Jólakveðja frá Flensustöðum í Sjúkrasveit
13.12.2007 | 19:09
Jólahænsnakofi.
Jólalegur Bonzó
Við settum tunnuna inn í skúr í gær. Öskukallar komu hér í rjómalogni í morgun og hafa af hugvitssemi stolið öskutunnu einhvers nágrannans til að setja hérna. Nú eru þær tvær. Nema þetta hafi verið gjörningaveður og valdið tvöföldun hluta.........nei þá væru fjórir bensar úti, 2 suzuki jeppar og 2 toyotur.
Vantar einhvern sætan Suzuki Vitara ? Hann er smá bilaður en fæst á smá aura á móti.
GLEYMDI !
Ég á ringlaðan jólahund...
Brandari í boði hússins;
Kallinn minn er bara snillingur. Hann er búinn að þvo og þurrka þvott í gríð og erg í dag. Segist búa með aumingja. Áðan braut hann saman heilan þvottaskammt og dæsir svo upp úr eins manns hljóði ; Ég held að sonur þinn þarna inn í herbergi sé eineygður ! Ég leit upp og sá að hann hélt á 2 stökum sokkum. Þá meinti kallinn áreiðanlega einfættur....ég hló og hló....æj æj ó boj.
Athugasemdir
Settu þær bara báðar inn í nótt. Þá áttu fjórar næst!! Og ert alveg seif um jólin..........
Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 19:32
Vona bara að það sé ekki flugnaflensa að bögga þig. Krúttkvðeðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 20:22
Ehmmmm....allt tvöfalt.... ertu nokkuð drukkin Ragnheiður ? Og hundurinn kannski líka ??
Anna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:29
Eruði nokkuð full á Nesinu? Segi svona, en vóffi lítur út fyrir að vera smá ringló.
Smjútsí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 20:39
Jæja Karlinn þinn er að standa sig í þvottinum Er runnið af þér og voffa ?
Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 23:12
... gott að eiga tvær ruslatunnur... ef maður á ekkert þá á maður ekkert rusl... sagði spekingurinn einhverntíman...
Brattur, 13.12.2007 kl. 23:13
Við voffi erum stakir reglupésar, hann er svona bjánalegur á myndinni vegna þess að hann er að leita að þessu skrambans ljósi (myndavélarflassinu)
Fann náttlega ekkert í hvítum snjónum hehe ....
Ég er ekkert full...bara með furðufuglaflensu,virkar svipað hehe
Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 23:22
Já skrítið með tunnuna. Hann stendur sig vel kallinn þinn. Vonanadi verða þetta ekki flensustaðir lengi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.12.2007 kl. 23:36
Vonandi fer flensan að yfirgefa þig
Björg K. Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 23:54
Takk kærlega fyrir að samþykkja mig sem bloggvin :)
Rut Rúnarsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:02
Vonandi fer furðufuglaflensan að lagast hjá þér skvís. LOL, ég vona að bærinn fari ekki að rukka þig fyrir aukatunnuna, hef lent í því sjálf og neyddist til að borga því mig vantaði aukatunnuna.
Bjarndís Helena Mitchell, 14.12.2007 kl. 00:19
Eineygður...haha fór sjálf í búð í kvöld borgaði með debetkorti og spurði afgreiðslumann hvort hann gæti borgað fyrirfram.....ha, neeeei sagði hann, ég var smá stund að kveikja, þetta átti auðvitað að vera geturðu tekið umfram...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:30
Synir mínir héldu því fram á sínum tíma að "eineygðir" sokkar væru geimverur sem hefðu orðið eftir og rötuðu ekki heim til sín!
Það sem krökkum dettur ekki í hug!
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.