30 nóvember 2002

Við erum stödd á líknardeildinni í Kópavogi. Ég man að ég er ferlega syfjuð, var á næturvakt. Ég sofna smástund í pabbabóli þarna og vakna við að pabbi breiðir ofan á mig peysuna sína. Hann vill ekki að mér verði kalt. Gréta frænka stendur við fótagaflinn á mömmu rúmi og er að rifja upp gamlar minningar síðan þær voru stelpur.

Við dáumst að minni hennar og hún segir líka svo skemmtilega frá. Mamma er hins vegar rænulaus, þannig hefur hún verið síðan eftir hádegi daginn áður. Þá kom Halli Pétur, fyrrum tengdasonur, hún brosti til hans, síðasta brosið, og svo sofnaði hún. Það er komið síðdegi, það er orðið dimmt úti og fallega díóðuljósið í runnanum utan við gluggann hennar mömmu er svo fallegt. Mamma hefur oft haft orð á því.

Sigga situr öðru megin við mömmu en pabbi hinu megin. Þau halda í hendurnar hennar. Án nokkurs fyrirvara þá fer hún, hún hættir einfaldlega að draga andann.

Móðir mín er látin.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Á eftir fer ég til Hauks frænda, hann ætlar að hitta sitt fólk núna, viku eftir afmælið hans.

Til að gleðja ykkur í upphafi aðventunnar þá ætla ég að birta mynd sem ég stal, án samviskubits, af henni dóttur minni. Myndefnið er Hilmar Reynir, alltaf flottastur alltaf sætastur.

Við Bjössi skellihlógum að myndinni áðan og hann minnir þarna óþyrmilega á prakkarann, pabba sinn.

Hilmarmódel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl kæra vinkona. Ég er svipuðum sporum í dag, hjá mér er árið 2007. Við systur voru allar hjá mömmu og töluðum um gamla tíma, mamma er rænulaus en við höldum í hendur hennar og hlýjum henni eins og við getum.  Við fórum allar heim rétt fyrir miðnætti, stuttu seinna kvaddi hún og þá hélt ein hjúkrunarkona í hönd hennar, við höfum kannski haldið of fast. Morguninn eftir fór ég til hennar og fékk að sjá hana. Þetta er sárt en minningin yljar manni. Eigðu ljúfan dag elsku vinkona

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 30.11.2008 kl. 14:28

3 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús hlýjar ljúfar kveðjur til þín elsku Vinkona mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.11.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er sár minning. Ég vona að aðventan verði þér góð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.11.2008 kl. 18:45

6 Smámynd: Einar Indriðason

*knús*

Einar Indriðason, 30.11.2008 kl. 19:50

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Hugarfluga

Ég fæ í hjartað. Sakna mömmu svo mikið. 

Hugarfluga, 30.11.2008 kl. 20:27

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ofboðslega er þetta fallegt barn

Hrönn Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Óskaplega sakna ég hennar mömmu minnar þegar ég les þetta. Er samt fegin að það var hún sem fór en ekki eitthvað af okkur systkinunum. Það hefði hún aldrei afborið.

Helga Magnúsdóttir, 30.11.2008 kl. 22:19

11 Smámynd: Daggardropinn

þetta eru erfiðar minningar, en dýrmætar.

Daggardropinn, 30.11.2008 kl. 23:54

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:57

13 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:22

14 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Knús á þig vina og einnig á Ásdísi. 30 .nóvember er mér einnig kær en það var afmælisdagur pabba míns,  svo að við höfum líklega allar hugsað sitt í gær ............

Erna Friðriksdóttir, 1.12.2008 kl. 10:51

15 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband