Össur hvað ?
4.12.2008 | 03:17
Kannski innsláttarvillur í boði hússins en so ?
BEST AÐ LAGA SVO FÓLK FÁI EKKI MEIRI HJARTSLÁTTARTRUFLANIR
Þetta er um draum sem mig dreymdi
Ég er í verslunarmiðstöð, það er erill. Mitt erindi er að finna sr Bjarna Karlsson til að skipuleggja útför, mína útför. Ég hef fengið að vita að ég er að deyja úr krabba.
Við ræðum lauslega saman
Svo förum við að leita að salerni
Það finnst seint og illa og þá bara salerni sem þarf að greiða fyrir afnot af. Við hittum mann sem á að vera faðir kunningja míns. (hann er það samt ekki, sá maður er látinn) Hann þrætir við mig um aldur minn og segir að ég hljóti að vera mun eldri en Bjarni Karlsson sonur hans (athugið allt annað Bjarni)
Ég er eitthvað að vandræðast um þetta við manninn þegar sr Bjarni segir ; ég er bara farinn á salernið þarna frammi, þó það kosti !
Kosti segi ég, ég hef ekki tök á að greiða slíkt.
Ja ég fæ það endurgreitt, segir sr Bjarni og gengur út um dyrnar ....
Iss þú setur það bara á einhvern útfararreikning góla ég á eftir honum
......og hrökk upp og vaknaði !!
hvað þýðir í draumi að skipuleggja eigin útför ???
Athugasemdir
Jarðaför í draumi er gjarnan tákn um arf, að vera við jarðaför í draumi er yfirleitt fyrirboði óhamingju sem brátt tekur enda og framtíðin brosir við dreymandanum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2008 kl. 03:26
Auður er með góða lausn draumsins. Hafðu það gott elsku Ragga mín
Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 08:06
Að dreyma Bjarna er fyrir góðri heilsu. Þetta er bara fyrir einhverju góðu og að þér eigi eftir að ganga vel. Salerni í draumi er fyrir andlegri hreinsun.
Eigðu góðan dag
Sigrún Óskars, 4.12.2008 kl. 08:54
Jatjah segi ég nú bara! Ef allt þetta gengur á í hausnum á þér í svefni! Hvernig er þá virknin í vöku?
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 10:38
Æi veit það ekki.Kannski það gamla leiðinlega sem fer og nýtt tekur við.Gott ef svo væri
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:21
Skrítinn draumum en ég held að þetta með klóið sé sammannlegt. Ég er oft að leita af klósetti í draumum eða bíða eftir því að komast að.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2008 kl. 13:13
Örugglega fyrir einhverju góðu.
Helga Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 15:53
Váts .. hélt fyrst að þetta væri alvöru! úff..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.12.2008 kl. 16:59
Þú ert valkyrja
Daggardropinn, 4.12.2008 kl. 20:30
Mér leist ekkert á blikuna þegar ég byrjaði að lesa ... en létti þegar ég sá að þetta var bara draumur.
Hugarfluga, 4.12.2008 kl. 20:59
... að borga sig inn á salerni í draumi þýðir að "bráðum kemur betri tíð með blóm í haga" en hún kemur ekki ókeypis... las þetta í nýóútkomnri bók... sem heitir Brattir draumar...
Brattur, 4.12.2008 kl. 23:09
Úps, fékk hjartslátt þegar ég las byrjun færslunnar. Held að þetta sé fyrir góðu! Veit ekki hvað nafnið Bjarni eða prestur í draumi táknar.
Kveðja yfir hafið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:16
....já sko mig hefur aldrei dreymt klósett - ekki svo ég muni ;) enda ekki mannleg
Gott að heilinn er ekki á yfirsnúningi á daginn - ég meina hvað ættum við Anna þá að gera? Horfa tómeygar út í bláinn?
Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 00:28
Þetta er fyrir nýjum og betri tímum hjá þér Ragga mín,knús og klemm á þig
Magnús Paul Korntop, 6.12.2008 kl. 02:26
Að mínu mati táknar þessi draumur nýtt upphaf. Þetta er eins og ef "dauðinn" kemur upp í tarot spilum, þá þýðir það ekki endilega andlát, heldur endir á einhverju tímabili. Mín tilfinning varðandi þennan draum þinn er sú sama. Þú ert að ljúka ákveðnum kafla í þínu lífi og færð mikinn styrk (Bjarni) og aðstoð við það. Þessi kafli hefur verið þér erfiður (krabbinn) en nú verður s.s breyting þar á. Þetta með salernið............... þú uppskerð sem þú sáir.
Svona myndi ég túlka þennan draum.
Knús á þig vinkona og njóttu vel nýju tímana sem eru í vændum.
Tína, 6.12.2008 kl. 10:20
Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:00
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:02
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:14
Anna Margrét Bragadóttir, 7.12.2008 kl. 01:02
Treysti mér ekki til að ráða drauminn.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.