Að ganga af trúnni

er bara sáraeinfalt. Í fyrra sat ég í kirkju, horfði einbeitt fram fyrir mig, framhjá hvítri kistu og hélt fast í hendi dóttur minnar. Marga daga þar á eftir sat ég heima og hugsaði, hugsaði og hugsaði. Ég hlustaði á messur á sunnudögum, ég fór í skírnarmessu, ég fór í fleiri jarðarfarir og ég hélt áfram að vera reið. Ég er enn reið og fæst ekki til að samþykkja einhvern Guð.

Fyrir mér er Guð réttlæting, andlegur plástur, möguleg skýring þegar skýring er ekki til..semsagt tóm vitleysa. Ég vil hann ekki, hann er ekki til gagns í mínum huga.

------------------------------------------------------------------------------------

Í dag fór ég í eitt stæðið okkar. Stoppaði þar annar bíll í röðinni og ákvað að hreinsa til aðeins umhverfið. Fór í plasthanska og gekk að fyrri bílnum. Sá bílstjóri opnaði gluggann með mikilli varúð og spurði mig með skelfingu í röddinni : Hvað ertu eiginlega að fara að gera ? Ég ákvað að sleppa því sem fyrst kom upp í hugann vegna þess að um er að ræða gamlan mann. (ætlaði að segja að það væri komið að árlegri endaþarmsskoðun) Í staðinn sagði ég kurteislega : Bara, tína upp stubbana og svoleiðis meðan ég bíð. Hann dæsti allshugar feginn.

______________________________________________________

Söfnun fyrir Öldubílinn er enn í gildi og verður fram til c.a. 4 júlí. Endilega smellið inn einum fimmhundruðkalli eða þúsundkalli, þið sem eruð aflögufær.

---------------------------------------------------------------------------------------

"Fjórir rússneskir unglingspiltar voru í dag dæmdir í níu til átján ára fangelsi fyrir manndráp framið í byrjun árs, í bæ nærri Vladimir. Piltarnir lömdu 25 ára karlmann til meðvitundarleysis og hentu honum því næst á eldsvoða sem brennur til minningar um sovéska hermenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Maðurinn lést af sárum sínum."

Með leyfi að spyrja, hvaða skilning leggur blaðamaður í orðið eldsvoði ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ragga! Þú ert einstök

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í dag er ég einum þúsundkalli fátækari en margfalt glaðari í hjartanu.  Öldubíllinn er góð fjárfesting.  Auk þess hef ég tekið þá stefnu að eyða krónunum ÁÐUR en þær falla meira. 

Hverjir vilja kaupa bíl með mér í dag-kostar bara 1000 kall ?

Anna Einarsdóttir, 23.6.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég skal vera memm...  ... hókus pókus filirókus .. hér kemur annar þúsundkall!  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.6.2008 kl. 17:30

4 identicon

Mér finnst að þú eigir að útskýra þetta aðeins nánar áður en þú betlar pening af ókunnugu fólki. Afhverju ættum við að styrkja þetta?
Er ekki með leiðindi, ekki taka því þannig en held að fleiri myndu leggja inn ef þeir vissu um hvað málið snérist

margrét

margret (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Ragnheiður

Margrét eins og fram kemur hér neðar þá er hægt að fá skýringu í email. Ef það er ekki nægilegt þá sleppur fólk þessu bara, einfalt og þægilegt. Sumt er ekkert hægt að setja á netið, fyrir allra augum.

Takk stelpur þar fyrir ofan

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 17:48

6 identicon

ok skil

er búin að senda email

margrét (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: Ragnheiður

Margrét, það kemur amk ekki enn email ? Ég bíð bara, í versta falli get ég bara svarað þér þá þegar ég kem heim, um miðnættið

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 18:36

9 Smámynd: Hulla Dan


Eigðu gott kvöld.

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 18:46

10 identicon

hmm
það virðist ekki vera hægt að senda þér email. Einhver villa í kerfinu, hef ekki séð þetta áður, en þú mátt endilega  senda á margretbjork@visir.is ef þú nennir :)

Margrét (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 18:48

11 Smámynd: Ragnheiður

Já ok ég geri það bara strax

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 18:49

12 Smámynd: Ragnheiður

Búin að senda

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 18:59

13 identicon

Takk fyrir þetta

Legg inn smá um mánaðarmótin ;-)

margrét (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 19:00

14 Smámynd: Sigrún Óskars

  hafðu það gott í dag Ragnheiður.

Sigrún Óskars, 23.6.2008 kl. 19:07

15 Smámynd: Ragnheiður

sömuleiðis Sigrún mín, geturðu nokkuð sent mér mail ?

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 19:12

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Var ekki einhvern tíma sagt að vinstri höndin ætti ekki að vita hvað sú hægri gerði þegar menn réttu fram hjálparhönd? Ég hefði sko alveg lagt inn hjá þér þótt þú hefðir ekki skýrt málið í tölvupósti. Treysti þér alveg til að vera ekki að gabba fé út úr fólki.

Helga Magnúsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:41

17 Smámynd: Ragnheiður

Helga mín, ég ætti nú ekki annað eftir..það segi ég alveg satt. Ég reyni að birta allar hjálparbeiðnir sem berast en þessi stendur mér eðlilega afar nærri...Aldan mín.

Takk elskurnar

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 19:45

18 Smámynd: Ragnheiður

Uh ..já ?

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 21:52

19 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

 

Guðrún unnur þórsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:07

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe Þið eruð fyndnar - þú og Hallgerður........

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 23:32

21 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já hálfhlægilegar en þetta snerist um seinan fattara í sumum...hóstragnheiðihóst

Ragnheiður , 23.6.2008 kl. 23:57

22 identicon

Allaf yndislegt þegar fólk opnar huga sinn fyrir raunveruleikanum!
Guðir eru flótti frá lífinu og raunveruleikanum!!
Flott hjá þér.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 00:20

23 Smámynd: Einar Indriðason

Hvur veit, kannski fáum við að sjá eftirfarandi:

Hallgerður:  CATHY!

Ragnheiður:  HEATHCLIFF!

(A la Dave Allen)

Einar Indriðason, 24.6.2008 kl. 00:31

24 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir þitt innlegg Doktor E

Já Einar hehe kannski....og föllumst við Hallgerður í faðma

Ragnheiður , 24.6.2008 kl. 00:37

25 Smámynd: Einar Indriðason

hmm.... Nei, mig minnir að ekki eitt einasta atriði hjá Dave Allen með Cathy ... og Heathcliff... hafi tekist, þannig að þau hafi náð að fallast í faðma hvort hjá öðru...

Einar Indriðason, 24.6.2008 kl. 00:42

26 Smámynd: Ragnheiður

Nei mér fannst líka ólíklegt að okkur Hallgerði tækist það

Ragnheiður , 24.6.2008 kl. 00:43

27 Smámynd: Helga skjol

Ekki spurning um að styrkja gott málefni fyrir Ölduna þína

Knús inní vikuna

Helga skjol, 24.6.2008 kl. 07:48

28 identicon

Hæhæ, legg inn í dag. Vona að það gangi allt vel hjá Öldunni þinni og þér og öðru af þínu fólki.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:33

29 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég skal styrkja hana Öldu á morgunn  Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 19:17

30 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ragga mín ég er búin að senda þér meill.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 19:55

31 Smámynd: Ragnheiður

Katla mín, ég er búin að svara

Ragnheiður , 24.6.2008 kl. 20:08

32 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:36

33 Smámynd: Halla Rut

Vel sagt hjá þér þarna efst....einmitt mín upplifun.

Halla Rut , 25.6.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband