Ha ha það tókst
20.11.2007 | 11:53
bara heilmikið að sofa, merkilegt. Vaknaði 2000 sinnum en tókst alltaf að sofna aftur nokkurnveginn strax. Aumingja Steinar er bæði kominn með legusár og andarteppu. Hann þorði ekki að fara framúr né anda þegar hann varð þess áskynja að konan svaf. Hann tjóðraði líka fyrir hundatrýnin og batt Björn í sitt rúm, ég svaf allt af mér. Vandinn hefur nebblega líka verið að ég hef sofið svo laust og illa að það hefur ekki mátt detta bolli hjá Ólafi Ragnari þá hef ég hrokkið upp.
Það eru engar fréttir af óléttu stelpunni minni, hún er áreiðanlega orðin mikið þreytt og leið á að bíða. Ég þurfti bara að bíða svona eftir einu en hin voru öll frekar stundvís. Hjödda átti að koma 18 okt en neitaði alveg að koma fyrr en í hvelli miklum aðfararnótt 30 október. Hefði hún ekki snúið vitlaust þá hefði móðir mín kær orðið að gerast ljósmóðir. Ég vissi auðvitað ekki meir enda taldi ég víst að barnsfæðingu fylgdu verkir,það gerðist ekki í hennar tilviki. Á því hef ég enga skýringu til þessa dags.
Nú er verið að trufla mig og ég skrifa meira á eftir
Og ég var búin að bæta helling við þessa færslu en það tapaðist eitthvert !
Ég fór áðan að kaupa kaffivél. Það er heilmikill handleggur á þessu heimili. Átti eina sem var um það bil 15 ára en hún beið bana í vor, rétt áður en við fluttum. Fann ekki aðra eins þrátt fyrir nokkra leit og keypti eina "ódýra" í vor. Hún tók upp á því að fara að leka. Konan ekki ánægð. Prófaði að gúggla hina og fékk smásvörun hjá Glóey í Ármúla. Ætlaði þangað í gær en heilsuleysi kom í veg fyrir það. Þegar Steinar var kominn með eðlilegan andardrátt aftur þá smellti hann sér af stað með kelluna og græjan fannst. Svo fórum við í tryggingarnar að klára tjónamálið á Bonzó, þeir borga 28 daga í dagpeninga. Ekkert vesen með það.
Siggi er að fara í verklegt próf í vörubílaakstri, hann er búinn að ná þessu bóklega. Ég hafði ekki áhyggjur af þessu verklega prófi enda drengurinn fanta góður bílstjóri. Fékk líka þau skilaboð að hann hefði náð prófinu með stæl. Hann er svo duglegur ! Mesta indælisljósið og svo góður strákur.
Nú þarf ég að aðstoða kallinn minn, mér var nær að setja hann í verkefni hehe
Athugasemdir
Gott að heyra að þú náðir svefni, því þá verður allt miklu auðveldara.
Smjúts á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 11:59
Frábært að þú hafir náð að sofa, þrátt fyrir að vakna 2000 sinnum
kidda, 20.11.2007 kl. 12:28
Gott að þú gast sofið
Ég var að lesa fréttina af Álftanesi. Mikið finnst mér jákvætt að lögreglan skuli hafa beint samband við foreldra unglinga í hverfinu og senda þeim svona aðvörunar-og-hvatningar-bréf. Þetta mætti víðar vera svona, þá kannski lækkuðu tölur annars staðar líka.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2007 kl. 12:34
Gott að þú náðir að sofa, vonandi verður það áfram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.11.2007 kl. 13:19
Frábært að þú gast sofið hef stundum hugsað hvernig ég heði getað flutt eitthvað af mínum mikla svefni yfir til þín....
Mig langar að segja ykkur sollu að þegar Haffi dó var ég á steipirnum með Ástu reyndar svo nálægt að hann dó 11 jan og ég skráð 16 jan minnir mig mér var sagt að svona áföll geta haft áhrif annað hvort seinkar eða komið mjög fljótlega mér seinkaði til 23 jan en þá var búið að ákveða dag sem ég yrði sett af stað ef ekkert væri farið að gerast...mundi eftir þessu í gærkvöldi og auðvita að koma þessu til ykkar.
Kveðja til ykkar allra frá okkur hér úr Grindavíkinni.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.11.2007 kl. 14:48
Hæ Ragga ! Til lukku með kaffikönnuna en það er sko algjört möst að eiga góða könnu Ég spái því að ömmubarnið komi 24 nóv.alveg fínasti dagur en það eru hinir líka í kring
Katrín Ósk Adamsdóttir, 20.11.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.