Er það satt sem þeir segja um landann?

Ég er ekki á leið á mótmælafund. Mín mótmæli munu fara fram í kjörklefanum þegar þar að kemur. Ég vil ekki taka ábyrgð á skuldum útrásargaukanna en ég hef ákveðið að reyna að taka ábyrgð á einhverjum minna verst settu bræðra. Þá sérstaklega með aðstoð til samtaka sem sjá um og hafa séð um okkar fólk í góðæri og hallæri

Það vantar fólk sem brosir, hughreystir og reynir að dempa æsinginn. Æsingurinn mun engu skila en rökfastar athugasemdir gætu mögulega gert það.

 

Aðalástæða þessa bloggs er sú að ég vil tilkynna að ég er orðin meira en leið á þessu. Ég nenni ekki að halda þessari síðu við og ég nenni heldur ekki að lesa skrilljón útgáfur af "sama" blogginu eins og verið hefur undanfarið. Það eru allir að blogga um það sama. Verði manni svo á að lesa álit einhverra spekinga um ástandið þá eru þau misvísandi eins og allt annað.

Ein setning sló mig þó í dag og auðvitað var það Heiða (www.skessa.blog.is) sem náði í gegnum skrápinn. Hún heldur því fram að bráðum verðum við með svöng börn. Það vona ég svo sannarlega ekki, það segi ég satt. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að alþjóðasamfélagið láti okkur -fórnarlömb græðginnar- svelta hér á skerinu. Andskotinn....

En ég ætla samt að halda mig við plan A. Ég ætla að reyna að vera þeim innan handar sem þess þurfa, milli þess sem ég bisast við mína eigin reikninga. Þeim er amk öllum lokið þennan mánuðinn.

Hafið það sem best ljósin mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hafðu það sem best líka, ljós. 

Anna Einarsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Daggardropinn

Daggardropinn, 9.11.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Hafðu það sem best,Ragga mín ;+)

Anna Margrét Bragadóttir, 9.11.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég vona að Heiða verði ekki sannspá, svo sannarlega.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Brattur

... góðar kveðjur til þín og þinna...

Brattur, 9.11.2008 kl. 16:55

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég sammála þér Ragga mín. Sagði einmitt við húsband í morgun að ég nennti ekki orðið að lesa blogg, það væru allir svo neikvæðir og ekkert annað kæmist að en vandamál þjóðfélagsins. Mætti ég þá frekar byðja um jákvæðari og uppbyggjandi bloggfærslur.

Hafðu það gott

Huld S. Ringsted, 9.11.2008 kl. 17:25

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 17:49

8 Smámynd: Einar Indriðason

Ef þetta nær eitthvað að hressa þig við ... þá ætla ég að kvitta fyrir með jákvæðri innlitskvittun.

*knús* á þig líka.  Amk Flíspeysuknús.

Einar Indriðason, 9.11.2008 kl. 17:55

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 9.11.2008 kl. 18:18

10 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 9.11.2008 kl. 18:33

11 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill og þörf ábending, mín kæra.  

Er sammála þér í því að þessi efnahagskrísa; aðragandi, afleiðeiðingar og eftirmálar eru farin að lita þjóðina hressilega. Menn eru  svartsýnir, bölsýnir og jafnvel leiðnilegir.  Vissulega er staðan hrikaleg, það gera sér flestir grein fyriir því en við verðum sjálf að aðhafast eitthvað og finna leiðir út úr ógöngunum, alla vega þurfum við að reyna að finna björtu hliðarnar, það gerir það enginn fyrir okkur.

Ég vona að þú gefist ekki endanlega á okkur í bloggheimum. Við þurfum á þér að halda inni í umræðuna og fleira. Þú ýtir hressilega við okkur núna, ég vona að það dugi til, ég veit að það fær okkur til að hugsa málin betur. 

Hafðu það sem best

Vona að þú gefist ekki endanlega á okkur á blogginu, skil leiða þinn og 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:41

12 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Úps, það slæddit með aukasetning neðst, viltu eyða henni fyrir mig Ragnheiður mín

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:42

13 Smámynd: Ragnheiður

Guðrún mín, þá þarf ég að eyða færslunni alveg og ég tími því ekkert, athugasemdin er góð.

takk allir ...

Við þurfum að fara að hugsa aðeins í lausnum og eins og margir hafa argað yfir þá þurfum við að hugsa um hvert annað. Ég er samt ekki að mælast til að fólk stökkvi á annað fólk í knúsþörf. Sýna skilning og reyna að hjálpa ef maður getur það þá.

Ragnheiður , 9.11.2008 kl. 18:54

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fólk er bæði reitt og hrætt og það kemur fram hér á blogginu eins og annars staðar. Það er rétt hjá þér að blogg upp á síðkastið hafa ekki verið í bjartari kantinum. Taktu bara þá hvíld sem þú þarft og ég vona að þú komir aftur. 

Helga Magnúsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:16

15 Smámynd: Hugarfluga

Skil þig ofurvel. Bloggið gerir ósköp lítið fyrir mann þessa dagana. En þá er bara að gera eins og þú og beina sjónum sínum og orku annað. Farðu vel með þig, Ragga mín.

Hugarfluga, 9.11.2008 kl. 22:25

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:03

17 Smámynd: Brynja skordal

Knús á þig ljúfust og hafðu það gott

Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 14:49

18 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Knús á þig , vina :)  ég er ótrúlega svekkt yfir þessari Íslandskreppu ofan á allt annað !!!!

Erna Friðriksdóttir, 10.11.2008 kl. 16:18

19 Smámynd: Marta smarta

Nei nei ekki gefast upp á okkur.  Það yrði þvílíkur sjónarsviptir að þér Ragga mín.     Nú erum við að ná okkur á strik og taka fram gömlu hússtjórnarbækurnar, vera hagsýnar og njóta þess ( eða þannig  )     Knús á okkur allar.

Marta smarta, 10.11.2008 kl. 17:11

20 identicon

Ég nenni ekki að lesa reiði eða neikvæð blogg.Ég þarf meira á jákvæðu og hvetjandi viðhorfum að halda.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:42

21 Smámynd: Ragnheiður

Ég fer nú ekki neitt langt og blogga ef það dettur í mig...ég er svo bara í email fjarlægð !

Ekki hika við að hafa samband ef þið viljið

Ragnheiður , 10.11.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband