Mamma fanatíker hljóp á sig í gær
2.6.2008 | 09:14
Með bravör eins og oftast þegar kelling fer framúr sér.
Málið var svona.
Meistari Björn birtist heima, haldandi á þremur ókennilegum brúsum. (Móðir vanaföst og kaupir allar vörur eins síðastliðin 25 ár)
Mamma : Hvað ertu að gera ! Bera brennivín inn til mín ?
Björn ; Uhh nei, þetta er tómatsósa og svoleiðis !! Ég var sendur með þetta úr Grindavík !!
( Björn heldur brúnaþungur þegar hér var komið sögu)
Mamma: nei vá ! flott, ég var einmitt að henda næstum öllu úr ísskápnum í dag, var sko að taka til
Næst ætla ég að lesa á hlutina áður en ég fæ flog en af þessu má greinilega sjá að ég er fanatísk á vín.
Hrmpf...
Athugasemdir
Heheheh, held að ég sé hálf-fanatísk líka. Fimmtugsafmælið mitt í sumar verður alla vega haldið án víns. Bara kökur og geggjað kaffi! Fólk hefur verið ánægt með slíkar veislur hjá mér síðan ég var 29 ára.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2008 kl. 09:20
Fotttar báðar, þ.e. Gurrí og Ragga.
Ég er ekki fanatísk á vín, dey bara ef ég myndi drekka það. Hehe.
Helvítis búsið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 09:58
Ég varð alveg ein auðu og skildi ekki í hvað Björn var að bera inn 3 flöskur en kannast við þessar flöskur samt vona að þið getið notað þetta ef þetta ætti allta að borðast hér yrðum við bara tómat og sinnep.
Var búin að vera að hugsa hverjum ég gæti gefið helming svo kom Björn hér og ég var fljót að spyrja viltu ekki taka eina flössku af hvoru til mömmu þinnar .
Kveðja til ykkar á nesinu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.6.2008 kl. 12:55
Hahaha brjálaðamamman.is
Ylfa Lind Gylfadóttir, 2.6.2008 kl. 13:08
Hvernig datt þér í hug að það væri brennivín í tómatsósuflöskum? Þarf ekki heilmikið ímyndunarafl í það?
Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 13:18
Já kærar þakkir Heiður
Sko þetta lítur ekkert út eins og tómatsósuflöskur, lítur út eins og Breezer eða eitthvað
Ragnheiður , 2.6.2008 kl. 13:30
He he vonum að þú hellir ekki breezer á pylsurnar næst
nýtt á bæjarins bestu :Ein með breezer.
Eyrún Gísladóttir, 2.6.2008 kl. 16:08
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.6.2008 kl. 19:16
Já maður getur nú svona í fljótheitum orðið fljótfær
Ég segi það sama og þið stelpur mínar hér eru ekki haldin boð þar sem boðið er upp á vín.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2008 kl. 19:29
hehehehe annrs erum við stundum soldið dugleg að framkvæma án þess að hugsa...
Linda litla, 2.6.2008 kl. 19:33
By the way.... skál í tómatsósu ;o)
Linda litla, 2.6.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.