12 október 1918

Tíðindalítið hefur verið í höfuðstaðnum undanfarið en ein og ein frétt hefur stungið í augu. Þjófnaðir eru farnir að aukast, póstpoka var stolið af strandferðaskipinu Sterling. Hann finnst nokkru síðar upp i á Skólavörðuholti. Þar er engin byggð enn sem komið er.

Bæjarbúar eru heldur ergilegir yfir kaffileysinu og kenna því um að erlendum skipsáhöfnum hafi verið leyft að kaupa kaffi að vild og þar með hafi kaffið klárast í bænum.

Barn þvælist fyrir bifreið og er flutt í snatri í sjúkrahús, því verður ekki meint af fyrir utan marbletti og smáskrámur.

Ansi margar bifreiðar eru þegar komnar til bæjarins og hamlar þeim öðruhvoru bensínleysi þegar langt líður milli skipaferða. Skipin tefjast stundum ansi lengi þegar þeim er snúið til breskra hafna til skoðunar. Stundum er hluti farmsins gerður upptækur og skipið sent til Íslands með hluta þess sem pantað hafði verið að utan.

En sífellt koma fleiri bifreiðar. Leiðarahöfundur spyr snemma árs 1918 : Hvernig endar allt þetta bifreiðafargan ?! Nú væri gaman að kippa honum upp á jörð og sýna honum bifreiðarnar 2008. Sá yrði aldeilis bit.

Rollur eru til vandræða haustið 1918. Þeim er beitt í Hólavalla kirkjugarði og einn forsjáll bæjarbúi hefur hnýtt geiturnar sínar tvær vestast í garðinum svo þær hefðu eitthvað að næra sig á.

Sumarið hefur brugðist að miklu leyti úti á landi, heyskapur farist fyrir og slæmt árferði. Snemma í september gerði vond veður og fennti fé í stórum stíl, menn urðu úti og aflýsa varð víða réttum þar sem fjallleiðir voru kolófærar.

Fólki hryllir við, veturinn boðar ekki gott. En enn vita þeir ekki hver plágan er á leiðinni.

Katla er farin að gjósa, gosið hefst 12 október 1918. Menn þora ekki að nota símann vegna rafleiðninnar í loftinu.

En .....Botnía er á leiðinni.

°°°°°°°°°°°°°°

til fróðleiks leit ég hér í aldaspegilinn. Ég er komin í stellingar til að hlusta á þingmenn í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Knús á þig bloggvinkona   Ja erum við ekki alltaf að reyna að hlusta á þingmenn ??????????        

Oh,,,,,,,, mér líkar þetta eigi :)

Erna Friðriksdóttir, 24.11.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg lesning.  Krúttkveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

1918 var slæmt ár fyrir okkur, Kötlugos, Spænka veikin. Og ekki er að spyrja af bretanum, gerði vörur frá okkur upptækar. Góð lesning.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.11.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleymdi að nefna kuldann 1918 og ekki voru húsin okkar eins góð þá.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.11.2008 kl. 17:22

6 identicon

1918 var ekki svo slæmt ár, alla vega fæddist tengdamamma á því ári og það er ég þakklát fyrir

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:45

7 Smámynd: Dísa Dóra

1918 fæddist amma mín sáluga - það var svo sannarlega jákvætt

Fróðleg lesning - alltaf gaman að skyggnast smá í það sem öldin okkar hefur að segja okkur.

Farðu vel með þig skvís

Dísa Dóra, 24.11.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hún mamma mín fæddist í september 1918. Pabbi hennar dó þegar hún var pínulítil og var hún skírð í útförinni hans. Eftir skírnina var hún lögð á kistulokið hjá pabba sínum sem hún hafði verið skírð í höfuðið á. Mér hefur alltaf þótt það frekar óhuggulegt. Gaman að sjá svona aldarspegil, mátt alveg gera meira af þessu.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband