Ég held að ég hafi gert skammir

Mér sýnist að ég hafi farið alla leið heim með vestfirsku vegina ! Annars er ég ágæt, eina sem truflar mig er að ég hefði alveg verið til í að hendast beint vestur aftur. Sjúga í mig orkuna sem er fyrir vestan og hvíla mig, þvælast fyrir í sauðburði og áreita ættingjana langt fram á sumar hehehe.

Hérna koma myndir af skammarstrikinu.

100_1291

100_1290

Annars er Steinar svo búinn að mæla fyrir rúðunum í gluggana og hann er greinilega að búa sig í að fara að gera við hérna heima. Næsta mál er að færa hitaveitugrindina út í skúr en líklega þarf eitthvað að laga til í skúrnum áður. Kannski er Orkuveitan með einhvern pípulagningameistara sem þeir geta bent á. Það er frekar óheppilegt að vera lengi með vatnslaust hús ef enginn finnst til að tengja saman aftur.

Í dag á Gísli afmæli, hægt að skella afmæliskveðjum inn hjá konunni hans www.snar.blog.is

Svo ætla ég að koma með þetta myndband sem mér fannst ekki vilja virka um daginn...sem á að spila fyrir mig þegar ég er komin í kassann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega flottir - kallarnir alltsvo - ekki vegirnir sem þú stalst.....

Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Já þeir eru sko flottir..óvenjuleg útgáfa af þessu lagi en flott. Ég bíð bara eftir að héraðssamband vestfjarða hringi í mig og skammi mig fyrir vegaþjófnað, ég ætti kannski að skila þessu bara beint í samgönguráðuneytið?

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Marta smarta

Já þeir eru alltaf til fyrirmyndar á þessum tíma vestfirsku alparnir.  Húsbóndinn hér fór á Þingeyri (hans "klakstöðvar") í fermingar-uppákomur, ég ákvað hins vegar að sitja heima.
Hann kom semsagt með restina af vegunum á okkar bíl til baka, skildi þá (vegina)  svo eftir á þvottastöð í Borgarnesi.
Auðvitað ertu að vestan, nú skil ég hvers vegna er svona gaman að húmornum þínum.  Sjálf er ég frá Ísafirði.

Marta smarta, 13.5.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Ragnheiður

Fyrir mörgum árum var yngsti bróðir mömmu sendur í Breiðavík, systur hans tvær fylgdu honum til eftirlits. Hann var svo vistaður hjá afbragðsfólki á Sellátranesi við Patreksfjörð. Systir hennar mömmu giftist bóndanum þar og þaðan koma vestfjarðatengslin mín, en hinsvegar gæti ég sem best verið að vestan sjálf. Ég er ekki eins hrifin af neinum stað eins og þessum fyrir vestan og gæti alveg hugsað mér að búa þar.

Ég er hinsvegar sjálf "bara auli að sunnan" hehehe

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 11:45

5 identicon

Takk fyrir að deila þessum gæsahúðarsöng með okkur. Margföld gæsahúð.

Held þú ættir bara að fara aftur vestur og skila vegarefninu. Taka langa viku í að skila efninu.

Það er eitthvað við vestfirðina sem laðar mann að þeim aftur og aftur, mitt uppáhalds landsvæði.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:52

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábær fæsla gaman að skoða þetta vegaefni sem ég þekki svo vel.

Já ég er alveg sammála þér þú ættir að skreppa og anda að þér meira af vestfisku lofti það er alveg eðal loft það þekki ég svo vel.

Kveðja til ykkar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.5.2008 kl. 13:27

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessir hjólbarðar minna mann á vegina fyrir norðan í den.  Hef aldrei heyrt þessa útgáfu, en maðurinn minn fær alveg hóla á handleggina af gæsum þegar hann hlustar á Sinatra vin sinn syngja þetta, vill láta spila það fyrir sig. You Go Girl

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 15:22

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frú Ragnheiður, ég sé ekkert að þessu dekki.  Enda ekki að marka, ég er bílablind.  Hehe.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 15:32

9 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe Frú Jenný, dekkið er fullt af jarðvegi og svoleiðis á það ekki að vera hehe en ég veit, og ég veit líka að það er dagsatt. Þú ert bílablind.

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband