Sofið í fréttaskýringum

Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi enda hálfbarin eftir helgina. Við gamli erum farin að lýjast þegar við vökum fram á rauða morgun í vinnunni.

En það bregst ekki þegar ég fer svona snemma að sofa að ég er að hrökkva upp alla nóttina. Núna var aðeins annað snið á þessu en vant er. Ég hrökk upp með kreppumola í hausnum, þennan og hinn fréttamanninn eða þennan og hinn stjórnmálamanninn.

Ég held að ég hafi náð hverju og einu kreppuhugtaki í hausinn þegar ég hrökk upp og leit á klukkuna.

Ég gafst upp að sofa klukkan 7

Ég er ekki morgunhani en ég nenni ekki að sofa í miðjum fréttaskýringaþætti.

Nú er spurningin, telst þetta ekki til martraðar ?

Til hamingju með fullveldisdaginn, þessi er ekki bjartur, við erum eins og hverjir aðrir aumingjar íslendingar. Komin undir forræði stofnunar úti í heimi.....

Nú fer að verða spennó að fylgjast með henni Hugarflugu, hún er farin að telja niður síðustu vikuna á meðgöngunni með litla ljósið sitt. Bara flottust.....

Ásdís gleður þennan dag -eins og alltaf- með því að skrifa svo fallega bernskuminningu á síðuna síða. Ljóslifandi og yndisleg frásögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir að nefna mig elsku Ragga, já þetta er erfiður dagur hjá mörgum en við eigum kannski von þetta litla lýðveldi í norður höfum.  Eigðu ljúfan dag elsku vina.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Æji ég skil að þig er farið adreyma þetta allt saman,  það liggur við að maður sé með þetta í eyrunum bæði vakandi og sofandi, því mér sýnist ástandið svart :(   Knús á þig vinan inn í þennan fullveldisdag .....og bestu kv til þín og co

Erna Friðriksdóttir, 1.12.2008 kl. 10:48

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 1.12.2008 kl. 17:06

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er sko ekkert annað en púra martröð. Til hamingju með daginn samt.

Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband