Umhugsun
1.9.2008 | 15:46
Við sem hírumst í þessu bloggsamfélagi erum af öllum gerðum en flest notum við bloggið til að koma okkar sjónarmiðum áleiðis. Sumir eru rammpólitískir og feta vandlega flokkslínuna, eru með hina einu réttu "ríkisskoðun". Aðrir eru pólitískir þegar þeim dettur það í hug, þegar eitthvað hjartans mál dettur í umræðuna um borgarstjórn/ríkisstjórn. Þessir fylgja ekki flokkslínum.
Öll verðum við þó að fylgja okkar sannfæringu. Mikið hefur verið talað um Matthías á blogginu, skrif hans og "uppljóstranir". Fólk hefur fussað og sveiað yfir þessu en gleymir einu.......
Hvern einasta dag skrifar einhver bloggari um "mann útí bæ" sem gerði svo og svo af sér þennan eða hinn daginn. Skammlaust virðist fólk telja að rati einhver í fréttir þá sé sjálfsagt að blogga um viðkomandi og velta sér upp úr málinu. Dæmi um þetta eru mýmörg. Hefði ég nennu þá myndi ég skella nokkrum inn. Fylgist bara með þessu, þið getið bara ákveðið að lesa með augum þess sem um er fjallað og þá sjáið þið hvað ég er að meina.
Þegar Himmi dó þá gleymdi ákveðinn fréttamiðill að taka burt möguleikann á að blogga um fréttina. Áður en ég komst í málið, athyglin ekki kannski á svoleiðis þá stundina, og bað þá um að afnema þessa fréttatengingu þá voru hinir og þessir búnir að fjalla um málið. Ég get sagt ykkur það að enn fer um mig hrollur þegar ég rifja upp orðalag fólks við þetta atvik.
Ég fékk skammir fyrir að skrifa um ákveðinn hlut sem tengdist Himma. Viðkomandi óttaðist að vera bendlaður við málið, þekkjast af málsatvikum. Og svo fékk ég skammir fyrir að hafa tekið þetta út, frá sama aðila. Ég tók það reyndar ekki, færði það bara og það var þessu óviðkomandi. Enn í dag skil ég ekki hvernig þessi aðili gat fengið það út að um nákvæmlega hann var rætt. Það komu, því miður, margir til greina miðað við lýsinguna af atburðunum. Og þetta atvik skipti í raun ekki því máli fyrir okkur eftir á að hyggja, það var bara sett fram til skýringar. En það skipti þennan aðila miklu máli, það skil ég vel.
Af þessu má sjá að þó maður telji sig fara varlega og skrifa þannig að ekki á undan að svíða þá kannski tekst manni það ekkert. Maður er kannski að meiða með orðum án þess að hafa á nokkurn hátt ætlað sér það.
Gáum hvað við segjum og munum, á bakvið fréttir er fólk.
(hérna er smáviðbót fyrir þá sem lesa ensku. Verulega undarleg saga - mér dettur í hug flökkusaga.En í þeirri von að viðkomandi asnist ekki inn á síðuna mína þá set ég þetta inn og brýt þar með af mér miðað við innihald pistilsins að ofan )
Athugasemdir
Frábært að koma með þennan punkt, það þarf alltaf að minna sig á að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Elísabet Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 16:34
Ekki bara það, heldur... hér er spurning sem holt er að spyrja sig að stundum: "Ef borðinu væri snúið við, og ég væri í *ÞESSARI* aðstöðu, hvað þá" ? (Hver svosem þessi aðstaða er.)
Einar Indriðason, 1.9.2008 kl. 16:52
Einmitt Elísabet, það gleymist oft í moldviðri bloggsins
Það er einmitt lóðið Einar, myndi maður sjálfur vilja þessa óvægnu umfjöllun sem oft er uppi ? Myndi maður vilja lesa um aðstandendur sína á þessum nótum ?
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 16:56
Sannast hið gamla að aðgát skal höfð í nærveru sálar og þá er enginn undanskilinn. Fólk á að gæta orða sinna. Kveðja til þín elskan.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 17:59
Einmitt og takk fyrir þessa góðu áminningu Ragnheiður !
kær kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:02
Rétt hjá þér eins og svo oft áður. Aðgát skal höfð. Enginn vill lesa svona lagað um sína aðstandendur, en að skrifa um eitthvað sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um virðist ansi auðvelt.
Heyr fyrir þér eina ferðina enn !!
Marta smarta, 1.9.2008 kl. 19:34
Takk fyrir þetta.
Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 19:35
Frábært að vanda Ragga mín.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 19:50
Thank you again.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 20:21
Góður pistill hjá þér, takk fyrir það. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:49
Svo satt... Það er fólk þarna á bakvið fréttirnar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.