gleymdi mér

ég má ekki loka hérna, var ég ekki búin að lofa ættingjum, vinum og kunningjum Himma að allir mættu taka myndir af honum hér ?

Þetta er heldur eiginlega ekki mitt blogg, þetta er meira hans blogg...eða já, þið skiljið sum og önnur ekki.

Ég ætlaði bara að skrifa meðan það væri vit í því, vitið er farið.

Að leiðarlokum fáið þið knús á alla heilu línuna, ég lofa ekki að ég sé hætt, ég lofa ekki að ég komi ekki aftur...en þið sem saknið Himmans okkar...hér er hliðarblogg sem heitir bók Hilmars - þar eru færslurnar síðan hann dó og eitthvað fram eftir árinu 2008..ég á eftir að sortera betur og sjá hvort eitthvað meira héðan eigi að fara þar yfir eða bara í glatkistuna.

Ég vil sérstaklega óska þeim alls hins besta sem hér hafa lesið, þeim bloggvinum sem eru hér ekki lengur óska ég alls hins besta (vissuð þið að hér voru rúmlega 300 bloggvinir þegar mest var ?)

Helgu Valdimarsdóttur bið ég sérstaklega afsökunar á að hafa afritað færslu hennar inn á facebook án hennar leyfis. Það var ekki flott hjá mér.

Fyrir nokkru stofnaði ég aðra síðu sem átti að vera meira svona fyrir mig persónulega, en ekki fyrir konuna sem var mammahansHimma... Verið velkomin að kíkja á hana...slóðin þangað er www.gledibankinn.blog.is

Aðrir sem eru móðgaðir við mig ..ég veit ekki hvað skal gera við þá...nú er ég eins og Geir..get svosem beðist afsökunar en það kemur ekki frá hjartanu enda veit ég ekki hvað ég ætti að hafa gert þeim svosem....

Farin á spítalann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert yndi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til þín Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 1.4.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Engin leiðarlok kerla mín..... tek það ekki í mál.

Hef þá samband eftir öðrum leiðum. 

Anna Einarsdóttir, 1.4.2009 kl. 20:03

4 Smámynd: Auður Proppé

Elsku hjartans Ragga mín, þú ert yndisleg.

Auður Proppé, 1.4.2009 kl. 20:05

5 identicon

Hafðu það gott Ragga mín og ég sendi þér fallegar kveðjur þín er sárt saknað kær kveðja.

Katla (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Farðu vel með þig elsku Ragga mín og við sjáumst hressar er þú kemur aftur.
leifðu okkur vinum þínum að fylgjast með Öldu og þér elskuleg.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 20:20

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. hvað skal segja?  Jú þú ræður þessu sjálf en þú getur frussað upp á það að ég sleppi þér ekki kelling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2009 kl. 20:20

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ nei Ragga ekki loka við sem vorum rétt að kynnast. En auðvitað er þetta alfarið þín ákvörðun en vertu viss það koma margar kvartanir og þér ekki sleppt svo auðveldlega.  Knús inn í nóttina.

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 20:48

9 Smámynd: Erna

Knús Ragga mín, ég mun halda áfram að tendra ljós fyrir þig og þína

Erna, 1.4.2009 kl. 20:51

10 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar, ég kom frá Öldu núna..svipað ástand. Mig langar að biðja ykkur allar sem eina að kveikja ljós fyrir hana og telpurnar hennar þrjár og biðja þann sem þið trúið á að aðstoða Öldu og hennar fólk í þessum þrengingum og veikindum..

ég veit ekki hvað mér tekst að vera á morgun hér, ég er enn í vinnunni og get kíkt inn á meðan

Ragnheiður , 1.4.2009 kl. 21:16

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég kveikti ljós - eitt á hvern

Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 21:33

12 Smámynd: Auður Proppé

Búin að kveikja á kerti hér við tölvuna mína og bið innilega fyrir Öldu og börnunum hennar Ragga mín.  Láttu mig líka vita ef þú vilt að ég fylgjist með kertasíðunni hans Himma.

Auður Proppé, 1.4.2009 kl. 21:33

13 identicon

Kveiki á kertum inni á kertasíðunni hans Himma

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:18

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert gull og gersemi. Elti þig hvert sem þú ferð með færslurnar þínar.

Helga Magnúsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:27

15 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar...

Helga..vúhú...minns eigins stalker..kúl..Hef ekki átt svoleis lengi..best að æfa þá aðeins flóttaviðbragðið hehehe

Ragnheiður , 1.4.2009 kl. 22:42

16 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir ljósin elskurnar mínar, ég ætla að segja henni frá þeim þegar ég fer á morgun. Ég veit að hún verður glöð.

Ragnheiður , 1.4.2009 kl. 22:43

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ljós hér líka.... 

Anna Einarsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:53

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hér er líka ljós og fyrirbænir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:00

19 Smámynd: Einar Indriðason

Ef þú getur ekki sagt eftirfarandi við þá sem eru móðgaðir, þá skal ég segja það fyrir þig.

Hey, þið , sem hafið móðgast:  "Þetta er bloggið hennar Röggu, og ef þið eruð ekki sáttir, þá megið þið fara út í móa og éta það sem úti frýs, sérstaklega núna þegar vorið er að koma og allt að bráðna!  Og hana nú!"

Svo færðu *KNÚS* bæði á þig og eins á Öldu.  Deildu þessu knúsi milli ykkar að eigin vali.

Einar Indriðason, 2.4.2009 kl. 08:04

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2009 kl. 12:28

21 Smámynd: egvania

Neiiii, ekkert svona ég kom hingað inn til að skoða og biðja þig um bloggvináttu þú opnar auðvita aðra síðu og hefur yfirskriftina aðra.

En þú mátt ekki seyða þessari síðu ég á eftir að lesa svo margt hér um lífið.

egvania, 2.4.2009 kl. 13:41

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:18

23 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Knús á þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2009 kl. 21:11

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ljós til þín hugsa tiil þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2009 kl. 15:06

25 Smámynd: Sigrún Óskars

knús til þín  

ertu alveg hætt að blogga??

Sigrún Óskars, 7.4.2009 kl. 13:40

26 Smámynd: M

M, 8.4.2009 kl. 12:20

27 identicon

Ragga mín viltu senda mér allar slóðir, ég tapaði öllu þegar talvan var mölvuð.

Knús á ykkur öll

Kidda (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:13

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ragga mín

Gleðilega páska.

Megi almáttugur Guð umvefja þig af kærleika sínum og einnig fyrir Öldu  og fyrir allri þinni fjölskyldu.

VIÐ ERUM SÁTTAR.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 15:52

30 Smámynd: Ragnheiður

Takk Rósa mín fyrir þessa fallegu mynd og ég ætla að taka undir það með þér, við erum sáttar og það mega allir sjá það.

Ég ætla að skreppa núna til hennar Öldu, maðurinn hennar er sko fertugur í dag og þau eru öll hér fyrir sunnan

Ragnheiður , 9.4.2009 kl. 16:23

31 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilega páska

Ég ætla ekki að loka henni ..

Kær kveðja

Ragnheiður , 11.4.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband