landslið kemur heim
27.8.2008 | 16:53
og þeir flugu yfir mig hérna heima...
ég náði myndum, stökk út í dyr¨dressed like shit¨
en það er ljóst að ég þarf að fá mér betri myndavél en ég á. Ég þarf vél sem ég get súmmað inná það sem mig langar að mynda....hnippi í kallinn fyrir afmælið mitt.
Her fyrir ofan er Þristurinn og þyrlurnar en hérna eru þyrlurnar að sleppa yfir þakskeggið
Það er kannski betra ef þið smellið á þær en annars sjáið þið þetta auðvitað í sjónvarpinu
En vegna þess að þeir eru svakalega almennilegir þá komu þeir aftur og ég stökk aftur út á sloppnum hans Steinars.
Hér er þotan fremst og þyrlurnar.
Hér kom svo sá gamli Páll siglandi í kjölfarið, hann fer eðlilega mun hægar blessaður. Mér finnst hann flottasta flugvélin
Athugasemdir
Oh og ég föst heima með veikt barn . Kíki á imbann í staðinn.
Elísabet Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 17:00
Ég er ekki frá því að ég sjái glitta í hann Sigfús þarna á myndunum hjá þér. Hann er nottla svo asskoti herðabreiður og hávaxinn!
Hugarfluga, 27.8.2008 kl. 17:29
LOL! Þá hefur hann annaðhvort staðið upp í vélinni eða verið með vesen og hafður úti á væng !
Ragnheiður , 27.8.2008 kl. 17:33
Sá þessi ósköp á leiðinni vestur í bæ.
Hm..
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 18:07
Sem sagt, þú komst til dyranna eins og þú varst klædd
Magnað að fylgjast með útsendingunni úr sófanum heima.
M, 27.8.2008 kl. 19:39
Ragga mín næst verður þú með langdræga myndavél.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 19:58
Þeir flugu einmitt framhjá heima hjá mér líka.
Ég er að springa af stolti fyrir þeirra hönd,þeir voru flottir þegar þeir voru sæmdir riddarakrossinum,og áttu það svo sannarlega skilið,finnst mér
Knús á þig Ragga mín
Anna Margrét Bragadóttir, 27.8.2008 kl. 21:02
Þetta hefur greinilega verið áhrifamikil sjón, missti af öllu í sjónvarpinu en strákarnir áttu svo sannarlega skilið góða heimkomu
Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:15
þetta eru samt góðar myndir hjá þér! Ég fattaði ekkert hvað þyrlurnar voru að sveima hér yfir - ekki alveg tengd í dag
Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 21:33
Hey, ég heyrði hávaða í þyrlum og leit út. Sá þær koma tvær og síðan flugvél en ég hafði ekki rænu á að mynda, enda hefði ég orðið of sein.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.8.2008 kl. 23:06
Ég sat á stjórnarfundi og komst ekki spönn frá rassi.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:07
Alltaf missi ég af öllu Ég ætla að flytja suður þar er allt að gerast eða þannig Þyrlur og þotur váá,,,,,
Erna, 27.8.2008 kl. 23:22
Þær flugu hér yfir hjá mér líka og það var æði að sjá þetta svona beint fyrir ofan sig, já og út um gluggann þegar þær flugu yfir Víðistaðartúnið..bara geggjað. Svo voru strákarnir flottir í imbanum. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:36
Ég fór á Laugaveginn og á Arnarhól með dætrum mínum og fögnuðum við strákunum okkar með öllum hinum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.8.2008 kl. 01:22
Góðan dag og takk fyrir síðast!! .. Við erum orðnar ,,heitar" með beinu lýsinguna okkar og bullið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 08:56
Jóhanna , þetta datt mér í hug hehehe
Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 09:55
Alveg var þetta nú einkennandi fyrir hvernig komið er fram við gamla fólkið í dag, fyrst stungu þeir Palla gamla af og svo gátu þeir ekki beðið eftir að hann lenti. Og svo byrjaði niðurgangurinn án Palla gamla, loks kom hann másandi og blásandi, en nei aðeins of seinn, hann er nú lika að verða sjötugur bráðum.
eyjaskeggi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.