Í óstuði með ?
9.12.2008 | 00:30
Varla Guði, það á að vera í stuði með Guði...er þaggi annars ?
Ég eiginlega veit ekki afhverju þetta óstuð er viðvarandi núna.
Það getur verið ýmislegt.....
Fréttin af drengnum sem ekki fékk lifsnauðsynlega hjálp og fyrirfór sér fór afar illa í mig, bæði vegna þessa hörmungarástands á heilbrigðiskerfinu og svo lést hann á afmælisdegi hans Himma míns sáluga.
Ég leit óvenju grannt á greiðsluseðil láns um daginn og verðbæturnar höfðu hækkað um 250 þúsund...ég er ekki sérlega klár í reikningi en ég reiknaði þó út að á 4 mánuðum við óbreytt ástand mun þetta lán hækka um milljón.....
ég taldi mig ekki fara offari þegar við keyptum húsið...við áttum slatta í því, ekki nærri veðsett upp í rjáfur. Nú sleppur kannski blámænirinn - ennþá.
Sko þetta gengur auðvitað ekki upp og það þarf að gera einhvern andskotann með viti til að heimilin fari ekki í stórum stíl á hausinn....hrmpf...
ég ætla að halda áfram að borga á meðan ég get það, hér er yndislegt að vera og ég á frábæra nágranna.
Ég er tiltölulega hagsýn húsmóðir og hef lifað efnahagskreppu áður, hún var reyndar afar staðbundin og bara heima hjá mér. En kommon, ég lifði hana af. Ég komst meira að segja að því, mér til furðu, að krakkarnir eiga góðar minningar frá þessum tíma örbirgðar þegar mér fannst ég vonlausasta foreldri heimsins að eiga ekki fyrir almennilegum mat. Besta sem þau fengu var rétturinn ; Mamma bullar í eldhúsinu. Þá sullaði ég saman mat úr því sem til var.
Þau voru ekki matvönd en það eruð þið líklega búin að fatta núna hehehe.
Ég er enn ekki komin í gír til að henda eggjum í þingið eða gera almennan uppsteit á almannafæri. Í brjósti mér bærist veik von um að ástandið lagist....ég er óhóflega bjartsýn og jákvæð og fram til 6 október 2008 taldist það vera kostur. Núna er ég ekki svo viss.
Ég gæti þurft í aðgerð, láta skera þennan andlega síamstvíbura úr mér...þessa Pollýönnu.
Nú nú ýmislegt annað kvaldi hugann en frá því er ekki tímabært að skýra .
Mér finnst ég vera andleg eyðimörk
Athugasemdir
Ragnhildur þú ert ekki ein um það að vera andleg eyðimörk, ég held að þetta sé kreppusýki. Það er allavega mitt mat.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:45
Ég slepp enn með andlegu heilsuna, en sú líkamlega er verri og verri, helv. hún Pollyanna hjálpar til. Knús á þig elskuleg, skil að þér hafi verið brugðið við þessar fréttir.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 06:52
Ef þú ert andleg eyðimörk þá vil ég vera Sahara við hliðina á þér
Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 08:35
Þetta með heilbrygðiskerfið er og hefur verið í áraraðir ófyrirgefanlegt, mörgum hefði verið hægt að bjarga ef fólk hugsaði ekki bara eftir einhverjum línum sem því eru settar, það má aldrei fara út fyrir rammann.
Í þessum málum er ég reið.
Kreppusýki, hvað er það eiginlega? Ég segi nú eins og þú Ragga mín hef unnið mig út ú erfiðleikum áður og kvíði því ekkert.
Rétturinn: " mamma bullar í eldhúsinu" var hjá mér einu sinni í viku og þótti það með afbrygðum gott, þar var öllu sullað saman og ekki var því fyrir að fara að maður gæti keypt sér grænmeti í þá daga, nei það var svo dýrt.
Laukur var það heillin.
Andleg eyðimörk er og verður maður á meðan maður ekki hendir út því slæma.
Ljós til þín Ragga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2008 kl. 09:57
Mikið er gott að vita að ég er ekki ein með þessa andlegu eyðimörk. Ég varð líka öskuill þegar ég heyrði viðtalið við móður stráksins og ennþá verri þegar yfirlæknirinn neitaði að tjá sig um einstök má. Þetta eru ekki lengur einstök mál, þau eru sorglega mörg.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:12
ég held að það þurfi að gera eitthvað með þetta geð heilbrigðiskerfi. það er ekki að virka finnst mér - hvorki fyrir fullorðna né fyrir börn. Sorglegt mál að missa ungt fólk
Sigrún Óskars, 9.12.2008 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.