátíðarkveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 20:10

11 identicon

Ég fór í þrot. Ég tók á því og vann mig upp. Mér líður vel í dag.

Svona fólk finnst mér búa yfir afskaplega takmarkaðri greind, því miður. 

Það er hægt að vinna sig útúr svona, það er staðreynd.

Júlíus (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:36

12 identicon

Þessi maður hlítur að eiga sama rétt og t.d Björgólfur að skemma fyrir öðrum.

Áfram hann segi ég nú bara !! þ.e þessi sem skemmdi húsið ekki Bjöggi

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:51

13 identicon

Fólk á vissulega rétt en vertu nú ekki svona hrikalega einföld Hjördís. Þó einhver annar hafi brotið af sér þá gefur það okkur EKKI sjálfgefinn rétt að brjóta lögin og þú hlýtur að sjá það.

Þetta sér hvert mannsbarn.

Ég var gerður gjaldþrota fyrir innan við 100 þúsund kr af ríkinu á sínum tíma og það var vegna þess að ég var verktaki og gleymdi að loka vsk númerinu og að skila inn einni núll skýrslu.

Hljómar fáránlega en svona var þetta.

Ég varð vissulega reiður og barðist í mörg ár og ekkert gekk fyrr en ég kynntist innanbúðarmanneskju sem sagði fólki einfaldlega að leiðrétta þetta. Núll skýrslur voru sagðar týndar og mörgum sinnum sama skýrslan og ég átti öll afrit og ekkert gekk í 7 ár hjá mér. 

Ég fór í hringi, til sýslumanns(í nokkrum bæjarfélögum), rsk osfrv og alltaf vísað á nýtt í sama hringinn. 

Kallaður aumingji af opinberum starfsmanni sem sagði að ef ég væri sonur hans á þá mundi hann ekki bera virðingu fyrir mér o.sfrv. 

Eins og ég segi ég barðist og barðist. Þurfti að skipta reglulega um vinnur og náði aldrei fótfestu því ríkið var á eftir mér. 

Bankinn vildi mig ekki í viðskiptum og mér var synjað um debet kort þó ég hafi ALDREI verið í vanskilum við nokkurn banka. Ég hafði haft lán á sínum tíma og það var alltaf í skilum eins og allt hjá mér.

Ég get haldið áfram því sagan er mjög löng og tók mjög á mig.

Ég stóð þetta af mér, braut ekki lögin og náði loksins að leysa þessi mál. 

Þannig að þetta er hægt og sá sem segir annað hefur ekki lent í neinu svona. 

Júlíus (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:17

14 Smámynd: Ragnheiður

Auðvitað er það hægt. Þessi maður fór aðra leið. Mér finnst hans leið jafn góð. Hans að velja.

Ragnheiður , 17.6.2009 kl. 21:48

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst þessi maður sem reif húsið, sem hann byggði örugglega í mestu bjartsýni, hvunndagshetja.  Hvernig lán tók hann?  Hver var afborgunin af lánum hússins þegar hann byggði það, hvernig þróaðist afborgunin af lánunum.  Þetta eru spurningarnar sem ég vil fá svör við? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.6.2009 kl. 03:05

16 identicon

Júlíus trúðu mér ég er ekki einföld! Og auðvitað veit ég að maður má ekki gera það sem er bannað þó að einhver annar hafi gert það. Ég er komin með nokkuð góða reynslu af bankakerfinu og því miður þá vorkenni ég bankanum ekki að hafa misst þarna fínt hús.

Mér finnst þetta flott statement og stenda fast á mínu. Áfram hann !!!

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband