Hilmar litli,lasin og smá sorg

Hilmar litli kom í fyrsta sinn heim til ömmu sinnar í dag. Það var yndislegt að fá að knúsa hann og hafa smábarnalyktina í nefinu. Hann gerði allar kúnstir sem litlir gormar eiga að gera í ömmufangi, bakaði í bleiuna, ropaði og gubbaði svolítið á ömmusín. Svo dæsti hann alsæll og steinsofnaði eftir öll afrekin sín. Lappi og Keli voru hafðir lokaðir inn í herbergi til að byrja með en svo kom Steinar með þá í taumi fram til að hafa stjórn á þeim. Lappi hafði lítill áhuga á barni en Keli var eiginlega meira hræddur við hann en hitt. Skoðaði hann voða varlega og með miklum spurnarsvip...

Hlustaði á kvöldfréttir og varð svolítið sorgmædd. Pólverjar virðast vera komnir í talsverð vandræði suður með sjó. Mér sveið að heyra um barnið sem hefur verið hér í 7 vetur í skóla og er nú útskúfað. Þetta er skelfilega sorglegt. Bendi að öðru leyti á fréttamiðla í sambandi við þetta mál.

Ég var á vakt í morgun og verð næsta morgun, ég er samt orðin svo drusluleg..ekkert smitandi þó. Oj það verður erfitt að vera á vaktinni á morgun....vonandi lagast ég í nótt..

Áskorun hefur enn engu skilað en það er ekki að marka. Sá eldri hefur sett upp jólaljós af miklum móð og í dag pöntuðum við z braut til að setja upp inni hjá okkur. Þar er rimlagardína og mér líkar ekki við hana þar. Vil hafa gluggann opinn og þá skröltir þessi um í glugganum ef einhver vindur er...ekki gott þar sem býr kona haldin svefntruflunum.

Man ekki meira að segja ykkur en ætla að skreyta þessa færslu með sæta Himma stóra og sæta Himma litla. Set kannski inn nýjar myndir á morgun af þeim nöfnunum.

HimmisætasturHilmar Jónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Oooo...eru þau búin að ákveða nafnið...frábært!

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi hvað þeir eru fallegir nafnarnir.  Nú fer litli hennar Söru bráðum að koma og ég hlakka svo til að dúllast í honum.

Láttu þér batna ljósið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: kidda

Það verður ekki langt í að hvuttarnir taka að sér barnapössun

Knús og klús fyrir nóttina

kidda, 6.12.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj þeir eru svo fallegir nafnarnir svo miklir gull molar...                        Mig langar svo að bæta hér við því ég er búin að lesa síðustu fæslu líka það er broði á Hilmari Má þetta var hann alltaf svo fallegt bros og alltaf brosandi...það má alls ekki gleyma því það var hans aðal merki að brosa. Eigðu góðan dag Ragga mín og knús á ykkur á Álftanesinu.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.12.2007 kl. 08:11

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Krúttin! Til hamingju með nafnann hans Hilmars. Láttu þér batna í dag.

Bjarndís Helena Mitchell, 6.12.2007 kl. 08:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir eru yndislegir nafnarnir, það er nú ekkert kærleiksríkara en að fá að knúsa þessu litlu kríki okkar ég vildi óska að minn nýkomni væri nær mér,

en hann er nú bara í Njarðvíkunum og verður þar,

ég er með mínar fjórar i kringum mig hér fyrir norðan og get ég ekki kvartað sú litla var hjá okkur í allann gærdag þær voru veikar mæðgur svo það var best að hún væri hér, enda er þetta hennar annað heimili, eins og þeirra allra. Láttu þér batna snúllan mín, og farðu vel með þig, þetta er leiðindapest. Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2007 kl. 08:29

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg börn og mikil krútt elsku Ragnheiður mín láttu þér batna.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.12.2007 kl. 10:15

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Báðir gullfallegir drengirnir þínir, vona að þið hafið það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 15:11

9 identicon

Yndislegir nafnarnir.Yndislegt að geta sagt Hilmar áfram. Svona ljúf-sárt trúi ég. Knús til þín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 16:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegir þessir tveir

Hvað segirðu Ragnheiður mín, er einhverju barni úthýst úr skóla vegna þessa sorglega atburðar fyrr í vikunni ? það er bara hræðilegt.  Hvað gengur eiginlega að fólki.  Segi nú ekki margt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vildi segja hvað þeir eru í raun og veru líkir. Ótrúlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:57

12 Smámynd: lady

mikið eru  þeir sætir gullmolarnir þínir ,þessi yndisleg börn eru svo gefandi oska þer innilega góða helgi Ragnheiður mín

lady, 6.12.2007 kl. 20:31

13 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þeir eru afbragðsfallegir frændurnir og nafnarnir  Mér finnst líka svo góð þessi litla barna lykt  Ég trúi ekki upp á Steinar bestasta og Björn frábæra að þeir ætli ekki að taka sig til og láta hendur standa fram úr ermum í heimilisverkunum í þetta skipti og létta undir og gleðja þig Ragga mín  Ég óska ykkur góðra stunda

Katrín Ósk Adamsdóttir, 6.12.2007 kl. 21:39

14 identicon

Æ hvað það er fallegt að litli gullmolinn skuli heita Hilmar eins og stóri frændi.

Ég rennur nu bara smá tár hjá mér.

Bestu kveðjur að sunnann  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:58

15 Smámynd: Anna Gísladóttir

Flottir strákar báðir tveir

Láttu þér batna ....... Knús til þín í batnaðarskyni !

Anna Gísladóttir, 7.12.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband