Þetta er algerlega undarlegt

Þessir kallar sitja bara og fabúlera í allar áttir, þeim að kenna ? Nei alls ekki sko ...meiri aularnir !

Á meðan það var góðæri þá dekraði ég aðeins við mig og sendi í þvottahús rúmfatnað heimilisins. Við fengum frá hreinsuninni sérstaka poka til að safna í og vorum með einn poka fullan hér heima, í herberginu hans Kela. Þar geymi ég ýmiskonar dót sem er ýmist á leið annað eða bara á ekki sinn stað eins og sakir standa. Og þarna var rúmfatapokinn.

Nú er kreppa og ég ákvað að gerast afar húsmóðurleg og þvo rúmföt og hengja á snúruna bakvið. Ég geri þetta áðan, svo tek ég seinni skammt úr vélinni og eitt nýjasta sængurverið er ekkert nema göt, misstór en afar óregluleg. Þá hefur skrattans músarhelvítisfávitabjánafíflið......*dreg að mér andann* nagað sængurverið mitt !!!!

Skrambinn !

Nú þarf ég að fara í Ikea og þangað hef ég ekki farið síðan þeir hækkuðu vörur að meðaltali um 25%..línið sem þeir nota í sængurfatnað er bara æðislegt..

Einhversstaðar úti í móa er músarfífl með hiksta frá helvíti...áreiðanlega á leið á Bessastaði. Þar hefur verið svo mikil umferð í tvo daga að músin hefur áreiðanlega tekið eftir því.

Svo til að skerpa aðeins á húsmóðurgenunum þá afþíddi ég frystiskápinn í dag, fór í verslanir og erindi í allar áttir og neita að fara í búðir aftur fyrr en í mars ...hvaða sauður fann upp búðir ? Oj..Sick


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er þá ekki kraftur í minni, skemmtilega saga af músinni þinni, kannski heldur hún vöku fyrir ÓRG með hikstanum í sér.  Hef ekki heldur farið í IKEA síðan allt hækkaði, utan einu sinni í hangikjöt með pabba gamla.  Kær kveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé glitta í samsæri.......

Keli og músin hafa verið að plotta eitthvað og nú er hún farin á Bessastaði! Hvar er Keli?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Heldur þú að músarhelvítisfávitabjánafíflið hafi ekki bara verið étin af kattarrúsínudúlluskottinu ?

Anna Einarsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hikk!

Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2009 kl. 22:09

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já finnst þér nokkuð Ásdís

Hrönn ; Keli er upp í rúmi, búinn að hugsa yfir sig í dag

Anna ; nei ég held að kvikindið hafi flúið áður (með sængurver í trýninu!), þær komast inn og út hérna, bjánarnir

Jóna; fáðu þér vatn addna

Ragnheiður , 27.1.2009 kl. 22:47

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta er alls ekki gott ,þó ég verði að viðurkenna að ég gat ekki annað en helgið. 

Þetta er svona grát broslegt

Anna Margrét Bragadóttir, 27.1.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Ragnheiður

Anna Margrét ; já það er þó alveg satt, súrsætt grín

Ragnheiður , 28.1.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um samsæri, þá var Sigurður reyndar búinn að telja upp "lista yfir grunaða", svo ég ákvað að rannsaka málið sjálfur svolítið.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband