Hrökk upp

og geispa endalaust en næ bara ekki að sofna aftur. Hamar óskast !

Eitthvað hafið þið náð sambandi við heilladísirnar, í gær tókst okkur gamla að keyra inn nýtt met á báða bílana. Það var ágætt mál.

Þið sem viljið taka þátt í að fjármagna bílinn hennar Öldu sjáið upplýsingar hér í höfundarboxi. Hinir láta sem þeir sjái ekki neitt. Þetta er tilraun og ég ætla að sjá hvernig gengur. Það þarf ekki að vera nema 1000 kall. Bíllinn kostaði bara 220.000.

Ég hef eiginlega engar fréttir, mikið búin að vera í vinnunni. Vinnukonan sér um að ryksuga gólfin hér hjá mér, annað bíður bara betri tíma. Við húsmæður vitum allar mætavel að draslið og rykið bíður bara rólegt eftir að við tökum það, það er sannað mál.

Ég ætla ekki að blogga reiðilestur um þennan sem urðaði hvolpinn, ef eitthvað réttlæti er til í heiminum þá hittir svona hegðun hann sjálfan fyrir. Mér hefur alltaf fundist að þeir sem eru vondir við dýr séu mannleysur.

Við lentum í óskemmtilegu atviki í gær á Álftanesveginum. Hér eru sett upp skilti til að vara ökumenn við fuglum enda ungar hér um allt. Eitt spóabarn ákvað að nú væri tíminn til að fara yfir veginn þegar við komum akandi. Steinar varð að stíga þétt á bremsuna til að aka ekki á hans hátign. Við þurftum samt ekki að stoppa alveg enda spói litli lappalangur og fljótur að þramma yfir okkar akrein. Svo heyrum við þetta ferlega bremsuvæl fyrir aftan okkur. Shit ..sagði farþeginn í framsætinu og Steinar gaf duglega í til að vera ekki fyrir. Það leið smástund og þá ók framúr okkur með bægslagangi og dekkjavæli stór amerískur jeppi. Flottur jeppi en hann átti greinilega ekki eiganda í stíl við sig sjálfan, Steinar fékk bara puttann og svo hvarf farartækið í rykmekki. Við lentum fyrir aftan hann á ljósunum og enn vildi hann koma skoðun sinni á framfæri með "fingramáli". Steinar þóttist ekki sjá hann og ekkert skilja. Þessi jeppi hefur ansi oft henst framúr mér á mikilli ferð hér út á Álftanes. Hér er friðland fugla og mér finnst að þeir sem ekki virða fuglalífið og aka í samræmi við það geti bara verið einhverstaðar annarsstaðar ! Mér er enn í fersku minni í fyrra þegar einhver ók niður heilan hóp af stálpuðum gæsaungum hér á Jörfaveginum, djö sem ég varð pirruð á þvi !

Jæja pirring lokið, fuglarnir farnir að syngja og best fyrir mig að reyna að haska mér í bælið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ég negli hér niður í hvert skipti sem mús, froskur eða fugl þvælist fyrir bílnum. Ósjálfrátt.
Hef fengið putta í andlitið og mér er slétt sama. Brosi bara mínu blíðasta og vorkenni viðkomandi.
Menn eru ekki alltaf í stíl við flottu bílana sína

Hafðu það guðdómlegt í dag

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 05:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég mundi kæra þennan jeppaeiganda, engin spurning, hjá okkur er bara ekið á slow því hér er svo mikið fuglalíf og það er yndislegt.

Gott að þið ókuð svona vel inn á bílana í gær og munur að hafa svona vinnukonu sem sér um húsverkin, getur þér gefið mér uppskrift af henni?

Já það ætla ég að vona að mönnum sem eru vondir við dýr hefnist fyrir.
                       KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 08:06

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég vona líka að sá sem gerði hvolpinum þetta hefnist fyrir það á endanum. En vona líka að múgæsingur og læti verði í lágmarki í þetta skiptið. Búin að leggja inn fyrir bíl. Knús á ykkur

Bjarndís Helena Mitchell, 23.6.2008 kl. 08:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjálað fjör á nesinu.  Lemjum jeppamanninn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 08:16

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég skelfist orðið rudda mennskuna í mörgum eins og jeppamanninum, svona fólk er einhvern veginn víst til alls, lætur stjórnast af ofsa og reiði ..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.6.2008 kl. 09:11

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hvað er með þennan jeppa eiganda ? kann hann ekki mannasiði ?

Sendum hann á almennilegt námskeið í putttamáli...

Knús til þín inn í daginn.. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.6.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tek undir með Heiði! Kenna manninum almennilegt fingramál.... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 10:39

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst ljótt þetta með putta málið fólk kann ekki að skammast sín.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2008 kl. 11:26

9 Smámynd: Tiger

 Já Ragnheiður mín, ótrúleg mannvonskan stundum. Endalaust ljótt að keyra af hörku um vegi sem vitað er að eru fullir af lífi, fuglalífi. Einnig finnst mér það óendanlega mikil vonska að hafa grafið hundgrey svona - hversskonar hjarta er í fólki sem gerir svona? Ekkert hjarta líklega ..

Knús í daginn þinn mín kæra og ljúfa snúlla ...

Tiger, 23.6.2008 kl. 15:02

10 Smámynd: Linda litla

Vá, hann hefur haldið að hann ætti heiminn af því að hann var á jeppa. Það er alveg ótrúelga mikið af dónum og óþolinmóðu fólki í umferðinni.

Eigðu góðan dag góða mín.

Linda litla, 23.6.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband