Þið skvísur
21.4.2008 | 21:09
Secret..er það ekki að maður óskar sér einhvers og þá gerist það ? Flestallar konur hafa lesið þessa bók nema ég plebbinn sem aldrei get elt tískubólur,tískubækur né tískublöð.
Nú vil ég fá spánnýtt fólk í framboð næst, bæði í sveit og borg. Það hlýtur að vera til fólk í grasrót flokkanna sem þorir að vinna og er ekki orðið húðlatir embættismenn. Mér finnst þetta fólk sem nú er glatað og virðist vera sama hvar í flokki það er. Íhaldið versnar sífellt, hvernig sem það er nú hægt. Samfylkingin reyndist handónýt þegar til átti að taka. Ég er hrædd um að VG dugi aldrei til annars en andstöðugjamms.Eitthvað er það við FF sem veldur því að mér líst ekkert á það samfélag en mun samt halda áfram að skoða það með opnum huga. Ég minnist nú ekki einusinni á Framsókn sem útrýmdi sjálfum sér með stæl, bæði í borg og ríki.
Já með þetta secret...það virkar ekki...sorry...
Athugasemdir
heheh nei - ekki á þetta allavega
Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:18
Auðvitað virkar það ekki, eða hefur þú ekki alltaf þurft að vinna fyrir öllu á einhvern hátt? Það hef ég þurft, ef ég gæti bara hugsað það vó! hvað margt væri nú öðruvísi en það er. Ég er nefnilega ótrúlega dugleg að hugsa, ert þú það ekki líka?
kær kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:19
Málið er einfalt. Ef þetta virkaði þá væri fyrir nokkuð löngu búið að jarða mig hjá Himma. Ég held að ég hafi einskis óskað heitar um æfina en er sem betur fer komin yfir það núna.
Ragnheiður , 21.4.2008 kl. 21:27
Muniði þegar spaugstofan gerði gys að secret? Það var í eina skiptið í vetur sem ég hef hlegið hjartanlega að spaugstofunni ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:33
Einmitt djók! En ótrúleg peningamaskína....
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:37
Ég hef misst af því secreti, hefði sko viljað sjá það. Ég horfði á þetta á hundavaði og fyrir mér var þetta bara kommon sens og eitthvað sem ég hafði hvort eð er lært í uppeldinu.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:42
Eins og Ásdís segir er þetta bara kommon sens. Ég er orðin svo leið á patent lausnum. Búin að síkrita meira og minna alla æfina en það endar alltaf á því að ég stend á fætur og geri djobbið. Þá fara hlutirnir að henda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 22:03
Já... það er alveg merkilegt að þetta skuli hafi orðið svona vinsælt... en það er kannski bara lýsandi fyrir firringuna sem er í gangi bara almennt í þjóðfélögum heimsins?...
Ég las þessa bók, aðallega afþví að ég er svo skelfilega, herfilega forvitin að mér er ekki viðbjargandi... en svo varð eiginlega pirruð allan tíman sem ég las þetta rugl því að ég var alltaf að reyna að finna eitthvað sem ég vissi ekki nú þegar... alveg óþolandi að láta plata sig svona...en kannski var það leyndarmálið?
Signý, 21.4.2008 kl. 22:13
Verð að viðurkenna að ég á bókina og hef lesið hana. Og það sem meira er að þegar búið er að vingsa úr það sem á ekki heima þar er sannleikurinn svo sáraeinfaldur. En þú verður ekki rík/ur með að nota það sem hún boðar. Og þú breytir ekki þjóðfélaginu sem slíku. Þetta er frekar svona svipað og með sporin 12, þú getur bara breytt þér og þínu nánasta umhverfi. Að vinna í sjálfum sér.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:14
´´Eg hef ekki orðið svo fræg að hvorki lesa bókina né sjá myndina secret en hef heyrt hún sé góð og á eftir að gefa mér tíma í það :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:24
Mér var gefin þessi bók og ég les í henni á hverjum degi og mér finnst hún æðisleg, en ég tel líka að það sé ekki nóg að lesa hana einu sinni. Ef að ég er alltaf að glugga í hana, þá gleymi ég ekki að breyta hugsunum mínum. Ef að ég er alltaf að lesa í henni þá er ég ða hugsa jákvætt og er orðin mjög jákvæð miðað við það sem ég var, margir hafa sett út á þessa bók, enda má fólk dæma hana eins og það vill, við höfum misjafnar skoðanir. En ég er amk miklu jákvæðari en ég var og mér líður líka betur eftir að ég varð svona jákvæð.
