Illt í toppstykkinu

og er eiginlega að hugsa um að svindla á labbitúrnum, ég hef greinilega hugsað of mikið undanfarna daga og fengið harðsperrur í heilann.

Ástand mála á spítalanum breytist lítið.

Hallgerður bloggar í dag, flotta færslu. (www.austangola.blog.is) Í kjölfarið á lestrinum fór ég að hugsa um tímann eftir að Himmi minn dó. Fólk kom hingað, það hringdi og sendi sms og samúðarkort. Hlýhugur fólks gladdi og stappaði í okkur stálinu. Samstaða og sameining fjölskyldnanna hans Hilmars hjálpaði líka gríðarlega. Það féll hvergi blettur á samskiptin og fyrir það verð ég þakklát alla æfina, að okkur skildi takast að standa saman gegnum þessa mestu raun sem við höfum lent í.

Fólk talaði við mig, ég heyrði ekki. Ég man hinsvegar eftir faðmlögum og fólkinu sem kom bara til að halda í hendurnar mínar, þegjandi. Það studdi í þögninni og samhyggðin streymdi frá þeim, þessum elsku vinum og fjölskyldumeðlimum.

Það er í raun ekkert hægt að segja í svona aðstæðum, engin orð hjálpa. Í erfiðleikum er samt betra að hafa einhvern sem getur séð um erfið mál. Systir mín fékk til dæmis það hörmulega hlutverk að tilkynna andlát systursonar síns, okkar fólki. Ég réði bara við krakkana mína og Guð hvað það var erfitt að segja þeim þetta....ég gat ekkert gert nema sagt það..það var ekkert hægt að láta það hljóma betur eða minnka stinginn í orðunum. Ég reyndi að vera til staðar fyrir þau, reyndi að hugga, herða upp hugann og styrkja þau.

Að standa upp í þeim sporum að þurfa að bera börnum sínum slíkar fréttir að eitt þeirra sé ekki lengur hjá okkur er ómannlega erfitt. Ég vona af hjarta að slíkt þurfi ég aldrei að gera aftur.

Það þyrfti að vera svona OFF takki á heilanum á manni, ég fæ í alvöru hausverk af því að hugsa svona mikið.

Ég ætla að skemmta mér vel um helgina. Ég ætla að gera nokkuð sem ég hef aldrei gert áður. Ég ætla að fá lánað barnabarn yfir helgina til að leika mér með það. Hilmar Reynir ætlar að vera hjá ömmu sinni um helgina meðan mamma hans og pabbi ætla að vinna. Ömmu hlakkar mikið til að fá að passa litla snúðinn sinn. Amma þarf að rifja upp gömul handbrögð hehe.

Jæja...nóg í bili. Rölt niður minningastíg og smáframtíðarfærsla. Það er ágætt í bland.

En í bili er ég að æfa mig í að passa, fröken Líf er hérna og nagar bein af ástríðu upp í sófa.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æi já ég man hvað mér varð slétt sama um allt.Vildi bara ekki vera til.Vera ekki neitt,knús á þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj stundum get ég ekki sagt neitt en það er líka örugglega gott,er sammála þér í öllu hér,

Góða nótt til ykkar Kveðja úr Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

þetta er ömurleg lífsreynsla.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þetta er svo sárt. Guð geymir þig elsku Ragga mín

Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: M

Góða nótt Ragnheiður

M, 27.3.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Linda litla

Þetta er sorglegt og alveg hræðileg lífsreynsla, sem betur fer get ég ekki sett mig í þín spor. Að lifa börnin sín er hræðilegt held ég. En þú virkar á mig sem sterk kona og komst í gegnum erfiðustu tímana og það gerir þig að hetju í mínum augum. Ég hafði oft lesið bloggið þitt áður en ég vildi gerast bloggvinur þinn en aldrei eða sjaldan kvittað. Ég er fegin að þú vildir verða bloggvinkona mín þá get ég alltaf fylgst með þínum skrifuð því að þau geta verið skemmtileg og einnig líka mjög gefandi.

Eigðu gott kvöld mín kæra og góða nótt. Guð geymi þig og þína.

Linda litla, 27.3.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sum af erfiðustu augnablikum lífsins, greipast í huga manns í smáatriðum.  Maður man hverjir grétu með manni í sorginni, hverjir komu óvænt og gáfu faðmlag o.s.frv.  Annað týnist í þeirri blessunarlegu móðu sem umlykur mann og deyfir, þegar sorgin annars yrði óbærileg.  Að finna hlýju frá öðru fólki á svona stundum er það sem fleytir manni áfram.  Öðruvísi væri ekki hægt að komast óskaddaður í gegn.

Reyndu að hvíla hugann næstu daga.... púsla, vera amma og knúsa kallinn.     

Anna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:19

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Trúðu mér - það er líka erfitt að vera systkynið sem fær fréttina.......

Notaðu helgina veeeeel í að dekra við Hilmar litla Reyni

Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 22:47

9 Smámynd: Ragnheiður

Já því trúi ég sko alveg Hrönn, það sá ég þennan sunnudag í ágúst.

Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 22:49

10 Smámynd: Solla

Ohhhh hrollur, ömurlegt að hugsa um þennan sunnudag. Allavega var þessi sunnudagurinn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað, horfa á þig mamma alveg eins og þú værir dáin. Augun voru svo skrítin, greinilegt að það slökkvnaði á stórum part af þér þegar þú fékkst þessar fréttir (ekki nema von). Svo horfa á litlu bræður mína alveg í rusli og ekkert sem hægt var að láta þeim líða vel. Allir í rusli

Solla, 27.3.2008 kl. 23:28

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert búin að standa þig stórkostlega í öllum þessum hörmungum og reyndar þið öll.  Knús elsku vinkona

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 23:59

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég get ekki hugsað til þess að þurfa að kveðja barnið mitt hinstu kveðju.  Öll börnin manns eru svo mikilvæg, og frábær.  Þrátt fyrir allt.  Mér finnst þú hetja að gera það sem þú ert að gera.  Ég sendi ykkur öllum, þér og allri fjölskyldunni fyrirbæn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2008 kl. 03:22

13 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 28.3.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband