Hvað er það sem gefur lífinu gildi ?

Já þegar stórt er spurt.

Oft sé ég konur vera óánægðar með útlit sitt, þær berjast í megrunarkúrum, allskonar plokki og veseni með tilheyrandi sársauka og kvölum. Það er samt vitað mál að gott útlit eykur sjálfstraustið. Ég var í Kringlunni um daginn og horfði á fólkið. Ég sá fullt af ungum stúlkum sem litu eiginlega eins út...allar í svipuðum fötum og með svipaða hárgreiðslu. Ég sá líka eina stórglæsilega, líklega um þrítugt. Hún var sko alveg eins og klippt úr út tískublaði, stórbrotin að sjá. Hvert hár á réttum stað og farðinn óaðfinnanlegur. Ég mála mig aldrei, fyrir því er einföld skýring. Þegar ég var ung og sæt þá komst ég að því að ég þoli ekki snyrtivörur, ég fæ útbrot. Þetta olli mér heilmiklu hugarangri á þeim árum og ekki lagaðist klemman þegar ég komst að því að ég þoli heldur ekki skartgripi...ómæ...

Margar örvæntingarfullar tilraunir voru gerðar með vörur sem áttu að vera ofnæmisprófaðar..en ekkert dugði. Ég er löngu hætt að prufa og verð bara með það þreytta andlit sem mér var úthlutað. Þeir sem þekkja mig pæla ekkert í þessu en rosalega held ég að ég stingi í stúf í Kringlunni !

Þá má ég til með að segja ykkur aðaljólabrandarann. Steinar gaf mér hring í jólagjöf, gullhring (konuskepnan þolir ekta skartgripi)

Solla mín fer eitthvað að tala um giftingarhring og Sindri litli hans Jóns grípur það á lofti um leið.

Ha ? segir blessað barnið ráðvillt á svipinn

Hver vill giftast henni ? spurði hann svo alveg ráðalaus

Ég hló mig alveg máttlausa, blessað barnið. Þarna sá hann þessa gömlu kellingu og þessu botnaði hann ekki í.

Það kom dálítill vandræðasvipur á föður hans blessaðan en það var náttlega óþarfi. Hreinskilni barna er dásamlega og það er bara eitthvað að manni í hausnum ef maður móðgast yfir slíku..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Börnin eru svo yndislega hreinskilin

Dísa Dóra, 19.1.2008 kl. 09:39

2 identicon

Það sem mér finnst gefa lífinu gildi, er góð heilsa, fjölskylda og innri friður og hamingja.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Haha sé alveg Jón fyrir mér á þessari stundu...börn eru svo hreinskilin en stundum kemur það foreldru upp að vegg....ég hef lent í því.

Kveðja á Nesið til ykkar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.1.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þau eru bara stórkostleg. Já heldur þú að þú stingir í stúf í Kringlunni, en það gerir bara ekkert til, ég mála mig alla daga set gel í minn stutta lubba og er bara góð.
fyrir mörgum árum síðan þá var ég í vinnu sem ég varð að vera tipp topp í þá fór maður heldur ekki í búðir án þess að vera flottur í alla staði.
Sér í lagi ekki í keflavík, því það var sko talað um það
þegar ég hætti þar var ég yfir mig fegin að geta hætt að taka þátt í þessu rugli og þetta með kringluna ef ég þarf að fara þangað þá fer ég bara í því sem mér finnst þægilegt, og helst fer ég ekki þangað,
mér finnst bara leiðinlegt að fara í búðir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 11:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er löt að mála mig og hef alltaf verið, kann ekki einu sinni að meika mig, enda teljandi á fingrum handa minna hversu oft ég hef verið meikuð um æfina. Mér finnst nú fólk ekkert áberandi flott alltaf þegar ég kíki í Smáralind og er bara þokkalega ánægð með sjálfa mig, reyndar ekki mikið upptekin af sjálfri mér.  Guttinn er yndæll, reyndar tók ég setningunn þannig að hann óttaðist að einhver utanaðkomandi vildi ná þér og að hann væri ekki sáttur við það.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 12:43

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

...börn eru dásamleg.

Sem betur fer eru ekki allir klipptir út úr tískublaði, það væri ömurleg sjón....allir eins. Þeir hins vegar sem dæma eftir útliti....well hafa væntanlega ekkert annað til að bera sjálfir. smjúts þarna

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.1.2008 kl. 12:57

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Það sem gefur lífinu gildi er innri friður og sátt við sjálfan sig og aðra.

Kristín Snorradóttir, 19.1.2008 kl. 15:01

8 identicon

Það verður stundum ótrúlega krúttlegt þegar börn tala svona frá hjartanu. Þessar elskur eru ekki búnar að koma sér upp þessum stoppara  eins og við hin sem eldri erum.

Ég þekki aðeins til svona snyrtivöruofnæmis. Er samt tiltölulega heppin því að það eina sem ég þoli ekki eru snyrtivörur með bláu litarefni (indigo). Ef svoleiðis kemur nálægt augunum á mér verða þau eldrauð og bólgna upp.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 15:06

9 identicon

Við stingum þá bara í stúf í Kringlunni saman. Ég er ekki mikið fyrir að mála mig. Mála mig helst ef að ég er að fara eitthvað fínt.

Bryndís R (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband