Fór í fýlu!
20.2.2009 | 21:27
Skýring hér :
Lopapeysur ófáanlegar í landinu
Handprjónaðar lopapeysur eru ófáanlegar hjá helstu framleiðendum landsins. Lítil endurnýjun í greininni og mikil söluaukning meðal ferðamanna skýrir skortinn.
Kona í Hveragerði komst að raun um þetta þegar hún ætlaði að kaupa lopapeysur til að selja í nýrri búð sem hún hyggst opna á næstunni. Hún hefur leitað víða en hvergi fást peysur. Á vegum Handprjónasambands Íslands prjóna vel á annað hundrað konur hundruð peysa á mánuði en það dugir ekki til.
Bryndís Eiríksdóttir framkvæmdastjóri sambandsins bendir á að gríðarleg söluaukning hafi orðið meðal ferðamanna. En að minnsta kosti 8500 peysur voru keyptar frá september í fyrra til janúar á þessu ári í þeim búðum sem selja eingöngu ullarvörur.
Langt yfir tíu þúsund peysur hafa þá líklega selst síðan í haust. Bryndís segir að konur í eldri kantinum sjái að mestu um framboð og endurnýjun í greininni sé ekki mikil, fólk sinni lítið prjónaskap nú til dags.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
enn reyklaus og hef það fínt. Á á lager nokkrar peysur og það má hafa samband í emailum
Athugasemdir
Já, skrýtið er þetta með lopapeysurnar!
Glæsilegt hjá þér með reykleysið, þú segist hafa það fínt, þá líður þér náttúrulega vel og ert ekkert á fremsta hlunni að byrja aftur - frábært!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:32
hahah "konur í eldri kantinum"
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 21:40
Ja hérna, ég ætti kannski að fara að prjóna lopapeysur á fleiri en fjölskylduna Þú verður bara að prjóna hraðar Ragga mín. Þú stendur þig frábærlega vel í reykleysinu mín kæra
Auður Proppé, 20.2.2009 kl. 22:13
Það eru yfir 15.000 manns atvinnulausir, kannski væri lausn fyrir einhverja þeirra að læra að prjóna. Það er verst hvað tímakaupið við það er lélegt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 23:16
Áfram í reykleysi með peysur á prjóninum.
Á maður að fara að fá sér lopa? (sko peysu, ekki garn).
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.2.2009 kl. 23:43
Gott hjá þér með reykleysið
Mér hefur skilist að ullin heilli alltaf túristana meira en aðrir listmunir, kannski vegna þess að ullarverkin eru ekki unnin á góðu tímakaupi. Það mætti nú alveg skoða það mál. Þegar ég var hérna um árið (langt síðan) að selja hjandverk í túristabúðum þá fékk ég 250kr á tímann þegar það var almennt 5-700 á tímann hjá lægst launuðu.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 11:17
Ha????? ELDRI KANTINUM?????????????Ég prjóna peysurlopapeysur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:54
Hahahahhahaah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2009 kl. 13:05
Innlitskvitt og kveðjur:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2009 kl. 22:25
ekki vera í fýlu - það eru ekki bara eldri konur sem sjá um að prjóna peysurnar, það eru líka ungar eins og þú
dugnaðarforkur ertu svona reyklaus - ég er stolt af þér
Sigrún Óskars, 21.2.2009 kl. 22:50
Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.