Hafðu það gott mín kæra.
Linda litla, 21.4.2008 kl. 22:41
Ragga,secretið virkar ef þú kannt að nota það. Lestu bókina, þá skilur þú betur.
En eins og Jenný segir, hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Maður þarf að vinna hlutina. En það er samt hægt að auðvelda sér hlutina. Knús á þig ljúfust.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:49
amma mín var alveg einstaklega vel gefin kona og eitt sem hún sagði alltaf var að það ætti að hætta kjósa flokka og fara að kjósa einstaklinga...
síðan finna einhvern svissneskan (minnir mig) hagfræðing til að sjá um peningin og þá værum við á grænni grein...
stundum held ég að það væri rétta leiðin... spurning um að sícreta það :)
E.R Gunnlaugs, 21.4.2008 kl. 23:08
Ekki hef ég lesið Secret, og hef bara alls engan áhuga á því. Held að það sé sama hvursu heitt þú óskar sumra hluta,þeir gerast bara ekki. Ekkert gerist BARA vegna þess að maður óskar þess. Það þarf að hafa fyrir hlutunum. Og mér finnst voða skrítið ef maður þarf að lesa bók til að læra að hafa jákvæðar hugsanir. En, það er bara mín skoðun, og ofboðslega margir sem fíla þessa bók í ræmur.. Kveðja til bangsans...
Söngfuglinn, 21.4.2008 kl. 23:09
... þegar maður notar útilokunaraðferðina til að finna út hvaða flokk maður ætlar að kjósa, þá skilar maður auðu...
Ég veit ekkert um secret frekar en þú, Ragnheiður... það er örugglega misjafnt hvað hentar hverjum og einum í lífinu... að vera sáttur við sjálfan sig og vita að maður er alltaf að gera sitt besta, hefur komið mér að mestu gagni...
Brattur, 21.4.2008 kl. 23:12
Þetta snýst ekki um að óska sér, heldur hjálpa sjálfum sér á þá braut að maður sér sáttur. Og þegar maður lærir það, og sumir þurfa hjálp við það, þá finnur maður leiðina sem maður vill fara, og allt verður auðveldara fyrir vikið.
Ég þurfti mikið á því að halda, ég var föst. Föst í því að draga að mér hluti sem ég vildi ekki með því að fókusa á það sem ég vill ekki í mitt líf. Eins og að huga um að ég vill ekki fleiri reikninga, en ég fókusaði á reikninga, og fékk þá. Málið er að læra að setja fókusinn á réttann stað, ekki að óska sér og fá uppfyllt. Það er ekki hægt.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:14
Sammála Guðrúnu B, ef á að einfalda þetta "secret" , þá er þetta eins konar sjálfshjálp, þ.e. ef við erum jákvæð, þá getum við mikið meira en ef við drögumst áfram með höku niðri í bringu og sjáum púka í hverju horni. Leyndarmálið er nefnilega það að ef maður reynir að sjá það góða við þessa tilveru, þá líður manni betur, en ef maður einblínir á dökku hliðarnar,þá er líðanin öllu verri. Ég þekkti eitt sinn mann , sem alltaf horfði á fótbolta á laugardögum (þetta var í þá gömlu góðu daga, þegar boltinn kom "niðursoðinn" vikugamall frá Englandi og alltaf sýndur einn leikur á laugardögum) þessi maður hélt undantekningarlaust með liðinu, sem tapaði, og stóð upp sársvekktur eftir hvern leik :) , hefði hann nú haft rænu á að halda með sigurliðinu einstaka sinnum, hefði líðanin verið mun skárri !!
kveðja
Þórdís (þú þekkir mig ekki, en ég datt inná síðuna þína, og þú færir mér jákvæða strauma, þannig að kanski er það mitt "secret" :)
Þórdís (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.