Að taka beygju í lífinu

það er hverjum manni hollt og nú ætla ég að taka skarpa beygju. Ég er þreytt á sjálfri mér og ætla að gera eitthvað til að mér líði betur í eigin skinni.

Ég er þreytt á endalausum vonbrigðum og sársauka en veit hvert ég get farið með þetta. Ég þarf að leggja frá mér byrðarnar.

Það tekur bara 1-2 tíma einu sinni í viku og jafnast ekki á við neitt.

Það þyrlast svo margt um í höfðinu. Ég þarf að koma því í skipulagða röð og koma sárunum til að gróa, sjálf ríf ég mig niður og það er ekki til bóta.

Minn stíll er ekki að gefast upp og það get ég auðvitað ekki gert núna.

Ég hef staðið í sömu sporum núna nokkuð lengi og vil fara að komast upp úr farinu. Það tekst en ég get það ekki ein. Það þurfti ég að viðurkenna fyrir mér og öðrum.

Nú ætla ég að halla mér og sjá hvort ég verði ekki bjartsýnni á morgun, mér leiðist að vera svona svartsýn og niðurdregin.

Til minnis : það er alltaf ljós við enda ganganna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleikskveðja

Guðrún (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þarf líka að taka svona skarpa beygju, en ég er alltaf að láta annað trufla mig.  Allskonar óþarfa sem engu máli skiptir.  En ég mun gera það alveg á næstunni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Erna

Elsku Ragga, Þú ert búinn að gefa stefnuljós og þá er að vinda sér í beygjuna. Gangi þér vel og góða nótt

Erna, 27.8.2008 kl. 03:31

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gangi þér vel

Anna Gísladóttir, 27.8.2008 kl. 05:01

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 27.8.2008 kl. 06:30

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég er búin að vera að lesa bloggið þitt og mikið rosalega ertu heilsteypt og sterk kona, ég er betri manneskja eftir lesturinn hér.

Gangi þér vel kæra Ragga. 

Elísabet Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 08:47

7 identicon

alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:50

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hefur þennan eiginleika Ragga að takast á við hluti, enda eins gott í þínu tilfelli.  Þú ert sterk kona og ég veit að það sem þú hefur ákveðið að gera fyrir sjálfan þig er ábyggilega það besta í stöðunni.

Mér finnst þú frábær kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 09:53

9 Smámynd: Hugarfluga

Ég hef fulla trú á að þér, Ragga. Það skín í gegn hversu heilsteypt þú ert og sterk, en þó maður sé sterkur getur maður ekki endalaust bætt á byrðarnar. Maður þarf stundum að fá að setjast niður og pústa. Láttu mig vita ef ég get orðið þér að einhverju liði.

Hugarfluga, 27.8.2008 kl. 10:04

10 Smámynd: Einar Indriðason

Jákvætt innlitskvitt!

Einar Indriðason, 27.8.2008 kl. 10:48

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljós fyrir frábæra konu

Sigrún Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 10:54

12 identicon

gangi þér vel Ragnheiður og þú ert dugleg og sterk kona. Kær kveðja frá mér. Guðný.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:43

13 Smámynd: Sigrún Óskars

 Þú ert svo sannarlega sterk kona, ég hef trú á því að þú eigir eftir að baða þig í ljósinu við enda gangnanna.  

Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 11:54

14 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, þú skuldar sjálfri þér að láta þér líða vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.8.2008 kl. 12:42

15 Smámynd: Marta smarta

Já svona beygju þyrfti ég líka að taka. 
Þú er sannkallað "ljós" í mínu lífi með þinn dugnað og hefur hjálpað mér mikið með þínum skrifum. 
Nú ætla ég líka að reyna, það verður spennandi að fylgjast með hvaða stefnu þú tekur, læt þig vita af minni.
Knús til ykkar allra.

Marta smarta, 27.8.2008 kl. 14:07

16 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ég las í góðri bók að setningin " ég sjálf, eða fyrir mig" er EKKI blótsyrði...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 27.8.2008 kl. 16:08

17 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband