Hundablogg
15.12.2008 | 20:14
Keli minn er kúnstug rófa. Fólk sem ekki þekkir hann gæti haldið að hann sé bæði grimmur og leiðinlegur. Þannig er hann þó alls ekki en hann er óttaleg skræfa og verður skíthræddur þegar einhver bankar.
Hann er líka, ásamt Lappa, hundleiðinlegur þegar einhver gengur nærri garðinum þeirra. Það vil ég nú reyndar rekja til þess að þeir voru hrekktir þegar þeir voru enn hvolpar í garði sem við bjuggum við þá.
En hann er hinn mesti ljúflingur þessi hundhlunkur...áttar sig oftast ekki á því að hann er 35 kíló og vill láta sitja með sig eins og hann sé smá kjölturakki.
Nýjasta æðið hjá honum er Eva, kærastan hans Bjössa. Hann horfir á hana, alveg heillaður. Reynir að bora sér á milli þeirra í sófanum og Bjössi má hafa sig allan við til að hafa við þessari öflugu samkeppni. Þegar Keli er búinn að troða sér alveg upp að Evu þá gýtur hann augunum á Bjössa og svei mér ef kvikindið er ekki með sigri hrósandi glott á hundsvörum.
Eva umber þennan æsta aðdáanda með mikilli prýði enda hver stenst brún biðjandi hundsaugu ?
Athugasemdir
Segðu!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 20:56
... það er ekki hægt að standast svona dásamleg hundsaugu... myndi jafnvel kjósa Framsókn ef hún Femína bæði mig að gera það og horfði á mig biðjandi... Annars þykist hún líka vera mikill vargur, passar sitt svæði með gelti og gjammi... en er svo vinur allra þegar á reynir og mikill sáttasemjari...
Brattur, 15.12.2008 kl. 20:57
Það er eitthvað að manneskju sem gæti alveg 100% staðist hundaaugu. Sumum hérna á heimilinu langar í Husky með blá augu eða annað blátt og hitt brúnt. Ef það kæmi svoleiðis hundur þá held ég að ég gæti alveg staðist hann en samt...........................
knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:28
Keli er skemmtilegur hundur, held ég. Gaman af þessu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.12.2008 kl. 22:22
Ég var einu sinni að passa svona hlussuhund. Þegar "mamma" hans fór umturnaðist hundspottið. Hann stóð með lappirnar upp í glukkakistu i stofunni og emjaði þangað til hann var sóttur. Ef hann hefði verið tíu mínútum lengur hefði ég kyrkt hann, ég sver það. Annað eins væl hef ég aldrei heyrt.
Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:23
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:06
Voff! Voff!
Einar Indriðason, 16.12.2008 kl. 00:04
Ég er sammála Einari Voff! Voff!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:51
Ég elska hunda, Birna systir hefur nú ekki átt þá ófáa hver öðrum skemmtilegri
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2008 kl. 01:43
Yndisleg lýsing á Kela, Bjössi verður að muna að loka að sér á kvöldin
annars kemst einn Kelinn í ból Bjarnar. Kærleikur til ykkar 
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 15:05
haha greinilega flottur hundur hann Keli
Dísa Dóra, 16.12.2008 kl. 16:24
Erna Friðriksdóttir, 16.12.2008 kl. 16:42
það hefur aldrei hvarflað að mér að Keli og Lappi séu grimmir og leiðinlegir - það má heyrast í hundum. Þeir eru bara dúllur báðir tveir.
Sigrún Óskars, 20.12.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.