Feðgar

eru merkileg fyrirbæri. Mínir eru ekki líffræðilega skyldir en þeir hafa búið saman í mörg ár. Þeir eru líka í sama stjörnumerki fyrir þá sem trúa á svoleiðis.

Björn hefur verið að heiman undanfarið, ég veit alveg svosem hvar hann er en það er sama hann á að láta vita. Í kvöld brá svo við að kallinn skilaði sér ekki úr vinnunni, klukkan varð 20-21-22....það var farið að síga í bókhaldarann á heimilinu. Fyrst kom strákur, svo kom kall.

Kallinn fékk skammir fyrir að láta ekki vita af sér, gerði að vísu heiðarlega tilraun til að snúa afbrotinu yfir á bókhaldarann sem hefði getað hringt til að forvitnast....Sú tilraun lést í fæðingu.

Fyrst bókhaldarinn var byrjaður að skammast þá fékk Björn áminningu um að láta vita um sinn verustað.

Stuttu síðar röltir Björn fram og finnur gamla settið við púslið.

B. Ég veit alveg að ég á að láta vita af mér ,ég skal passa þetta

M. Já ok, ég var að skamma Steinar og ákvað að skamma þig í leiðinni?

B.Nú ? Kom hann heldur ekki heim í marga daga ???

Gamli bilaðist úr hlátri og báðir horfðu á mig með skelmissvip.

 

Svona standa kallar saman þegar á reynir en þessir tveir ættu að varast að skopast mikið að bókhaldaranum sem á til að hefna sín þegar síst skildi......

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Hahaha... góður!

Signý, 21.4.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Mummi Guð

hahaha. Þessi er það sem er kallað priceless.

Mummi Guð, 21.4.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg elskan mín, kallar standa alltaf saman, feðgarnir hjá mér eru ekki blóðskildir en ekki eru þeir verri fyrir það. Góða nótt elskuleg og sofðu nú vært.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Linda litla

hehehe góður

Linda litla, 21.4.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Blóð og ekki blóð, hef séð jafn innileg sambönd milli skáforeldra og skábarna.  Líka milli skáafa og skábarna.  Skiptir engu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við aumt karlfólk reynum alltaf afsakanir af veikum mætti.

Eru þeir máske svona ljónaflón eins & ég & strákarnir mínir ?

Steingrímur Helgason, 21.4.2008 kl. 23:59

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða nótt - góða kona

Heiða Þórðar, 22.4.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta eru greinilega mikil krútt sem þú átt. Góða nótt, krúsídúllan mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Góðir feðgar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:56

10 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Yndisleg saga, góður endir á deginum að fá að brosa svolítið.

Bárður Örn Bárðarson, 22.4.2008 kl. 01:06

11 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... æðislega skemmtileg færsla hjá  þér Ragnheiður mín. Um að gera að láta karlana á heimilinu heyra það af og til svo þeir haldi sig á mottunni en ekki rottunni ... eða þannig. Æðislegt knús á þig elskulegust og eigðu yndislegan dag á morgun!

Tiger, 22.4.2008 kl. 03:28

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 08:47

13 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hahaha frábær fæsla ég hló mikið ég sé líka Björn Gísla fyrir mér.....

Eigðu góðan dag  

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 10:51

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er bara frábært, sko þeir segja nú ekki mikið þegar þeir eru einir með okkur, en tveir saman eða fleiri þá eru þeir svo miklir menn þessar elskur.
Ég hef sko reynslu af því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 11:06

15 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

lol

Ásta Björk Hermannsdóttir, 22.4.2008 kl. 11:32

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maðurinn minn og eldri sonur minn eru ekkert skyldir. Þeim hefur þó komið alveg sérstaklega vel saman í þau 27 ár sem þeir hafa þekkst og aldrei slest upp á vinskapinn hjá þeim.

Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:36

17 Smámynd: Ragnheiður

Þessir 2 mínir eru svo hörmulega eins að ef annar fer í taugarnar á mér þá er eins víst að hinn geri það líka*dæs* en ég elska þá báða til alheimsins og til baka.

Þeir geta tuðað hvorn annan bláan en þá dugar oft smá urr frá gömlu, þá hætta þeir

Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 12:38

18 Smámynd: Sigrún Óskars

Skemmtilegir feðgar. Ég bý líka með skemmtilegum feðgum (kallinn og sonurinn) og þeir eru svo líkir og samtaka - oftar en ekki eru þeir tveir á móti mér einni.  

Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 18:28

19 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já örugglega eins og mínir, svakalega hugaðir sem par hehehe

Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband