Þetta er algerlega undarlegt
27.1.2009 | 20:46
Þessir kallar sitja bara og fabúlera í allar áttir, þeim að kenna ? Nei alls ekki sko ...meiri aularnir !
Á meðan það var góðæri þá dekraði ég aðeins við mig og sendi í þvottahús rúmfatnað heimilisins. Við fengum frá hreinsuninni sérstaka poka til að safna í og vorum með einn poka fullan hér heima, í herberginu hans Kela. Þar geymi ég ýmiskonar dót sem er ýmist á leið annað eða bara á ekki sinn stað eins og sakir standa. Og þarna var rúmfatapokinn.
Nú er kreppa og ég ákvað að gerast afar húsmóðurleg og þvo rúmföt og hengja á snúruna bakvið. Ég geri þetta áðan, svo tek ég seinni skammt úr vélinni og eitt nýjasta sængurverið er ekkert nema göt, misstór en afar óregluleg. Þá hefur skrattans músarhelvítisfávitabjánafíflið......*dreg að mér andann* nagað sængurverið mitt !!!!
Skrambinn !
Nú þarf ég að fara í Ikea og þangað hef ég ekki farið síðan þeir hækkuðu vörur að meðaltali um 25%..línið sem þeir nota í sængurfatnað er bara æðislegt..
Einhversstaðar úti í móa er músarfífl með hiksta frá helvíti...áreiðanlega á leið á Bessastaði. Þar hefur verið svo mikil umferð í tvo daga að músin hefur áreiðanlega tekið eftir því.
Svo til að skerpa aðeins á húsmóðurgenunum þá afþíddi ég frystiskápinn í dag, fór í verslanir og erindi í allar áttir og neita að fara í búðir aftur fyrr en í mars ...hvaða sauður fann upp búðir ? Oj..
Atlaga felldi íslenska kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er þá ekki kraftur í minni, skemmtilega saga af músinni þinni, kannski heldur hún vöku fyrir ÓRG með hikstanum í sér. Hef ekki heldur farið í IKEA síðan allt hækkaði, utan einu sinni í hangikjöt með pabba gamla. Kær kveðja til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 20:58
Ég sé glitta í samsæri.......
Keli og músin hafa verið að plotta eitthvað og nú er hún farin á Bessastaði! Hvar er Keli?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 21:07
Heldur þú að músarhelvítisfávitabjánafíflið hafi ekki bara verið étin af kattarrúsínudúlluskottinu ?
Anna Einarsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:18
hikk!
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2009 kl. 22:09
Hehe já finnst þér nokkuð Ásdís
Hrönn ; Keli er upp í rúmi, búinn að hugsa yfir sig í dag
Anna ; nei ég held að kvikindið hafi flúið áður (með sængurver í trýninu!), þær komast inn og út hérna, bjánarnir
Jóna; fáðu þér vatn addna
Ragnheiður , 27.1.2009 kl. 22:47
Þetta er alls ekki gott ,þó ég verði að viðurkenna að ég gat ekki annað en helgið.
Þetta er svona grát broslegt
Anna Margrét Bragadóttir, 27.1.2009 kl. 23:24
Anna Margrét ; já það er þó alveg satt, súrsætt grín
Ragnheiður , 28.1.2009 kl. 00:03
Talandi um samsæri, þá var Sigurður reyndar búinn að telja upp "lista yfir grunaða", svo ég ákvað að rannsaka málið sjálfur svolítið.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.